Áhrif rekstrarstöðvunar PCC, niðurstöður könnunar
Málsnúmer 202510063
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025
Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður könnunar meðal fyrirtækja á Húsavík og nágrenni til að meta áhrif rekstrarstöðvunar PCC á starfsemi þeirra.
Könnunin var unnin af starfsfólki SSNE eftir umræður í byggðarráði um nauðsyn þess að fá betri mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækja á svæðinu.
Könnunin var send á 40 aðila fimmtudaginn 9. október og stóð til miðnættis fimmtudags 16. október. Mánudaginn 20. október höfðu borist 18 svör.
Vinnu við úrvinnslu könnunarinnar er ekki lokið en fyrstu niðurstöður gefa til kynna að áhrif á fyrirtæki séu misjöfn eftir starfsemi þeirra bæði með tilliti til tekna sem fyrirtækin verða af og hvort grípa þurfi til uppsagna í kjölfar rekstrarstöðvunar PCC. Jafnframt að stór hluti þeirra fyrirtækja sem svaraði könnuninni mun þurfa að grípa til uppsagna í einhverjum mæli eða hefur þegar sagt upp starfsfólki.
Könnunin var unnin af starfsfólki SSNE eftir umræður í byggðarráði um nauðsyn þess að fá betri mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækja á svæðinu.
Könnunin var send á 40 aðila fimmtudaginn 9. október og stóð til miðnættis fimmtudags 16. október. Mánudaginn 20. október höfðu borist 18 svör.
Vinnu við úrvinnslu könnunarinnar er ekki lokið en fyrstu niðurstöður gefa til kynna að áhrif á fyrirtæki séu misjöfn eftir starfsemi þeirra bæði með tilliti til tekna sem fyrirtækin verða af og hvort grípa þurfi til uppsagna í kjölfar rekstrarstöðvunar PCC. Jafnframt að stór hluti þeirra fyrirtækja sem svaraði könnuninni mun þurfa að grípa til uppsagna í einhverjum mæli eða hefur þegar sagt upp starfsfólki.
Byggðarráð hvetur stjórnendur stofnana Norðurþings til að beina vöru- og þjónustukaupum sínum eins og kostur er til heimaaðila. Jafnframt hvetur ráðið fyrirtæki, stofnanir og íbúa Norðurþings til hins sama.