Fara í efni

Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029

Málsnúmer 202510018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 226. fundur - 14.10.2025

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027 - 2029 til umræðu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 506. fundur - 16.10.2025

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu sinni við framkvæmda og fjárfestingaáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Baldur Kristjánsson frá Belkod ehf. situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Baldri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun á næstu fundum sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 508. fundur - 03.11.2025

Á 226. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 14.10.2025, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027 - 2029 til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun 2026 og 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Á 508. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun 2026 og 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi framkvæmda- og fjárfestingaáætlun til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 509. fundur - 20.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026- 2029 en fyrri umræða fór fram á 158. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember s.l.
Byggðarráð vísar drögum að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026- 2029 til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 510. fundur - 27.11.2025

Fyrir byggðarráði liggur framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við framkvæmdaáætlun 2026-2029 á næsta fundi sínum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 229. fundur - 02.12.2025

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026-2029.
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 511. fundur - 04.12.2025

Fyrir byggðarráði liggur framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Norðurþings vegna ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Á 229. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. desember s.l. var bókað: Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir 2026-2029 og vísar áfram til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2026 og næstu þriggja ára þar á eftir til afgreiðslu í sveitarstjórn.