Fara í efni

Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023

Í kafla 24.2.1 í aðalskipulagi Norðurþing er umfjöllun um mikilvægi þéttingar íbúðarbyggðar. Innan skipulagssvæðis deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts á Húsavík frá árinu 2001 eru nokkur tækifæri til þéttingar íbúðarbyggðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að nýta möguleika til þéttinga á þegar byggðum svæðum áður en ný byggingarsvæði eru tekin til notkunar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags Stórhóll - Hjarðarholt með það að markmiði að þétta byggð innan svæðisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Eflu verkfræðistofu vegna endurskoðunar deiliskipulags Stórhóls-Hjarðarholts á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að leita leiða til að lækka kostnað við skipulagsbreytinguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggja frumhugmyndir skipulagsráðgjafa að þéttingu byggðar á skipulagssvæðinu. Hugmyndirnar fela í sér uppbyggingu allt að 42 nýrra íbúða í fjölbýlishúsum, raðhúsum og einbýlishúsum innan skipulagssvæðisins auk þess sem skipulagið opni á fjölgun íbúða innan þegar byggðra húsa.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur rétt að fella út á þessu stigi fjögur lítil fjölbýlishús út af lóðum framan eldri fjölbýlishúsa við Garðarsbraut. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta vinna nánar tillögu að breytingu deiliskipulags á grunni fyrirliggjandi tillögu. Ráðið telur rétt að vinna með tvö þriggja hæða fjölbýlishús austanvert á Hjarðarholtstúni. Ennfremur leggur ráðið til að skoðað verði hvort hagkvæmt sé að gera ráð fyrir litlu fjölbýlishúsi sunnan Garðarsbrautar 79-83 í stað húss sem teiknað er við gatnamót Garðarsbrautar og Þverholts.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Nú liggur fyrir lýsing fyrir breytingu deiliskipulags svæðis sem afmarkast af Hjarðarhóli í norðri, Baughóli í austri, Þverholti í suðri og Garðarsbraut í vestri. Horft er til þéttingar íbúðarbyggðar á svæðinu. Skipulagslýsingin fjallar einnig um deiliskipulag þjónustusvæðis í Aksturslág og tilheyrandi breytingar aðalskipulags beggja deiliskipulagssvæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 145. fundur - 28.05.2024

Á 190. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag þjónustusvæðis í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts. Umsagnir og athugasemdir við skipulagslýsinguna bárust frá 18 aðilum, en það af lítur ráðið svo á að aðeins tvær umsagnir snúi með beinum hætti að breytingu deiliskipulags Stórhóls-Hjarðarholts. 1. Minjastofnun og 2. Vegagerðin.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 205. fundur - 03.12.2024

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags Stórhóls/Hjarðarholts á Húsavík ásamt skýringarmyndum og sneiðingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram til samræmis við umræður á fundinum.