Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjöld o.fl.gjöld.
Málsnúmer 202502039Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs lagði fram tillögu að endurskoðaðri samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, byggingarheimildargjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi. Ný gjaldskrá felur í sér óverulegar breytingar á gjaldaliðum en búnir eru til sérstakir gjaldaliðir vegna gatnagerðargjalda iðnaðarsvæðis á Bakka sem og sjálfstæður liður fyrir gjaldtöku vegna byggingarheimilda.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytt samþykkt um gatnagerðarjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, byggingarheimildargjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld skv. framlagðri tillögu verði samþykkt.
2.Loftlagsstefna Norðurlands eystra
Málsnúmer 202601048Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunar drög að Loftlagsstefnu Norðurlands eystra.
Skipulags-og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við drög að Loftlagsstefnu Norðurlands eystra og vísar þeim til umfjöllunar í sveitarstjórn.
3.Umhverfisátak Norðurþings á lóðum 2026
Málsnúmer 202601059Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði áform um átak í umgengni og hreinsun lóða í þéttbýli í Norðurþingi árið 2026.
Sviðsstjóri gerði ráðinu grein fyrir átaki sem gengur meðal annars út á að bæta ásýnd og útlit lóða í sveitarfélaginu.
Lóðarhöfum verða send bréf þar sem skorað er á þau að taka til, ganga frá lóðum, henda rusli og bílflökum. Þá verði áskorun til allra lóðarhafa einnig birt á heimasíðu Norðurþings.
Bregðist lóðarhafar ekki við áskorunum verði farið í frekari aðgerðir sem heilbrigðisnefnd fylgi eftir.
Sviðsstjóri fór einnig yfir verkferil mála þegar til þess kemur að heilbrigðisnefnd þurfi að beita þvingunarúrræðum og framkvæma lóðahreinsun á kostnað lóðarhafa.
Lóðarhöfum verða send bréf þar sem skorað er á þau að taka til, ganga frá lóðum, henda rusli og bílflökum. Þá verði áskorun til allra lóðarhafa einnig birt á heimasíðu Norðurþings.
Bregðist lóðarhafar ekki við áskorunum verði farið í frekari aðgerðir sem heilbrigðisnefnd fylgi eftir.
Sviðsstjóri fór einnig yfir verkferil mála þegar til þess kemur að heilbrigðisnefnd þurfi að beita þvingunarúrræðum og framkvæma lóðahreinsun á kostnað lóðarhafa.
4.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði
Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum bílastæðasjóðs árið 2026.
Fyrir liggur að hagnaður af rekstri bílastæðasjóðs Norðurþings nam kr. 2.548.797- á árinu 2025.
Sviðsstjóri kynnti hugmyndir að framkvæmdum á vegum sjóðsins árið 2026.
Sviðsstjóri kynnti hugmyndir að framkvæmdum á vegum sjóðsins árið 2026.
5.Umferðaröryggisáætlun Norðurþings
Málsnúmer 202601061Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu mat á kostnaði vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Fyrir ráðinu liggur mat á áætluðum kostnaði við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Norðurþing.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og vísar því til fjárhagsáætlunar 2027.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og vísar því til fjárhagsáætlunar 2027.
6.Nýtt deiliskipulag Stórhóll- Hjarðarholt
Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 20. janúar 2026 kemur fram að Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að gera breytingu á áður samþykktri tillögu að deiliskipulagi Stórhóls-Hjarðarholts á Húsavík til að samræma deiliskipulagið nýsamþykktri breytingu aðalskipulags. Þannig heimilar deiliskipulagstillagan fimm nýjum íbúðum fleira á skipulagssvæðinu en aðalskipulagið heimilar. Einnig bendir stofnunin á óskýrleika varðandi umfjöllun um fjölda íbúða í greinargerð, sérskilmálum og skilmálatöflu. Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að lagfæringum skipulagstillögunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Stórhól - Hjarðarholt verði samþykkt eins og hún var lögð fram á fundinum. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Fundi slitið - kl. 14:30.