Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

134. fundur 11. maí 2023 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Halldór Jón Gíslason 2. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2022 til síðari umræðu.

Einnig liggur fyrir ársreikningur hafnasjóðs fyrir árið 2022 til staðfestingar.
Til máls tóku undir umræðu um ársreikning Norðurþings: Katrín, Áki, Hafrún og Hjálmar.

Sveitarstjórn Norðurþings bókar:
Heilt yfir er rekstur Norðurþings fyrir árið 2022 heldur betri en árið áður og skilar ívið meiri framlegð hjá A-hluta. Reksturinn er betri en áætlunin gerði ráð fyrir, en það ber að taka tillit til þess að sú áætlun var unnin á haustmánuðum 2021 þegar svartsýni gætti sökum covid- faraldurs.
Laun og launatengd gjöld eru að hækka á milli ára en sem hlutfall af rekstrartekjum stendur prósentan nánast í stað á milli ára. Á milli ára er fjöldi meðalstöðugilda að aukast um 14 stöðugildi hjá sveitarfélaginu en það á að mestu leyti sér eðlilegar skýringar. Fjármagnsliðir voru neikvæðir á árinu en frávikið liggur í vöxtum og verðbótum en vaxtastig og verðbólga voru mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun ársins, sem skapast af því ástandi sem efnahagslífið býr við um þessar mundir.
Tekjur eru að hækka töluvert mikið á milli ára og handbært fé hækkaði um 530 millj. kr. milli ára og var 1.457 millj. í árslok. Það skýrist meðal annars af því að ekki var framkvæmt eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er sterkt en það hækkar og var 2,02 í árslok samanborið við 1,88 í ársbyrjun.
Skuldir við lánastofnanir lækka á milli ára og engin ný lán voru tekin á árinu.
Skuldahlutfall samstæðu sveitarfélagsins sem reiknað er í samræmi við reglur um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga var 67% í árslok 2022 samanborið við 77% í ársbyrjun. Hjá A-hlutanum var skuldahlutfallið 55% í árslok 2022 samanborið við 65% í ársbyrjun. Skuldahlutfallið lækkar þrátt fyrir aukningu heildarskulda en það skýrist helst af því að tekjur hækka nokkuð milli ára. Skuldir á hvern íbúa í sveitarfélaginu eru tæplega kr. 1,4 millj. kr.
Áframhaldandi áskoranir eru augljósar í rekstri sveitarfélaga og hjá okkur eru stórar framkvæmdir framundan en við teljum að sveitarfélagið sé í stakk búið til að taka þeim áskorunum með áframhaldandi aga í rekstri og án þess að skerða þjónustu við íbúa.


Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2022 er samþykktur samhljóða.


Til máls tók undir umræðu um ársreikning Hafnasjóðs: Áki.

Ársreikningur hafnasjóðs fyrir árið 2022 er samþykktur samhljóða.


Ársreikningar verða birtir á vefsíðu sveitarfélagsins.

2.Stofnframlag HMS vegna Bjargs íbúðafélags

Málsnúmer 202202021Vakta málsnúmer

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur óskað eftir staðfestingu sveitarstjórnar á veitingu stofnframlags til Bjargs íbúðafélags. Í erindi HMS kemur fram að ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess í sérstöku skjali. Auk þess er óskað eftir staðfestingu á lóðarúthlutun og lóðarverði. Veittur er frestur til 12. maí nk. til að skila umbeðnum gögnum.

Á 428. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
„Byggðarráð felur sveitarstjóra að staðfesta umsókn Bjargs íbúðafélags hses. og vinna að útfærslu á greiðslu stofnframlags sveitarfélagsins.“

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgir sundurliðun á fjárhæð stofnframlags af hálfu Norðurþings.

Til máls tóku: Katrín, Aldey, Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir samhljóða að veita Bjargi íbúðafélagi hses stofnframlag fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða raðhúss að Lyngholti 42-52 á Húsavík skv. innsendri umsókn.
Forsenda fyrir veitingu stofnframlags Norðurþings er að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.
Ákvörðun um veitingu stofnframlags Norðurþings fellur niður án tilkynningar ef þetta skilyrði er ekki uppfyllt.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Norðurþings samhljóða að gerð verði krafa um endurgreiðslu stofnframlags sveitarfélagsins í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016.
Þannig nýtir sveitarfélagið heimild sína til að binda veitingu stofnframlags skilyrði um að það verði endurgreitt þegar lán, tekin til að standa undir fjármögnun þeirra íbúða sem veitt hefur verið stofnframlag til, hafa verið greidd upp.

Sveitarstjórn vísar til byggðarráðs ákvörðun um aðild að stjórn eða fulltrúaráði.

3.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Á 429. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukasamning og uppfæra álitsgerð KPMG miðað við uppfærðan kostnað verkefnisins. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.

Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.

Einnig liggur fyrir sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag heilbrigðisráðuneytis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu hjúkrunarheimilisins.
Til máls tók: Katrín.

Samþykkt samhljóða.

4.Ferðaþjónusta aldraðra og öryrkja

Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer

Á 150. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tók: Helena.

Reglurnar eru samþykktar samhljóða.

5.Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Á 150. fundi fjölakylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Reglurnar eru samþykktar samhljóða.

6.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Á 150. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf ráðsins með áorðnum breytingum og vísar erindisbréfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um lóð að Hraunholti 30

Málsnúmer 202304070Vakta málsnúmer

Á 155. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjanda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Samningur við Yggdrasil Carbon ehf.um landsvæði við Saltvík

Málsnúmer 202304072Vakta málsnúmer

Á 155. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Yggdrasil Carbon á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Fjölskylduráð - 148

Málsnúmer 2304002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 148. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjölskylduráð - 149

Málsnúmer 2304006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 149. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 3 "Sundlaugin í Lundi - rekstur Sumarið 2023": Helena, Halldór og Soffía.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

11.Fjölskylduráð - 150

Málsnúmer 2304008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 150. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjölskylduráð - 151

Málsnúmer 2304014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 151. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 3 "Starfsemi Frístundar 2023-2024": Aldey, Hjálmar, Áki og Helena.

Til máls tóku undir lið 4 "Erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna frístundahúsnæði": Benóný, Hjálmar, Soffía, Aldey, Helena og Eiður.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 153

Málsnúmer 2304001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 153. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 4 "Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Stóragarði 20": Halldór, Katrín og Áki.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 154

Málsnúmer 2304007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 154. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 155

Málsnúmer 2304013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 155. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 427

Málsnúmer 2304004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 427. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Byggðarráð Norðurþings - 428

Málsnúmer 2304009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 428. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 429

Málsnúmer 2304015FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 429. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 11

Málsnúmer 2304012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 11. fundar stjórnar Hafnajóðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 12

Málsnúmer 2305002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 12. fundar stjórnar Hafnajóðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Orkuveita Húsavíkur ohf - 242

Málsnúmer 2304005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 242. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

22.Orkuveita Húsavíkur ohf - Aðalfundur

Málsnúmer 2304010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð aðalfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

23.Orkuveita Húsavíkur ohf - 244

Málsnúmer 2304011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 244. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.