Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

387. fundur 10. febrúar 2022 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Aldey Unnar Traustadóttir situr fundinn í fjarfundi.

Undir lið 1 sátu Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.
Gunnar Skúlason, Vala Hauksdóttir og Jóhann M. Ólafsson komu inn á fundinn samtímis fyrir hönd Bjargar Capital.

Undir lið 1 sátu frá hverfisráði Raufarhafnar, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir formaður, Kolbrún Valbergsdóttir og Elva Björk Óskarsdóttir. Einnig sat fundinn undir þessum lið Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar á Raufarhöfn.

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Á 386. fundi byggðarráðs þann 03.02.2022 var bókað. Nú liggja fyrir frekari gögn frá Björgu Capital um væntingar þeirra til sveitarfélagsins um kaup á lóðinni. Byggðarráð mun fjalla aftur um málið að viku liðinni með hverfisráði Raufarhafnar og forsvarsfólki Bjargar Capital.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn og upplýsandi og góðar umræður.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða til íbúafundar á Raufarhöfn í samstarfi við hverfisráð Raufarhafnar. Einnig verður hagaðilum boðið til fundarins. Á fundinum verða áform Bjargar Capital um uppbyggingu á SR lóðinni kynnt.

2.Íslandsþari ehf. - staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun 118. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 8. janúar 2022. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að sameina lóðir á suðurhafnarfyllingu til uppbyggingar stórþaravinnslu Íslandsþara. Þessi landfylling telst nú tilbúin til uppbyggingar. Ráðið telur að suðurhafnarfylling henti undir þessa uppbyggingu vegna nálægðar við sambærilega starfsemi og aðgengis að yfirheitu vatni og fráveitulögnum. Á hinn bóginn myndi 10.000 m² lóð á norðurhafnarfyllingunni skerða athafnasvæði sem mikilvægt er frekari uppbyggingu á Bakka.
Byggðarráð hefur fjallað um og fengið kynningar á verkefni Íslandsþara ehf. á undanförnum mánuðum, um nytjar á stórþara úti fyrir Norðurlandi. Áhugi er hjá fyrirtækinu að á Húsavík verði unnið úr þaranum afurðir á markaði erlendis. Beðið er ítarlegri greininga á áhrifum starfseminnar á nánasta umhverfi, kæmi til uppbyggingarinnar á Húsavík. Í ljósi gagnkvæms áhuga sveitarfélagsins á því að vinna verkefnið áfram sem og til samræmis við álit skipulags- og framkvæmdaráðs frá 8. febrúar sem snýr að sameiningu lóða á Suðurfyllingu, hvetur byggðarráð forsvarsmenn Íslandsþara ehf. til samtals við sveitarfélagið um úthlutun lóðar á Suðurfyllingu. Mikilvægt er að samhliða framvindu málsins verði íbúum sveitarfélagsins kynntar fyrirætlanir fyrirtækisins, markmið þess og áhrif á samfélagið.

3.Kjördæmadagar - fundur með þingmönnum 15.febrúar 2022

Málsnúmer 202202040Vakta málsnúmer

Sveitarstjóra barst erindi frá framkvæmdastjóra SSNE um að í 7. viku ársins séu fyrirhugaðir kjördæmadagar þingmanna kjördæmisins. Þriðjudaginn 15. febrúar verða fundir með þingmönnum kjördæmisins á starfssvæði SSNE og verða þeir rafrænir og fara fram á Teams.
Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um rekstur bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 202202051Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Sigríði Örvarsdóttur, þess efnis að samningi um rekstur bókasafna Norðurþings er sagt upp. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Menningarmiðstöð Þingeyinga séð um rekstur bókasafna Norðurþings, sem eru með starfsstöðvar á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri. Samningur sem tók gildi 1. janúar 2019 rann út 31. desember 2021. Bráðabirgðasamningur hefur verið í gildi frá 1. janúar 2022 og rennur hann út 31. mars 2022. Menningarmiðstöð Þingeyinga treystir sér ekki til að annast rekstur
Bókasafna Norðurþings áfram, eða frá og með 1. apríl 2022. Eru ástæðurnar aðallega
fjárhagslegs eðlis, en áður umsamdar greiðslur teljast ekki standa straum af kostnaði við rekstur bókasafnanna, ásamt forstöðu við þau og umsýslu, auk kostnaðar sem fellur til vegna húsnæðisins í Safnahúsinu á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og funda með forstöðumanni Menningarmiðstöðvar um mögulegt áframhald á samstarfi um rekstur bókasafnanna.

5.Fráveitutengigjald 2022

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun Orkuveitu Húsavíkur frá fundi nr. 227 haldinn þann 27. janúar 2022. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að hér eftir muni Orkuveita Húsavíkur sjálf innheimta gjald fyrir stofngjald holræsatenginga nýbygginga.

Lagt fram til kynningar.

6.Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti tillögur sveitarfélaga um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 20212022

Málsnúmer 202201109Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að rökstuðningi fyrir sérreglum sem sveitarfélagið hefur óskað eftir að gildi um úthlutun byggðakvóta í sveitafélaginu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu. Megin rökin fyrir óskum um sérreglur byggja á að ekki er til staðar fiskvinnsla á Kópaskeri.

7.Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags

Málsnúmer 202202021Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu hefur borist kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags sem vill kanna áhugann á samstarfi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Bjarg er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða. Félagið var stofnað 2016 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB og er ætlað að tryggja lekjulágum fjölskylum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði. Bjarg vinnur samkævmt lögum um almennar íbúðir og hefur að leiðarljósi að veita leigutökum hvar sem er á landinu húsnæðisöryggi.
Byggðarráð lýsir yfir áhuga á samstarfi við Bjarg íbúðarfélag og felur sveitarstjóra að setja sig í samband við félagið.

8.Skýrsla ráðherra um framvindu gildandi byggðaáætlunar

Málsnúmer 202202048Vakta málsnúmer

Skýrsla innviðaráðherra um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018- 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Fréttabréf SSNE 2022

Málsnúmer 202202050Vakta málsnúmer

Fyrsta fréttabréf SSNE er komið út. Í því eru fjölmörgum málum gerð skil er varða landshlutann allann. Meðal annars að 80 verkefnum var úthlutað styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, fjallað er um úthlutunarhátíð Uppbyggingarssjóðsin, umfjöllun er um heimsókn SSNE í seiðaeldisstöð á Tálknafjörð auk umfjöllunar um hvað sé framundan hjá Norðanáttinni. Fréttabréfið er lagt fram til kynningar í byggðarráði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2022

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 34. fundar stjórnar SSNE frá 28. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 48. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, föstudaginn 14. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 202111130Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vill vekja athygli á auglýsingu um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sem birt var í Stjórnartíðindum þann 2. febrúar sl.

Sjá: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=4949b24e-7490-4800-81f5-dc3b739b3c9d

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.