Fara í efni

Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 118. fundur - 09.05.2022

Fjölskylduráð hefur til kynningar fyrstu drög frá SE Group varðandi hönnun skíðasvæðisins við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð fór yfir tillögur frá SE Group varðandi hönnun á heilsársútivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna málið fyrir skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar með samráðshópi sem áður hefur fjallað um möguleika útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Samráðshópurinn mun skila af sér athugasemdum og tillögum við fyrstu drög SE Group. Að þeim fundum loknum mun málið verða tekið fyrir hjá fjölskylduráði að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 128. fundur - 21.06.2022

Á 118. fundi fjölskylduráðs 9. maí, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð fór yfir tillögur frá SE Group varðandi hönnun á heilsársútivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna málið fyrir skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar með samráðshópi sem áður hefur fjallað um möguleika útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Samráðshópurinn mun skila af sér athugasemdum og tillögum við fyrstu drög SE Group. Að þeim fundum loknum mun málið verða tekið fyrir hjá fjölskylduráði að nýju. Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kom á fundinn og kynnti stöðu mála.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Kjartani fyrir kynninguna.

Fjölskylduráð - 147. fundur - 04.04.2023

Fjölskylduráð hefur til kynningar hönnun á heilsárs útivistarsvæði Norðurþings við Reyðarárhnjúk. Verkið er unnið af ráðgjafastofuna SE Group í samráði við hagaðila.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kynna hönnunarskýrsluna fyrir starfandi samráðshópi um uppbyggingu heilsárs útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 155. fundur - 02.05.2023

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hönnun skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Kjartani Páli Þórarinssyni íþrótta- og tómstundarfulltrúa fyrir kynninguna.

Fjölskylduráð - 153. fundur - 23.05.2023

Fjölskylduráð Norðurþings fjallar um hönnunarskýrslu SE Group á skíðasvæðinu við Húsavík.

Samráðshópur áhugafólks hefur unnið að verkinu frá upphafi og fjallað um þá hönnun er fyrir liggur.

Á vinnnufundi þann 11. maí 2023 bókaði vinnuhópurinn eftirfarandi ályktun:
Almenn ánægja er með niðurstöður skýrslunnar. Frá fyrstu hönnunardrögum hefur svæðið verið einfaldað. Möguleikar á heilsársnýtingu svæðis eru kannaðir.

Bent er á 4 atriði í lyftumálum
Lenging á núverandi lyftu
Ný 1300m stólalyfta
Ný toglyfta fyrir ofan núverandi lyftu
Töfrateppi

Bílastæði og þjónustusvæði er nálægt fyrirhuguðu göngusvæði

Nú eru til staðar hönnunargögn sem hægt er að vinna út frá í uppbyggingu svæðisins í framtíðinni. Allar stærri framkvæmdir á svæðinu munu kalla á frekari vinnu og greiningu sem hægt er að vinna eftir því sem uppbyggingu svæðisins miðar áfram.

Nánari staðsetning á endastöðum lyftna yrði ákveðin út frá hæðarmælingum og snjómælingu. Hönnunarskjalið og lyftuteiknigar gefa grófa vísbendingu um bestu kosti svæðisins.
Fjölskylduráð þakkar samráðshópi áhugafólks fyrir aðkomu þeirra að vinnu við hönnun heilsárs útivistarsvæðisins við Reyðarárhnjúk. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Á 153. fundi fjölskylduráðs 23. maí 2023, var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð þakkar samráðshópi áhugafólks fyrir aðkomu þeirra að vinnu við hönnun heilsárs útivistarsvæðisins við Reyðarárhnjúk. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Soffía, Hafrún og Aldey.

Tillaga
Undirrituð leggja til að skipulags- og framkvæmdaráð taki skýrslu um hönnun útivistarsvæðisins við Reyðarárhnjúk til umfjöllunar samhliða umfjöllun um framkvæmda- og fjárhagsáætlun m.t.t. áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu. Jafnframt verði niðurstaða fundar með samráðshópi um uppbyggingu svæðisins nýtt til að forgangsraða framkvæmdum á svæðinu á komandi árum svo sem að bæta aðgengi og aðstöðu fyrir fólk og tæki. Enn fremur að áfram verði unnið með samráðshópnum að eflingu svæðisins.

Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 161. fundur - 20.06.2023

Sveitarstjórn vísaði málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar áframhaldandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk til fjárhagsáætlunargerðar 2024.