Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, og Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs, sátu fundinn undir lið 8.
1.Erindi varðandi viðhald og aðstæður á Leikskólanum Grænuvöllum
Málsnúmer 202510069Vakta málsnúmer
Á 228. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskyldyráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til athugasemdanna við gerð framkvæmdaáætlunar 2026 - 2029.
Fjölskyldyráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til athugasemdanna við gerð framkvæmdaáætlunar 2026 - 2029.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, í samráði við leikskólastjóra, að útbúa viðhaldsáætlun til næstu þriggja ára.
2.Iðavellir 8 - húsnæðisaðstæður
Málsnúmer 202509024Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur vinnuskjal um húsnæðisaðstæður á Iðavöllum 8. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, í samvinnu við sviðsstjóra velferðarsviðs, að setja saman hóp sem vinnur málið áfram og leggur fyrir ráðið að nýju.
3.Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfis gistingar vegna Snartastaða 3
Málsnúmer 202510107Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um veitingu rekstrarleyfis gististaðar í flokki II-G að Snartarstöðum 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn.
4.Beiðni um að draga úr götulýsingu vegna þemadaga Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202510060Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Borgarhólsskóla um að draga úr götulýsingu frá 19:00 - 22:00 miðvikudaginn 19. nóvember vegna himinljósaskoðunar í tengslum við þemadaga skólans.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið frá Borgarhólsskóla.
5.Breyting aðalskipulags Stórhóll - Hjarðarholt
Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer
Nú er útrunninn athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags íbúðasvæðis við Stórhól/Hjarðarholt á Húsavík. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Rarik, Landsneti, Slökkviliði Norðurþings, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni. Umsagnir Rarik, Landnsets, slökkviliðs Norðurþings, Heilbrigðiseftirlits og Vegagerðarinnar innifela ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
1. Minjastofnun gerir athugasemd við að ekki er rétt farið með upplýsingar um skráningu fornminja á svæðinu í kynntri skipulagstillögu.
2. Náttúruverndarstofnun telur mikilvægt að sveitarfélagið setji sér skýra stefnu um verndun og endurheimt á líffræðilegum fjölbreytileika í skipulagsáætlunum sínum. Stefnumótun um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á einnig við um skipulagsmál innan þéttbýlis.
1. Minjastofnun gerir athugasemd við að ekki er rétt farið með upplýsingar um skráningu fornminja á svæðinu í kynntri skipulagstillögu.
2. Náttúruverndarstofnun telur mikilvægt að sveitarfélagið setji sér skýra stefnu um verndun og endurheimt á líffræðilegum fjölbreytileika í skipulagsáætlunum sínum. Stefnumótun um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á einnig við um skipulagsmál innan þéttbýlis.
Viðbrögð við athugasemdum:
1. Skipulags- og framkvæmdaráð biðst velvirðingar á því að kynnt tillaga að aðalskipulagsbreytingu innihélt ekki réttar upplýsingar um stöðu fornminjaathugana á svæðinu. Sérstaklega var farið í fornleifaskráningu í tengslum við deiliskipulagsvinnu svæðisins. Skipulagstillaga verður lagfærð þannig að hún innihaldi réttar upplýsingar um fornminjaskráningu svæðisins.
2. Norðurþing stefnir að því á næstu vikum að kynna heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Þar mun koma fram hvernig sveitarfélagið vinnur með landslag og náttúrufar innan og utan þéttbýlisins auk þess sem að í greinargerð fyrirliggjandi tillögu er að finna ákvæði um að stefnt verði að því á gildistíma aðalskipulagsins að unnin verði stefna um verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Sérstaklega verður skoðað hvernig best sé að formgera stefnu um líffræðilega fjölbreytni í skipulagsáætlunum bæði fyrir þéttbýli og dreifbýli. Horft er til þess að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir, styrkja græn svæði og grænar tengingar innan þéttbýlis. Innan afmörkunar skipulagssvæðis Stórhóls-Hjarðarholts er hvorki að finna votlendissvæði né sérlega viðkvæm vistkerfi sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags.
Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að lagfæringu greinargerðar vegna athugasemdar Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags Stórhóls-Hjarðarholts verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið vinna að gildistöku aðalskipulagsbreytingarinnar í samráði við Skipulagsstofnun.
1. Skipulags- og framkvæmdaráð biðst velvirðingar á því að kynnt tillaga að aðalskipulagsbreytingu innihélt ekki réttar upplýsingar um stöðu fornminjaathugana á svæðinu. Sérstaklega var farið í fornleifaskráningu í tengslum við deiliskipulagsvinnu svæðisins. Skipulagstillaga verður lagfærð þannig að hún innihaldi réttar upplýsingar um fornminjaskráningu svæðisins.
2. Norðurþing stefnir að því á næstu vikum að kynna heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Þar mun koma fram hvernig sveitarfélagið vinnur með landslag og náttúrufar innan og utan þéttbýlisins auk þess sem að í greinargerð fyrirliggjandi tillögu er að finna ákvæði um að stefnt verði að því á gildistíma aðalskipulagsins að unnin verði stefna um verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Sérstaklega verður skoðað hvernig best sé að formgera stefnu um líffræðilega fjölbreytni í skipulagsáætlunum bæði fyrir þéttbýli og dreifbýli. Horft er til þess að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir, styrkja græn svæði og grænar tengingar innan þéttbýlis. Innan afmörkunar skipulagssvæðis Stórhóls-Hjarðarholts er hvorki að finna votlendissvæði né sérlega viðkvæm vistkerfi sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags.
Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að lagfæringu greinargerðar vegna athugasemdar Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags Stórhóls-Hjarðarholts verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið vinna að gildistöku aðalskipulagsbreytingarinnar í samráði við Skipulagsstofnun.
6.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt
Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer
Nú er lokið athugasemdafresti vegna kynningar breytingar deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts á Húsavík. Umsagnir bárust um skipulagstillöguna frá: Minjastofnun, Rarik, Slökkviliði Norðurþings, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Náttúruverndarstofnun og Skipulagsstofnun. Athugasemdir bárust frá húsfélagi Stórhóls 25-31 og Helenu Eydísi Ingólfsdóttir að Stórhóli 29. Þar fyrir utan barst á kynningartíma skipulagsins erindi frá húsfélaginu að Stórhóli 25-31 þar sem óskað er lóðarstækkunar um 3 m til norðurs. Umsagnir Slökkviliðs Norðurþings, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar fela ekki í sér athugasemdir við skipulagstillöguna.
1. Minjastofnun gerir athugasemdir við að fornminjar eru ekki skráðar með fullnægjandi hætti inn í deiliskipulagstillöguna skv. fyrirliggjandi fornleifaskráningu sem unnin var. Sérstaklega er tilgreint að rannsaka þarf sérstaklega skráðar minjar 6 og 7 áður en framkvæmdir hefjast á svæðinu og því sérlega mikilvægt að þær verði merktar inn á uppdrátt svo þeim verði ekki raskað af vangá.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð biðst velvirðingar á því að það misfórst að færa fornminjar skv. fyrirliggjandi skráningu inn á uppdrátt. Úr því verður bætt fyrir lokaafgreiðslu. Ráðið lítur svo á að umfjöllun greinargerðar þar að lútandi sé fullnægjandi.
2. Náttúruverndarstofnun telur mikilvægt að sveitarfélagið setji sér skýra stefnu um verndun og endurheimt á líffræðilegum fjölbreytileika í skipulagsáætlunum sínum. Stefnumótun um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á einnig við um skipulagsmál innan þéttbýlis.
Viðbrögð: Í fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu er lögð sérstök áhersla á græn svæði, trjárækt og vistvænar lausnir. Kveðið er á um að vinna skuli heildstæða hönnun fyrir græna svæðið áður en úthlutun lóða fer fram. Í greinargerð deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að notaðar verði blágrænar ofanvatnslausnir þar sem því verður við komið til að styðja við náttúrulega hringrás vatns og bæta vatnsgæði. Umhverfismat deiliskipulagsins telur áhrif á náttúrufar óveruleg. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsögn Náttúruverndarstofnunar ekki gefa tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögu breytingar deiliskipulags.
3. Húsfélag raðhúss að Stórhóli 25-31 gerir eftirfarandi athugasemdir við kynnta deiliskipulagstillögu.
3.1. Of langt er gengið við þéttingu byggðarinnar að mati húsfélagsins miðað við íbúðaþörf næstu árin. Sú þétting sé á kostnað grænna svæða sem nýtast til eflingar lýðheilsu og leiks.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að tillaga að þéttingu byggðar sé hófleg. Rýmileg svæði eru skilin eftir sem almenningsrými og þeim gert hátt undir höfði í skipulagsskilmálum. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
3.2. Húsfélagið leggst eindregið gegn því að byggt verði milli Stórhóls 25-31 og Garðarsbrautar 79-83.
Viðbrögð: Umtalsvert rými er milli tilgreindra húsa sem virðist óverulega nýtt. Ráðið telur því skynsamlegt að nýta það til uppbyggingar nýrra húsa enda er það í fullu samræmi við ákvæði landsskipulagsstefnu og leiðbeiningarrit Skipulagsstofnunar; Mannlíf, byggð og bæjarrými.
3.3. Þétting byggðar mun gera verktökum í snjómokstri erfiðara fyrir með að sinna snjóhreinsun svæðisins.
Viðbrögð: Ekki verður séð að fyrirhuguð þétting byggðar torveldi snjómokstur af götum svæðisins með afgerandi hætti. Samráð var haft við þjónustumiðstöð sveitarfélagsins þar að lútandi.
3.4. Eigendur íbúða að Stórhóli 25-31 keyptu eða byggðu íbúðir sínar vegna útsýnis frá þeim. Þeir telja að það muni rýra verðgildi eigna sinna ef byggt verði fyrir framan hús þeirra. Þau áskilja sér rétt til að leita réttar síns vegna mögulegrar skerðingar verðmæta eigna sinna komi til uppbyggingar húsa fyrir neðan þeirra hús.
Viðbrögð: Umrætt svæði er ætlað undir íbúðabyggð skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Þétting byggðar er í samræmi við Landsskipulagsstefnu og leiðbeiningar Skipulagsstofnunar (sbr. viðbrögð 3.2).
3.5. Húsfélagið lýsir yfir áhyggjum af gatnamótum Hulduhóls við Þverholt enda sé umferð og umferðarhraði við Þverholt mikill.
Viðbrögð: Tekið er undir sjónarmið um að ný vegtenging inn á Þverholt geti falið í sér einhverja hættu eins og raunar kemur fram í greinargerð deiliskipulagsins. Það kann að verða þess valdandi að dregið verði úr heimiluðum hámarkshraða í götunni á síðara stigi. Það var hinsvegar mat ráðgjafa sveitarfélagsins að hætta af gatnatengingunni sé óveruleg og ekki meiri en víða er í þéttbýli.
Ákveði sveitarstjórn að halda til streitu uppbyggingu milli Stórhóls 25-31 og Garðarsbrautar 79-83 leggur húsfélagið til að:
3.6. Aðeins verði byggt eitt raðhús á milli lóðanna til að byggðin verði ekki eins þétt og lagt er upp með í fyrirliggjandi tillögu.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tók þá afstöðu, í samráði við skipulagsráðgjafa, að óbyggða svæðið milli núverandi lóða biði upp á ágætt rými fyrir tvær raðhúsabyggingar. Það er mikilvægt að nýta byggingarland innan þéttbýlis vel svo síður þurfi að brjóta óraskað land til uppbyggingar. Ráðið felst ekki á breytingu skipulagstillögunnar vegna athugasemdarinnar.
3.7. Staðsetning og hæð húss verði þannig að ekki skerði útsýni íbúa að Stórhóli 25-31, þ.e. að hæsti punktur nýrra bygginga fari ekki yfir hæð þaks Garðarsbrautar 79-83 m.v. hæð lóðar raðhússins.
Viðbrögð: Gerðar voru ítarlegar hæðarmælingar á svæðinu við vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Niðurstaða þeirra athugana bentu til þess að byggja mætti raðhús á lóðunum sem myndu hafa óveruleg áhrif á útsýni af lóðinni að Stórhóli 25-31. Þessi hæðarstúdía var kynnt með sniðmyndum samhliða deiliskipulagstillögunni. Lagfæra þarf texta greinargerðar um sérskilmála fyrir Hulduhól 1-11 og 2-12 þannig að þar komi fram að hæðarmælingar voru gerðar í aðdraganda deiliskipulagsins og skýra betur hæðarskilmála fyrir uppbyggingu húsanna tveggja. Ráðið telur ekki tilefni til annara breytinga vegna athugasemdarinnar.
3.8. Heimkeyrsla að nýju raðhúsi verði frá Þverholti neðan lóðarinnar að Stórhóli 25-31.
Viðbrögð: Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýrri götu frá Þverholti sem tengir báðar þær raðhúsalóðir sem gerð er tillaga um í skipulagstillögunni. Ný aðkoma dregur úr óþarfa akstri upp Þverholt og niður Stórhól og hlífir þannig núverandi byggð við auknum umferðaráhrifum. Ráðið sér ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögu.
3.9. Hæðarmunur milli lóðarinnar að Stórhóli 25-31 og lóðar þar fyrir neðan verður umtalsverður. Farið er fram á að hæðarmunur verði ekki leystur með háum steyptum veggjum með tilheyrandi fallhættu og jarðskriði á milli lóðanna. Kostnaður við framkvæmdir vegna hæðarmunarins verði ekki á kostnað eigenda Stórhóls 25-31.
Viðbrögð: Gerð er grein fyrir þessum hæðarmun í greinargerð deiliskipulagstillögunnar og gengið út frá að lóðarhafi Hulduhóls 1-11 gangi frá þessum hæðarmun þannig að ekki skapist fallhætta eða jarðvegsskrið. Þær lausnir verða ekki nánar útfærðar í deiliskipulaginu.
3.10. Hús sem byggð verði við Hulduhól verði með mænisþökum til samræmis við nærliggjandi hús og að þar verði ekki heimilt að hækka þök.
Viðbrögð: Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir frjálsu þakformi fyrir nýju raðhúsin tvö. Það er m.a. hugsað til þess að þau megi hanna með lítilli þakhæð til að ekki komi til útsýnisskerðingar af lóðinni að Stórhóli 25-31. Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að setja kvöð um að þessi hús verði með hefðbundnu risþaki.
3.11. Bent er á að rétt væri að fjalla um djúpgáma í deiliskipulaginu og að heimilt verði að koma þeim fyrir á innan lóða eða á svæðum á forræði sveitarfélagsins.
Viðbrögð: Sveitarfélagið býður enn ekki upp á lausnir með djúpgámum og telur því ekki tímabært að fjalla um þá í skipulagsgreinargerð.
4. Helena Eydís Ingólfsdóttir er aðili að athugasemdum húsfélagsins að Stórhóli 25-31. Eftirfarandi eru þær athugasemdir sem hún gerir umfram þær sem húsfélagið gerði.
4.1. Helena telur að lóðin að Garðarsbraut 65b sé of nærri brekkunni til að hún teljist örugg sleðabrekka.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að nægilega mikið verði skilið eftir af sleðabrekkunni og flata norðan fyrirhugaðra byggingar að Garðarsbraut 65b til að notkun brekkunnar sem sleðabrekku verði örugg og ánægjuleg.
4.2. Helena leggur til að að vegtenging að Hulduhól verði frá Stórhóli en ekki Þverholti.
Viðbrögð: Mögulegar vegtengingar Hulduhóls voru skoðaðar við vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Talsverður hæðarmunur er milli Hulduhóls og þess enda Stórhóls sem næstur er og því yrði vegtenging að vera brött. Ráðið telur því heppilegast að vegtengingin verði að Þverholti. Sjá einnig svar 3.8.
4.3. Helena leggur til að í sérskilmálum fyrir Hulduhól 1-11 og 2-12 verði gert ráð fyrir að aðeins verði heimilaðar fjórar íbúðir í hvoru húsi.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að nýta byggingarlandið vel og vill því halda sig við að byggðar verði a.m.k. fimm íbúðir á hvorri raðhúsalóð við Hulduhól.
5. Húsfélag Stórhóls 25-31 óskar lóðarstækkunar um 3 m til norðurs frá þinglýstum lóðarmörkum.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að lóðarmörk hússins verði færð um 3 m til norðurs. Til samræmis telur ráðið eðlilegt að lóðarmörk Hulduhóls 1-11 taki mið af breyttum lóðarmörkum Stórhóls 25-31 og stækki lítillega til norðurs.
Skipulagsfulltrúi kynnti fyrirliggjandi drög að lagfærðum skipulagsuppdrætti og greinargerð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku deiliskipulagsins skv. ákvæðum skipulagslaga.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð biðst velvirðingar á því að það misfórst að færa fornminjar skv. fyrirliggjandi skráningu inn á uppdrátt. Úr því verður bætt fyrir lokaafgreiðslu. Ráðið lítur svo á að umfjöllun greinargerðar þar að lútandi sé fullnægjandi.
2. Náttúruverndarstofnun telur mikilvægt að sveitarfélagið setji sér skýra stefnu um verndun og endurheimt á líffræðilegum fjölbreytileika í skipulagsáætlunum sínum. Stefnumótun um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á einnig við um skipulagsmál innan þéttbýlis.
Viðbrögð: Í fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu er lögð sérstök áhersla á græn svæði, trjárækt og vistvænar lausnir. Kveðið er á um að vinna skuli heildstæða hönnun fyrir græna svæðið áður en úthlutun lóða fer fram. Í greinargerð deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að notaðar verði blágrænar ofanvatnslausnir þar sem því verður við komið til að styðja við náttúrulega hringrás vatns og bæta vatnsgæði. Umhverfismat deiliskipulagsins telur áhrif á náttúrufar óveruleg. Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsögn Náttúruverndarstofnunar ekki gefa tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögu breytingar deiliskipulags.
3. Húsfélag raðhúss að Stórhóli 25-31 gerir eftirfarandi athugasemdir við kynnta deiliskipulagstillögu.
3.1. Of langt er gengið við þéttingu byggðarinnar að mati húsfélagsins miðað við íbúðaþörf næstu árin. Sú þétting sé á kostnað grænna svæða sem nýtast til eflingar lýðheilsu og leiks.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að tillaga að þéttingu byggðar sé hófleg. Rýmileg svæði eru skilin eftir sem almenningsrými og þeim gert hátt undir höfði í skipulagsskilmálum. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
3.2. Húsfélagið leggst eindregið gegn því að byggt verði milli Stórhóls 25-31 og Garðarsbrautar 79-83.
Viðbrögð: Umtalsvert rými er milli tilgreindra húsa sem virðist óverulega nýtt. Ráðið telur því skynsamlegt að nýta það til uppbyggingar nýrra húsa enda er það í fullu samræmi við ákvæði landsskipulagsstefnu og leiðbeiningarrit Skipulagsstofnunar; Mannlíf, byggð og bæjarrými.
3.3. Þétting byggðar mun gera verktökum í snjómokstri erfiðara fyrir með að sinna snjóhreinsun svæðisins.
Viðbrögð: Ekki verður séð að fyrirhuguð þétting byggðar torveldi snjómokstur af götum svæðisins með afgerandi hætti. Samráð var haft við þjónustumiðstöð sveitarfélagsins þar að lútandi.
3.4. Eigendur íbúða að Stórhóli 25-31 keyptu eða byggðu íbúðir sínar vegna útsýnis frá þeim. Þeir telja að það muni rýra verðgildi eigna sinna ef byggt verði fyrir framan hús þeirra. Þau áskilja sér rétt til að leita réttar síns vegna mögulegrar skerðingar verðmæta eigna sinna komi til uppbyggingar húsa fyrir neðan þeirra hús.
Viðbrögð: Umrætt svæði er ætlað undir íbúðabyggð skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Þétting byggðar er í samræmi við Landsskipulagsstefnu og leiðbeiningar Skipulagsstofnunar (sbr. viðbrögð 3.2).
3.5. Húsfélagið lýsir yfir áhyggjum af gatnamótum Hulduhóls við Þverholt enda sé umferð og umferðarhraði við Þverholt mikill.
Viðbrögð: Tekið er undir sjónarmið um að ný vegtenging inn á Þverholt geti falið í sér einhverja hættu eins og raunar kemur fram í greinargerð deiliskipulagsins. Það kann að verða þess valdandi að dregið verði úr heimiluðum hámarkshraða í götunni á síðara stigi. Það var hinsvegar mat ráðgjafa sveitarfélagsins að hætta af gatnatengingunni sé óveruleg og ekki meiri en víða er í þéttbýli.
Ákveði sveitarstjórn að halda til streitu uppbyggingu milli Stórhóls 25-31 og Garðarsbrautar 79-83 leggur húsfélagið til að:
3.6. Aðeins verði byggt eitt raðhús á milli lóðanna til að byggðin verði ekki eins þétt og lagt er upp með í fyrirliggjandi tillögu.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tók þá afstöðu, í samráði við skipulagsráðgjafa, að óbyggða svæðið milli núverandi lóða biði upp á ágætt rými fyrir tvær raðhúsabyggingar. Það er mikilvægt að nýta byggingarland innan þéttbýlis vel svo síður þurfi að brjóta óraskað land til uppbyggingar. Ráðið felst ekki á breytingu skipulagstillögunnar vegna athugasemdarinnar.
3.7. Staðsetning og hæð húss verði þannig að ekki skerði útsýni íbúa að Stórhóli 25-31, þ.e. að hæsti punktur nýrra bygginga fari ekki yfir hæð þaks Garðarsbrautar 79-83 m.v. hæð lóðar raðhússins.
Viðbrögð: Gerðar voru ítarlegar hæðarmælingar á svæðinu við vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Niðurstaða þeirra athugana bentu til þess að byggja mætti raðhús á lóðunum sem myndu hafa óveruleg áhrif á útsýni af lóðinni að Stórhóli 25-31. Þessi hæðarstúdía var kynnt með sniðmyndum samhliða deiliskipulagstillögunni. Lagfæra þarf texta greinargerðar um sérskilmála fyrir Hulduhól 1-11 og 2-12 þannig að þar komi fram að hæðarmælingar voru gerðar í aðdraganda deiliskipulagsins og skýra betur hæðarskilmála fyrir uppbyggingu húsanna tveggja. Ráðið telur ekki tilefni til annara breytinga vegna athugasemdarinnar.
3.8. Heimkeyrsla að nýju raðhúsi verði frá Þverholti neðan lóðarinnar að Stórhóli 25-31.
Viðbrögð: Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir nýrri götu frá Þverholti sem tengir báðar þær raðhúsalóðir sem gerð er tillaga um í skipulagstillögunni. Ný aðkoma dregur úr óþarfa akstri upp Þverholt og niður Stórhól og hlífir þannig núverandi byggð við auknum umferðaráhrifum. Ráðið sér ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögu.
3.9. Hæðarmunur milli lóðarinnar að Stórhóli 25-31 og lóðar þar fyrir neðan verður umtalsverður. Farið er fram á að hæðarmunur verði ekki leystur með háum steyptum veggjum með tilheyrandi fallhættu og jarðskriði á milli lóðanna. Kostnaður við framkvæmdir vegna hæðarmunarins verði ekki á kostnað eigenda Stórhóls 25-31.
Viðbrögð: Gerð er grein fyrir þessum hæðarmun í greinargerð deiliskipulagstillögunnar og gengið út frá að lóðarhafi Hulduhóls 1-11 gangi frá þessum hæðarmun þannig að ekki skapist fallhætta eða jarðvegsskrið. Þær lausnir verða ekki nánar útfærðar í deiliskipulaginu.
3.10. Hús sem byggð verði við Hulduhól verði með mænisþökum til samræmis við nærliggjandi hús og að þar verði ekki heimilt að hækka þök.
Viðbrögð: Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir frjálsu þakformi fyrir nýju raðhúsin tvö. Það er m.a. hugsað til þess að þau megi hanna með lítilli þakhæð til að ekki komi til útsýnisskerðingar af lóðinni að Stórhóli 25-31. Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að setja kvöð um að þessi hús verði með hefðbundnu risþaki.
3.11. Bent er á að rétt væri að fjalla um djúpgáma í deiliskipulaginu og að heimilt verði að koma þeim fyrir á innan lóða eða á svæðum á forræði sveitarfélagsins.
Viðbrögð: Sveitarfélagið býður enn ekki upp á lausnir með djúpgámum og telur því ekki tímabært að fjalla um þá í skipulagsgreinargerð.
4. Helena Eydís Ingólfsdóttir er aðili að athugasemdum húsfélagsins að Stórhóli 25-31. Eftirfarandi eru þær athugasemdir sem hún gerir umfram þær sem húsfélagið gerði.
4.1. Helena telur að lóðin að Garðarsbraut 65b sé of nærri brekkunni til að hún teljist örugg sleðabrekka.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að nægilega mikið verði skilið eftir af sleðabrekkunni og flata norðan fyrirhugaðra byggingar að Garðarsbraut 65b til að notkun brekkunnar sem sleðabrekku verði örugg og ánægjuleg.
4.2. Helena leggur til að að vegtenging að Hulduhól verði frá Stórhóli en ekki Þverholti.
Viðbrögð: Mögulegar vegtengingar Hulduhóls voru skoðaðar við vinnslu deiliskipulagstillögunnar. Talsverður hæðarmunur er milli Hulduhóls og þess enda Stórhóls sem næstur er og því yrði vegtenging að vera brött. Ráðið telur því heppilegast að vegtengingin verði að Þverholti. Sjá einnig svar 3.8.
4.3. Helena leggur til að í sérskilmálum fyrir Hulduhól 1-11 og 2-12 verði gert ráð fyrir að aðeins verði heimilaðar fjórar íbúðir í hvoru húsi.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að nýta byggingarlandið vel og vill því halda sig við að byggðar verði a.m.k. fimm íbúðir á hvorri raðhúsalóð við Hulduhól.
5. Húsfélag Stórhóls 25-31 óskar lóðarstækkunar um 3 m til norðurs frá þinglýstum lóðarmörkum.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að lóðarmörk hússins verði færð um 3 m til norðurs. Til samræmis telur ráðið eðlilegt að lóðarmörk Hulduhóls 1-11 taki mið af breyttum lóðarmörkum Stórhóls 25-31 og stækki lítillega til norðurs.
Skipulagsfulltrúi kynnti fyrirliggjandi drög að lagfærðum skipulagsuppdrætti og greinargerð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku deiliskipulagsins skv. ákvæðum skipulagslaga.
7.Ósk um stuðning Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík
Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur beiðni frá Elke Christine Wald um endurskoðun á ákvörðunar skipulags- og framkvæmdaráðs á 227. fundi ráðsins 28.október sl. um stuðning við enduropnun RKÍ búðar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við forsvarsmenn RKÍ í Þingeyjarsýslu.
8.Endurnýjun á stúku og gólfefni í sal Íþróttahallarinnar á Húsavík
Málsnúmer 202510074Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að vali um íþróttagólf og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Jónasi Halldóri og Stefáni Jóni fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram út frá þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram, er við kemur gólfi og stúku, með tilliti til þeirra fjárveitinga sem skilgreindar hafa verið í verkið.
Fundi slitið - kl. 16:00.