Fara í efni

Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags

Málsnúmer 202202021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 387. fundur - 10.02.2022

Sveitarfélaginu hefur borist kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags sem vill kanna áhugann á samstarfi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Bjarg er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félagið var stofnað 2016 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB og er ætlað að tryggja lekjulágum fjölskylum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði. Bjarg vinnur samkævmt lögum um almennar íbúðir og hefur að leiðarljósi að veita leigutökum hvar sem er á landinu húsnæðisöryggi.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á samstarfi við Bjarg íbúðarfélag og felur sveitarstjóra að setja sig í samband við félagið.

Byggðarráð Norðurþings - 428. fundur - 27.04.2023

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vegna umsóknar frá Bjargi íbúðafélagi hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt er um vegna byggingar á 6 íbúðum á Húsavík, Norðurþingi. Leigjendahópurinn er tekju- og eignalágir á vinnumarkaði. Stofnvirði íbúða skv. umsókn er kr. 297.476.622.

Með erindi þessu er óskað eftir því að sveitarstjórn Norðurþings staðfesti hvort sveitarfélagið hafi samþykkt umsókn framangreinds umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags. Í því samhengi er bent á að það er forsenda fyrir veitingu stofnframlags ríkisins að sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag sveitarfélags, sbr. 7. mgr. 11. gr. laga nr. 52/2016.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að staðfesta umsókn Bjargs íbúðafélags hses. og vinna að útfærslu á greiðslu stofnframlags sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 134. fundur - 11.05.2023

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur óskað eftir staðfestingu sveitarstjórnar á veitingu stofnframlags til Bjargs íbúðafélags. Í erindi HMS kemur fram að ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess í sérstöku skjali. Auk þess er óskað eftir staðfestingu á lóðarúthlutun og lóðarverði. Veittur er frestur til 12. maí nk. til að skila umbeðnum gögnum.

Á 428. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
„Byggðarráð felur sveitarstjóra að staðfesta umsókn Bjargs íbúðafélags hses. og vinna að útfærslu á greiðslu stofnframlags sveitarfélagsins.“

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgir sundurliðun á fjárhæð stofnframlags af hálfu Norðurþings.

Til máls tóku: Katrín, Aldey, Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir samhljóða að veita Bjargi íbúðafélagi hses stofnframlag fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða raðhúss að Lyngholti 42-52 á Húsavík skv. innsendri umsókn.
Forsenda fyrir veitingu stofnframlags Norðurþings er að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.
Ákvörðun um veitingu stofnframlags Norðurþings fellur niður án tilkynningar ef þetta skilyrði er ekki uppfyllt.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Norðurþings samhljóða að gerð verði krafa um endurgreiðslu stofnframlags sveitarfélagsins í samræmi við 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016.
Þannig nýtir sveitarfélagið heimild sína til að binda veitingu stofnframlags skilyrði um að það verði endurgreitt þegar lán, tekin til að standa undir fjármögnun þeirra íbúða sem veitt hefur verið stofnframlag til, hafa verið greidd upp.

Sveitarstjórn vísar til byggðarráðs ákvörðun um aðild að stjórn eða fulltrúaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 434. fundur - 29.06.2023

Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna umsóknar Norðurþings um stofnframlag vegna nýbyggingar Bjargs íbúðafélags á 6 íbúða raðhúsi við Lyngholt fyrir tekjulága- og eignaminni einstaklinga. Umsóknin er í samræmi við markmið laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerðar nr. 183/2020 og uppfyllir þau skilyrði sem þar eru sett fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins.

HMS samþykkir að veita 18% stofnframlag vegna byggingar
framangreindra íbúða miðað við stofnvirði að fjárhæð kr. 297.476.622,-.

Stofnframlag sveitarfélagsins er 12% eða 35.697.195 kr.
Byggðarráð fagnar niðurstaðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna umsóknar Norðurþings um stofnframlag vegna nýbyggingar Bjargs íbúðafélags á 6 íbúða raðhúsi við Lyngholt fyrir tekjulága- og eignaminni einstaklinga.

Ráðið felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð 35.697.195 kr. á næstu vikum.