Fara í efni

InstaVolt Iceland ehf.óskar eftir stæðum fyrir hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 202306052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 161. fundur - 20.06.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá HS Orku um stæði fyrir hraðhleðslustöðvar frá InstaVolt Iceland ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við HS Orku og InstaVolt Iceland ehf. og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 167. fundur - 12.09.2023

Til kynningar eru drög af leigusamningi við InstaVolt Iceland ehf. fyrir stæðum undir hraðhleðslustöðvar.
Lagt fram til kynningar. Endanlegur samningur verður til umfjöllunar í ráðinu þegar hann liggur fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 179. fundur - 23.01.2024

InstaVolt kynnti áform um endanlega staðsetningu hraðhleðslustöðva í miðbæ Húsavíkur sem fyrirhugað er að koma í gagnið á næstu vikum og óskar einnig eftir að fá að setja upp auglýsingaskilti á horni Ketilsbrautar og Vallholtsvegar.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu óskir InstaVolt um endanlega staðsetningu hraðhleðusstöðva í miðbæ Húsavíkur. Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að sett verði upp skilti í samráði við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.