Fara í efni

Ósk um stuðning Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík

Málsnúmer 202510062

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá formanni Rauða krossins í Þingeyjarsýslu þar sem óskað er eftir stuðningi Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 227. fundur - 28.10.2025

Á 507. fundi byggðarráðs þann 23. október var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skoða merkingar á bílastæðum í samráði við eiganda hússins.

Að öðru leyti telur ráðið sér ekki fært að verða við öðrum óskum umsækjenda.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.11.2025

Fyrir ráðinu liggur beiðni frá Elke Christine Wald um endurskoðun á ákvörðunar skipulags- og framkvæmdaráðs á 227. fundi ráðsins 28.október sl. um stuðning við enduropnun RKÍ búðar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við forsvarsmenn RKÍ í Þingeyjarsýslu.