Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 5, sat fundinn Baldur Kristjánsson arkitekt frá Belkod ehf.
1.Skýrsla starfshóps um atvinnumál á Húsavík og nágrenni
Málsnúmer 202510064Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla starfshóps forsætisráðherra um atvinnumál á Húsavík og nágrenni en skýrslan var kynnt í ríkisstjórn föstudaginn 17. október sl.
Samandregið eru tillögur starfshópsins þessar:
1. Fenginn verði verkefnastjóri sem hefur m.a. það hlutverk að hraða vinnu við þróun nýrra verkefna á Bakka og nýta þá innviði sem eru þegar til staðar. Viðkomandi samhæfi aðgerðir sem styðja við atvinnuþróun og uppbyggingu iðngarðs og markaðssetningu svæðisins. Verkefnisstjórinn njóti liðsinnis frá nýjum verkefnastjóra stórfjárfestinga í forsætisráðuneytinu.
2. Leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu og raforkukerfisins almennt. Komið verði á fót allt á einum stað (e. one stop shop) ferli sem veitir fjárfestum aðstoð og leiðbeiningar.
3. Ráðast í og afgreiða með skilvirkum hætti styrkingu flutningskerfis raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi.
4. Samgöngur og alþjóðatengingar efldar, þ.m.t. hafnarframkvæmdir.
5. Uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði könnuð sérstaklega.
Samandregið eru tillögur starfshópsins þessar:
1. Fenginn verði verkefnastjóri sem hefur m.a. það hlutverk að hraða vinnu við þróun nýrra verkefna á Bakka og nýta þá innviði sem eru þegar til staðar. Viðkomandi samhæfi aðgerðir sem styðja við atvinnuþróun og uppbyggingu iðngarðs og markaðssetningu svæðisins. Verkefnisstjórinn njóti liðsinnis frá nýjum verkefnastjóra stórfjárfestinga í forsætisráðuneytinu.
2. Leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu og raforkukerfisins almennt. Komið verði á fót allt á einum stað (e. one stop shop) ferli sem veitir fjárfestum aðstoð og leiðbeiningar.
3. Ráðast í og afgreiða með skilvirkum hætti styrkingu flutningskerfis raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi.
4. Samgöngur og alþjóðatengingar efldar, þ.m.t. hafnarframkvæmdir.
5. Uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði könnuð sérstaklega.
Byggðarráð lýsir ánægju með skýrslu starfshóps forsætisráðherra og telur að hún varpi raunsæju ljósi á þá stöðu sem uppi er í Norðurþingi.
Byggðarráð telur jafnframt að í skýrslunni takist vel að draga fram þau tækifæri sem eru til frekari uppbyggingar á Bakka og hvað þarf til svo að þau geti raungerst.
Lagt er til að Grænn iðngarður á Bakka ehf. kosti 20% hlutdeild í verkefnastjóra vegna atvinnuþróunar og uppbyggingar á Bakka og óskar byggðarráð eftir að stjórn Græns iðngarðs á Bakka ehf. fjalli um málið.
Byggðarráð samþykkir að leggja Grænum iðngarði á Bakka ehf. til fjármagn vegna kostnaðar við verkefnisstjóra á Bakka til tveggja ára.
Byggðarráð telur jafnframt að í skýrslunni takist vel að draga fram þau tækifæri sem eru til frekari uppbyggingar á Bakka og hvað þarf til svo að þau geti raungerst.
Lagt er til að Grænn iðngarður á Bakka ehf. kosti 20% hlutdeild í verkefnastjóra vegna atvinnuþróunar og uppbyggingar á Bakka og óskar byggðarráð eftir að stjórn Græns iðngarðs á Bakka ehf. fjalli um málið.
Byggðarráð samþykkir að leggja Grænum iðngarði á Bakka ehf. til fjármagn vegna kostnaðar við verkefnisstjóra á Bakka til tveggja ára.
2.Áhrif rekstrarstöðvunar PCC, niðurstöður könnunar
Málsnúmer 202510063Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður könnunar meðal fyrirtækja á Húsavík og nágrenni til að meta áhrif rekstrarstöðvunar PCC á starfsemi þeirra.
Könnunin var unnin af starfsfólki SSNE eftir umræður í byggðarráði um nauðsyn þess að fá betri mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækja á svæðinu.
Könnunin var send á 40 aðila fimmtudaginn 9. október og stóð til miðnættis fimmtudags 16. október. Mánudaginn 20. október höfðu borist 18 svör.
Vinnu við úrvinnslu könnunarinnar er ekki lokið en fyrstu niðurstöður gefa til kynna að áhrif á fyrirtæki séu misjöfn eftir starfsemi þeirra bæði með tilliti til tekna sem fyrirtækin verða af og hvort grípa þurfi til uppsagna í kjölfar rekstrarstöðvunar PCC. Jafnframt að stór hluti þeirra fyrirtækja sem svaraði könnuninni mun þurfa að grípa til uppsagna í einhverjum mæli eða hefur þegar sagt upp starfsfólki.
Könnunin var unnin af starfsfólki SSNE eftir umræður í byggðarráði um nauðsyn þess að fá betri mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækja á svæðinu.
Könnunin var send á 40 aðila fimmtudaginn 9. október og stóð til miðnættis fimmtudags 16. október. Mánudaginn 20. október höfðu borist 18 svör.
Vinnu við úrvinnslu könnunarinnar er ekki lokið en fyrstu niðurstöður gefa til kynna að áhrif á fyrirtæki séu misjöfn eftir starfsemi þeirra bæði með tilliti til tekna sem fyrirtækin verða af og hvort grípa þurfi til uppsagna í kjölfar rekstrarstöðvunar PCC. Jafnframt að stór hluti þeirra fyrirtækja sem svaraði könnuninni mun þurfa að grípa til uppsagna í einhverjum mæli eða hefur þegar sagt upp starfsfólki.
Byggðarráð mun áfram fylgjast náið með áhrifum rekstrarstöðvunar PCC á fyrirtæki og félagasamtök.
Byggðarráð hvetur stjórnendur stofnana Norðurþings til að beina vöru- og þjónustukaupum sínum eins og kostur er til heimaaðila. Jafnframt hvetur ráðið fyrirtæki, stofnanir og íbúa Norðurþings til hins sama.
Byggðarráð hvetur stjórnendur stofnana Norðurþings til að beina vöru- og þjónustukaupum sínum eins og kostur er til heimaaðila. Jafnframt hvetur ráðið fyrirtæki, stofnanir og íbúa Norðurþings til hins sama.
3.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029
Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings 2026-2029.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
4.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja tillögur til hagræðingar í rekstri Norðurþings á árinu 2026.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við tillögur til hagræðingar í rekstri og endurskoða fjárhagsáætlun á milli fyrri og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Áætlað er að tillögur til hagræðingar skili 270 m.kr hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2026.
Áætlað er að tillögur til hagræðingar skili 270 m.kr hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2026.
5.Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026 og 2027-2029
Málsnúmer 202510018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til umræðu drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2026-2029.
Baldur Kristjánsson frá Belkod ehf. situr fundinn undir þessum lið.
Baldur Kristjánsson frá Belkod ehf. situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Baldri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun á næstu fundum sínum.
Byggðarráð mun halda áfram vinnu við framkvæmda- og fjárfestingaáætlun á næstu fundum sínum.
6.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands
Málsnúmer 202407050Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til forgangsverkefna áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurþing.
Byggðarráð samþykkir að Norðurljósaslóð verði nýtt forgangsverkefni á listanum í stað nýs afleggjara að Botnsvatni.
7.Brennur og flugeldasýningar í Norðurþingi 2025-2026
Málsnúmer 202509128Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn um leyfi fyrir brennum og flugeldasýningum í Norðurþingi um næstu áramót og á þrettándanum.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir brennum og flugeldasýningum á áramótum og Þrettándanum. Ráðið felur sveitarstjóra að undirrita umsóknir þar um.
8.Uppsögn á samningi um póstþjónustu á Raufarhöfn
Málsnúmer 202509136Vakta málsnúmer
Íslandspóstur hefur sagt upp verk- og þjónustusamningi félagsins við Norðurþing um rekstur póstafgreiðslu á Raufarhöfn. Samkvæmt skilmálum í samningi er uppsagnarfrestur 6 mánuðir og mun því samstarfinu ljúka í lok mars 2026.
Byggðarráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi tillögur um mögulega staðsetningu á póstboxi.
9.Minnisblað frá verkefnastjórum SSNE um starfsemi hverfisráða Norðurþings
Málsnúmer 202510032Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá verkefnastjórum SSNE vegna starfsemi hverfisráða Norðurþings.
Byggðarráð frestar vinnu við endurskoðun starfsemi hverfisráða þangað til fyrir liggur niðurstaða frumvarps um breytingu á sveitarstjórnarlögum.
10.Ósk um stuðning Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík
Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá formanni Rauða krossins í Þingeyjarsýslu þar sem óskað er eftir stuðningi Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
11.Erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands varðandi Rannsóknastöðina Rif og framtíð hennar
Málsnúmer 202505070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tillaga forstöðumanns Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) um að yfirstjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem verið hefur í höndum NNA undanfarin ár, verði færð til Náttúrufræðistofnunar. Það er mat forstöðumanns NNA að það gæti orðið framfararskref sem geti tryggt Rif betur í sessi sem rannsóknastöð á heimsmælikvarða með breiðara baklandi.
Byggðarráð bókaði á 497. fundi sínum þann 5. júní s.l.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að yfirstjórn Rifs verði færð til Nátturfræðistofnunar.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að yfirstjórn Rifs verði færð til Nátturfræðistofnunar.
12.Til umsagnar 153.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 202510046Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
13.Til umsagnar 81.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 202510054Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2025
Málsnúmer 202501084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur 4. fundargerð Markþings frá 16. september s.l.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.