Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

179. fundur 23. janúar 2024 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Birna Björnsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Eysteinn Heiðar Kristjánsson
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sátu fundinn undir fundarlið 3.

1.Deiliskipulag Garðarsbrautar 44-48

Málsnúmer 202312069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Garðarsbrautar 44-48.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun á Garðarsbraut 62

Málsnúmer 202401044Vakta málsnúmer

Fasteignafélag Sölkuveitinga ehf. óskar eftir heimild til að breyta rými á efri hæð Garðarsbrautar 62 í íbúð. Fyrir liggja teikningar unnar af Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við að rýminu verði breytt í íbúð og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

3.Umsókn um lóð fyrir verslunarmiðstöð í landi Húsavíkur við Norðausturveg

Málsnúmer 202401095Vakta málsnúmer

Ásgeir Ásgeirsson, f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf., óskar eftir lóð undir nýja verslunarmiðstöð við Norðausturveg sunnan Þorvaldsstaðaár eins og nánar kemur fram í kynningargögnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýst vel á framlagðar hugmyndir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við skipulag svæðisins. Ráðið hefur verið upplýst um túnblett sem er á erfðafestu og er að hluta til á fyrirhuguðu skipulagssvæði.

4.InstaVolt Iceland ehf.óskar eftir stæðum fyrir hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 202306052Vakta málsnúmer

InstaVolt kynnti áform um endanlega staðsetningu hraðhleðslustöðva í miðbæ Húsavíkur sem fyrirhugað er að koma í gagnið á næstu vikum og óskar einnig eftir að fá að setja upp auglýsingaskilti á horni Ketilsbrautar og Vallholtsvegar.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu óskir InstaVolt um endanlega staðsetningu hraðhleðusstöðva í miðbæ Húsavíkur. Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að sett verði upp skilti í samráði við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

5.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu minnisblað sitt vegna gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Húsavíkur, ásamt kynningarefni frá Parka.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sviðsstjóra fyrir kynninguna og leggur til að hann boði stjórn hafnasjóðs til fundar, um málið, með ráðinu á næstunni.

6.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi

Málsnúmer 202210111Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 9. janúar sl. samþykkti ráðið að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs væri falið að eiga samtal við nágrannasveitarfélög Norðurþings um mögulegt samstarf um minkaveiðar.
Með fundarboði fylgdi minnisblað sviðsstjóra þar sem hann gerir grein fyrir samtölum sínum við nágrannasveitarfélögin og niðurstöðum þeirra viðræðna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að skipuleggja refa- og minkaveiðar í Norðurþingi innan þeirra fjárheimilda sem samþykktar voru í málaflokkinn í fjárhagsáætlun 2024.

Fundi slitið - kl. 15:00.