Fara í efni

Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 173. fundur - 07.11.2023

Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman minnisblað um möguleika til gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði á Húsavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 179. fundur - 23.01.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu minnisblað sitt vegna gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Húsavíkur, ásamt kynningarefni frá Parka.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sviðsstjóra fyrir kynninguna og leggur til að hann boði stjórn hafnasjóðs til fundar, um málið, með ráðinu á næstunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 182. fundur - 27.02.2024

Fulltrúi stjórnar hafnarsjóðs Norðurþings mætti á fund ráðsins.
Eiður Pétursson, formaður stjórnar hafnasjóðs Norðurþings, sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að með gjaldtöku á bílastæðum sé hægt að stýra umferð um hafnasvæðið á Húsavík á valin gjaldfrjáls bílastæði annarsstaðar í bænum og leggur því til við byggðarráð að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið. Málið verður tekið fyrir aftur þegar afstaða byggðarráðs liggur fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 458. fundur - 07.03.2024

Fyrir byggðarráði liggur frá skipulags- og framkvæmdaráði tillaga að stofnun bílastæðasjóðs fyrir Norðurþing.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna möguleika á stofnun bílastæðasjóðs Norðurþings og kynna fyrir ráðinu að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 461. fundur - 11.04.2024

Á fundi byggðarráðs þann 7. mars sl. fól ráðið sveitarstjóra að kanna möguleika á stofnun bílastæðastjóðs og kynna fyrir ráðinu að nýju.

Fyrir ráðinu liggja drög að samþykkt fyrir Bílastæðasjóð Norðurþings og drög að gjaldskrá ásamt minnisblaði frá sveitarstjóra um feril málsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að stofnun Bílastæðasjóðs Norðurþings og vísar frekara skipulagi og útfærslu gjaldskyldra bílastæða til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Á 461. fundi byggðarráðs 11. apríl 2024, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að stofnun Bílastæðasjóðs Norðurþings og vísar frekara skipulagi og útfærslu gjaldskyldra bílastæða til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umfjöllunar í Stjórn hafnasjóðs og lokaútfærslu í byggðarráði. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 22. fundur - 24.04.2024

Fyrir stjórn liggur til umföllunar og athugasemda tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs um gjaldskyld bílastæði á hafnarsvæði Húsavíkurhafnar.

Með fundarboði fylgja einnig til kynningar drög að samþykktum og gjaldskrá fyrir bílastæðasjóð Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs leggur til að gjaldtaka bílastæða verði einungis á miðhafnarsvæðinu sumarið 2024.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 188. fundur - 07.05.2024

Á 22. fundi stjórnar hafnasjóðs 24.04.2024, var eftirfarandi bókað: Stjórn Hafnasjóðs leggur til að gjaldtaka bílastæða verði einungis á miðhafnarsvæðinu sumarið 2024.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir bókun stjórnar Hafnasjóð og vísar málinu til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 464. fundur - 16.05.2024

Á 188. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 07.05.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir bókun stjórnar Hafnasjóðs og vísar málinu til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að gjaldtaka bílastæða verði einungis á miðhafnarsvæðinu sumarið 2024.