Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

155. fundur 02. maí 2023 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur sat fundinn undir lið 2.

1.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hönnun skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Kjartani Páli Þórarinssyni íþrótta- og tómstundarfulltrúa fyrir kynninguna.

2.Gatnagerð íbúðasvæði Í5, Reiturinn

Málsnúmer 202304076Vakta málsnúmer

Umræður um hönnun á gatnagerð á svæði Í5.
Rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur kynnti áætlanir OH á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Benedikt Þór Jakobssyni rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að undirbúa fyrsta áfanga gatnagerðar á íbúðasvæði Í5, Reitnum.

3.Lausar lóðir í Norðurþingi

Málsnúmer 202304077Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um lóðaframboð í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag íbúðasvæðis, Í1 norðan Lyngbrekku.

4.Umsókn um lóð að Hraunholti 30

Málsnúmer 202304070Vakta málsnúmer

Björn Hákon Sveinsson óskar eftir úthlutun lóðar að Hraunholti 30 undir byggingu einbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjanda.

5.Samningur við Yggdrasil Carbon ehf. um landsvæði við Saltvík

Málsnúmer 202304072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samningi við Yggdrasil Carbon um skógræktarland við Saltvík til samræmis við bókun ráðsins 22. nóvember s.l. Ennfremur liggur fyrir hnitsett afmörkun 160 ha lands sunnan heimreiðar að hesthúsi sunnan Saltvíkurbæjar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Yggdrasil Carbon á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Garðarsbraut 11

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Á 153. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var fjallað um leyfi til viðbyggingar við Garðarsbraut 11. Þá var byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna erindið. Umsækjandi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki nágranna fyrir viðbyggingunni og jafnframt jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

7.Starfsemi Frístundar 2023-2024

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir bókun fjölskylduráðs um aðstöðu Frístundar 2023-2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Vinnufundur með VERKÍS

Málsnúmer 202305003Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur óskað eftir vinnufundi með VERKÍS vegna þeirra framkvæmda sem VERKÍS hefur umsjón með hjá Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að undirbúa vinnufund ráðsins með VERKÍS fimmtudaginn 11. maí n.k.

9.Framkvæmdir við Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202305004Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti framkvæmdir við Hafnarstétt 17 og aðkomu Norðurþings að þeim.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.