Fara í efni

Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 386. fundur - 03.02.2022

Til samræmis við umræður og ákvörðun byggðarráðs á fundi 385 mun sveitarstjóri ásamt lögmanni sveitarfélagsins gera grein fyrir framvindu viðræðna við Björgu Capital vegna tilboðs félagsins í fasteignir við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Nú liggja fyrir frekari gögn frá Björgu Capital um væntingar þeirra til sveitarfélagsins um kaup á lóðinni. Byggðarráð mun fjalla aftur um málið að viku liðinni með hverfisráði Raufarhafnar og forsvarsfólki Bjargar Capital.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Byggðarráð Norðurþings - 387. fundur - 10.02.2022

Á 386. fundi byggðarráðs þann 03.02.2022 var bókað. Nú liggja fyrir frekari gögn frá Björgu Capital um væntingar þeirra til sveitarfélagsins um kaup á lóðinni. Byggðarráð mun fjalla aftur um málið að viku liðinni með hverfisráði Raufarhafnar og forsvarsfólki Bjargar Capital.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn og upplýsandi og góðar umræður.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða til íbúafundar á Raufarhöfn í samstarfi við hverfisráð Raufarhafnar. Einnig verður hagaðilum boðið til fundarins. Á fundinum verða áform Bjargar Capital um uppbyggingu á SR lóðinni kynnt.

Byggðarráð Norðurþings - 388. fundur - 24.02.2022

Íbúafundur var haldinn á Raufarhöfn þann 23. febrúar. Á fundinum voru áform Bjargar Capital um uppbyggingu á SR lóðinni kynnt. Á mælendaskrá voru: Kristján Þór Magnússon - Sveitarstjóri, Jóhann R. Ólafsson - Björg Capital, Rögnvaldur Guðmundsson - SSNE.
Alls tóku tæplega 100 manns þátt í fundinum, bæði á staðnum og gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð þakkar íbúum á Raufarhöfn fyrir góðar og gagnlegar umræður á íbúafundi um uppbyggingu á SR lóðinni. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Björg Capital. Ráðið mun halda áfram að vinna að málinu í samráði við hverfisráð Raufarhafnar. Byggðarráð áformar að um miðjan mars muni liggja fyrir uppfærð drög að samningi við Björgu Capital sem hægt verði að kynna fyrir íbúum.

Byggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022

Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til áframhaldandi viðræðna og samningagerðar Norðurþings við Björgu Capital ehf. Einnig liggur fyrir byggðarráði að taka afstöðu til sameiginlegrar beiðni samningsaðila til sjávarútvegsráðherra, um að meta burðarþol á svæðinu með tilliti til árstíðarbundis fiskeldis í sjó og að sveitarfélagið leggist á sveif með félaginu og stuðli að því að friðunarlínum verði breytt.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögmanni fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð ítrekar að viðræður Norðurþings við Björgu Capital ehf. vegna sölu á SR- lóðinni á Raufarhöfn standa yfir. Byggðarráð telur hins vegar ekki forsendur fyrir því að að sveitarfélagið Norðurþing stuðli að því að friðunarsvæði í Þistilfirði vegna sjókvíaeldis verði breytt.
Skömmu fyrir fundinn barst nýtt erindi frá Björgu Capital ehf. í stað þess að Norðurþing leggist á sveif með félaginu og vinni að því nú að fá friðunarlínu breytt, er þess óskað að sveitarfélagið vinni að beiðni til sjávarútvegráðherra um að meta burðarþol á svæðinu í kringum Melrakkasléttu og í Öxarfirði utan friðarlínu, með tilliti til fiskeldis.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og ráðið mun taka afstöðu til erindisins á næsta fundi.

Byggðarráð Norðurþings - 395. fundur - 21.04.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Björgu Capital ehf. þar sem þess er óskað að sveitarfélagið vinni að beiðni til sjávarútvegráðherra um að meta burðarþol á svæðinu í kringum Melrakkasléttu og í Öxarfirði utan friðarlínu, með tilliti til fiskeldis.

Á síðasta fundi ráðsins var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 396. fundur - 12.05.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Björgu Capital ehf. þar sem þess er óskað að sveitarfélagið vinni að beiðni til sjávarútvegráðherra um að meta burðarþol á svæðinu í kringum Melrakkasléttu og í Öxarfirði utan friðarlínu, með tilliti til fiskeldis.

Á síðasta fundi ráðsins var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögmanni fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins. Einnig þarf sveitarfélagið að eiga samtal við sín hverfisráð og mun boða þau til fundar áður en lengra er haldið með málið og frekar ákvarðanir teknar.

Byggðarráð Norðurþings - 397. fundur - 25.05.2022

Á síðasta fundi ráðsins var bókað: Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins. Einnig þarf sveitarfélagið að eiga samtal við sín hverfisráð og mun boða þau til fundar áður en lengra er haldið með málið og frekar ákvarðanir teknar.

Formenn hverfisráða sitja fundinn í fjarfundi.
Byggðarráð þakkar fulltrúum hverfisráða fyrir komuna á fundinn.

Formaður byggðarráðs fór yfir stöðu málsins og var málið töluvert rætt. Hverfisráðin munu kynna stöðuna fyrir sínu fólki áður en lengra verður haldið.

Byggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022

Á 396. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins. Einnig þarf sveitarfélagið að eiga samtal við sín hverfisráð og mun boða þau til fundar áður en lengra er haldið með málið og frekar ákvarðanir teknar. Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og formenn hverfisráða sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi og formönnum hverfisráða fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðingi sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsinu Norðurþings til ráðuneytisins. Einnig óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum um þær breytingar sem orðið hafa á verkefninu á síðustu vikum frá félaginu. Málið verður svo tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022

Á 400. fundi byggðarráðs þann 30. júní var neðangreint bókað.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðingi sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsinu Norðurþings til ráðuneytisins. Einnig óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum um þær breytingar sem orðið hafa á verkefninu á síðustu vikum frá félaginu. Málið verður svo tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi fyrir komuna á fundinn og einnnig þeim Jóhanni M. Ólafssyni og Gunnari Sturlusyni lögfræðingi frá Björgu Capital ehf.

Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsingu Norðurþings til ráðuneytisins. Endanleg samningsdrög Norðurþings og Bjargar Capital ehf. verða svo lögð fyrir ráðið að nýju.


Byggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022

Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög við Björgu Capital ehf vegna kaupa á Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi fyrir komuna á fundinn. Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í samningagerðinni að svara fyrirliggjandi samningsdrögum.

Byggðarráð Norðurþings - 406. fundur - 08.09.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi og svari til Bjargar Capital ehf., vegna sölu á Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í samningagerðinni að senda fyrirliggjandi samningsdrög og afstöðu sveitarfélagsins til Bjargar Capital ehf.

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Á 406. fundi byggðarráðs var bókað: Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í samningagerðinni að senda fyrirliggjandi samningsdrög og afstöðu sveitarfélagsins til Bjargar Capital ehf.

Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til framhalds á sölumálum Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð metur það svo að ekki verði lengra komist í viðræðum við Björgu Capital ehf. vegna sölu á Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að upplýsa aðra tilboðsgjafa um þá niðurstöðu og ákveða hver verði næstu skref í sölumálum Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn.