Fara í efni

Skýrsla starfshóps um atvinnumál á Húsavík og nágrenni

Málsnúmer 202510064

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla starfshóps forsætisráðherra um atvinnumál á Húsavík og nágrenni en skýrslan var kynnt í ríkisstjórn föstudaginn 17. október sl.

Samandregið eru tillögur starfshópsins þessar:
1. Fenginn verði verkefnastjóri sem hefur m.a. það hlutverk að hraða vinnu við þróun nýrra verkefna á Bakka og nýta þá innviði sem eru þegar til staðar. Viðkomandi samhæfi aðgerðir sem styðja við atvinnuþróun og uppbyggingu iðngarðs og markaðssetningu svæðisins. Verkefnisstjórinn njóti liðsinnis frá nýjum verkefnastjóra stórfjárfestinga í forsætisráðuneytinu.
2. Leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu og raforkukerfisins almennt. Komið verði á fót allt á einum stað (e. one stop shop) ferli sem veitir fjárfestum aðstoð og leiðbeiningar.
3. Ráðast í og afgreiða með skilvirkum hætti styrkingu flutningskerfis raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi.
4. Samgöngur og alþjóðatengingar efldar, þ.m.t. hafnarframkvæmdir.
5. Uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði könnuð sérstaklega.
Byggðarráð lýsir ánægju með skýrslu starfshóps forsætisráðherra og telur að hún varpi raunsæju ljósi á þá stöðu sem uppi er í Norðurþingi.
Byggðarráð telur jafnframt að í skýrslunni takist vel að draga fram þau tækifæri sem eru til frekari uppbyggingar á Bakka og hvað þarf til svo að þau geti raungerst.
Lagt er til að Grænn iðngarður á Bakka ehf. kosti 20% hlutdeild í verkefnastjóra vegna atvinnuþróunar og uppbyggingar á Bakka og óskar byggðarráð eftir að stjórn Græns iðngarðs á Bakka ehf. fjalli um málið.
Byggðarráð samþykkir að leggja Grænum iðngarði á Bakka ehf. til fjármagn vegna kostnaðar við verkefnisstjóra á Bakka til tveggja ára.