Fara í efni

Samningur við Yggdrasil Carbon ehf. um landsvæði við Saltvík

Málsnúmer 202304072

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 155. fundur - 02.05.2023

Fyrir liggur tillaga að samningi við Yggdrasil Carbon um skógræktarland við Saltvík til samræmis við bókun ráðsins 22. nóvember s.l. Ennfremur liggur fyrir hnitsett afmörkun 160 ha lands sunnan heimreiðar að hesthúsi sunnan Saltvíkurbæjar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Yggdrasil Carbon á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 134. fundur - 11.05.2023

Á 155. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Yggdrasil Carbon á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.