Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

161. fundur 20. júní 2023 kl. 13:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1 - 4.

Elvar Árni Lund sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs vék af fundi kl. 14:10.

1.Kostnaðaráætlun vegna færanlegra skólastofa vegna lausnar á húsnæðismálum frístundar

Málsnúmer 202306076Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur áætlaður kostnaður vegna 180 m² færanlegra skólastofa sem áformað er að koma fyrir í ágúst. Verð á skólastofum er 33,6 m.kr samsettar og komnar á staðinn, annar frágangur lagnir ofl. er áætlað 10,6 m.kr. Samtals áætlaður kostnaður er því 44,2 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðauki vegna frístundahúsnæðis, breyting á fjárfestingu 2023-2026

Málsnúmer 202306076Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur viðauki vegna breytingar á fjárfestingu á árinu 2023, heildarfjárfesting er áætluð 44,2 m.kr vegna færanlegra skólastofa sem teknar verða í notkun á næstu mánuðum.
Áætlað var að ráðstafa 100 m.kr til byggingar frístundar á árinu 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur fram fyrirliggjandi viðauka að upphæð 44.259.819 kr. og vísar honum til samþykktar og staðfestingar í byggðarráði.

Birkir Freyr Stefánsson óskar bókað, að hann leggst gegn viðauka á fjárlögum vegna frístundahúsnæðis. Það þarf að fá betri greiningu á hver stærð húsnæðisins þarf að vera. Hvar er besta staðsetning þess. Og ef það verður farið í þessa byggingu, er þá ekki betra að gera þetta betur með steyptum sökkli og þaki svo það verði hægt að notast við þessa fjárfestingu til lengri tíma?

3.Ýmis umhverfisverkefni vinnuskóla

Málsnúmer 202306058Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur minnisblað verkefnisstjóra á íþrótta og tómstundasviði um ýmis umhverfisverkefni vinnuskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að vinnuskólar Norðurþings fegri umhverfi í Norðurþingi í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.

4.InstaVolt Iceland ehf.óskar eftir stæðum fyrir hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 202306052Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá HS Orku um stæði fyrir hraðhleðslustöðvar frá InstaVolt Iceland ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga til samninga við HS Orku og InstaVolt Iceland ehf. og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Áskorun frá aðalfundi Skógræktarfélags Húsavíkur

Málsnúmer 202306018Vakta málsnúmer

Á 432. fundi byggðarráðs 8. júní 2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar Skógræktarfélagi Húsavíkur fyrir áskorunina og vísar henni til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

6.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningartíma deiliskipulagstillögu skólasvæðis á Húsavík. Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum aðilum. 1. Slökkvilið Norðurþings (tölvupóstur dags. 18. apríl). 2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir (bréf dags. 1. júní). 3. Minjastofnun (bréf dags. 1. júní). og 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (bréf dags. 25. apríl).
1. Slökkvilið Norðurþings gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna sem slíka en veitir ábendingar varðandi hönnun mögulegrar viðbyggingar við íþróttahöllina.
Viðbrögð: Ábendingar gefa ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögu.

2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir:
2.1. Guðrún og Kristín telja að viðbygging við íþróttahöll eigi að tengjast íþróttastarfsemi. Þar vanti m.a. lyftingaraðstöðu. Verði húsnæði fyrir frístund byggt við íþróttahöll eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir er búið að þrengja að stækkun hallarinnar fyrir íþróttastarfsemi.
Viðbrögð: Nú hefur verið ákveðið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla. Ráðið fellst á að fella úr texta greinargerðar ákvæði um að viðbygging við íþróttahöll skuli sérstaklega ætluð undir starfsemi frístundar.
2.2. Guðrún og Kristín telja aðstöðu fyrir frístund eigi að byggja upp innan skólans.
Viðbrögð: Ákveðið hefur verið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla.


3. Minjastofnun: Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku deiliskipulagsins.

7.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag íbúðarsvæðis á Kópaskeri. Markmið skipulagsins er að skipuleggja lóðir fyrir allt að 16 lóðir undir einbýlishús og parhús. Skipulagssvæðið er norðan Duggugerðis og norðurmörk þess liggja við núverandi skjólbelti í túni. Stærð skipulagssvæðis er 4,4 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

8.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Hótel Skúlagarð

Málsnúmer 202306028Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar vegna veitingu rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki IV-A að Skúlagarði í Kelduhverfi. Rekstraraðili er Fógeti ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð, í umboði sveitarstjórnar Norðurþings, felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

9.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi veitinga fyrir Sjoppan Mín Húsavík

Málsnúmer 202306051Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar vegna veitingu rekstrarleyfis til reksturs kaffihúss (veitingaleyfi E) að Héðinsbraut 6. Rekstraraðili er Djákninn ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

10.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Ketilsbraut 20

Málsnúmer 202306029Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar vegna veitingu rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II-C (minna gistiheimili) að Ketilsbraut 20 á Húsavík. Rekstraraðili er Fógeti ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

11.Ósk um umsögn um viðbætur við rekstrarleyfi veitinga fyrir Hlöðufell Restaurant ehf.

Málsnúmer 202306043Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar vegna breytingar rekstrarleyfis til sölu veitinga á útisvæði við Hlöðufell á Húsavík. Rekstraraðili er Hlöðufell Restaurant ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið og áréttar að leyfið til veitinga á útisvæði nái eingöngu til miðnættis.

12.Ósk um leyfi fyrir drykkjarfonti við Kvíabekk

Málsnúmer 202306039Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að setja drykkjarfont við Kvíabekk.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að Orkuveita Húsavíkur setji upp drykkjarfont við Kvíabekk.

13.Umsókn um leyfi fyrir breytingum á Stóragarði 15

Málsnúmer 202306030Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að breyta neðri hæð Stóragarðs 15 í tvær íbúðir. Þar var áður rekin ljósmyndastofa. Fyrir liggja teikningar unnar af Ragnari F Guðmundssyni arkitekt hjá Kollgátu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir breytingunum þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

14.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn vísaði málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar áframhaldandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

15.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Boðagerði 12

Málsnúmer 202306048Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Boðagerði 12 á Kópaskeri. Fyrir liggur teikning unnin af Rögnvaldi Harðarsyni byggingarfræðingi hjá Rögg teiknistofu. Viðbygging er úr timbri og 40,3 m² að grunnfleti. Fyrir liggur að nágrannar hafa fyrir sitt leiti samþykkt fyrirhugaða viðbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

16.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Hraunholti 22-24

Málsnúmer 202306023Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni að Hraunholti 22-24. Hönnunarstjóri er Magnús Valur Benediktsson byggingarfræðingur. Brúttóflötur húss er 211,4 m² sem skiptist að jöfnu milli íbúðanna tveggja. Húsið er timburhús og fyrirhugað að klæða það að utan með lóðréttri lerkiklæðningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð bygging sé í samræmi við deiliskipulag og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

17.Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi að Hraunholti 26-28

Málsnúmer 202306024Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni að Hraunholti 26-28. Hönnunarstjóri er Magnús Valur Benediktsson byggingarfræðingur. Brúttóflötur húss er 211,4 m² sem skiptist að jöfnu milli íbúðanna tveggja. Húsið er timburhús og fyrirhugað að klæða það að utan með lóðréttri lerkiklæðningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð bygging sé í samræmi við deiliskipulag og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

18.Umsókn um lóðarstækkun að Fossvöllum 17

Málsnúmer 202306009Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Fossvöllum 17 óska eftir lóðarstækkun inn á óráðstafan reit milli lóða að Reykjaheiðarvegi 2 og Fossvalla 17. Áður var búið að bjóða lóðarhafa að Reykjaheiðarvegi 2 þennan reit en hann vildi ekki taka við honum.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar að umsækjendum verði veitt umbeðin lóðarstækkun.

19.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Lund gistiheimili

Málsnúmer 202306021Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til viðbyggingar við Lund gistiheimili í Öxarfirði. Teikning er unnin af Birni Sveinssyni byggingartæknifræðingi. Viðbygging verður steinsteypt, 64,8 m² að grunnfleti.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni.

Fundi slitið - kl. 15:25.