Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

386. fundur 03. febrúar 2022 kl. 08:30 - 10:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varamaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon, Hafrún Olgeirsdóttir og Benóný Valur Jakobsson sátu fundinn í fjarfundi.

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Til samræmis við umræður og ákvörðun byggðarráðs á fundi 385 mun sveitarstjóri ásamt lögmanni sveitarfélagsins gera grein fyrir framvindu viðræðna við Björgu Capital vegna tilboðs félagsins í fasteignir við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Nú liggja fyrir frekari gögn frá Björgu Capital um væntingar þeirra til sveitarfélagsins um kaup á lóðinni. Byggðarráð mun fjalla aftur um málið að viku liðinni með hverfisráði Raufarhafnar og forsvarsfólki Bjargar Capital.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Íslandsþari ehf. - staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu samtala við fulltrúa Íslandsþara ehf um mögulega uppbyggingu fyrirtækisins á Húsavík.
Sveitarstjóri fór yfir málið og væntingar eru til þess að skýrsla um samfélags- og staðbundin umhverfisáhrif liggi fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

3.Dómsuppsaga í Ássandsmáli

Málsnúmer 201912013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur afstaða Orkuveitu Húsavíkur. Málið var tekið fyrir á fundi nr. 227 hjá Orkuveitu Húsavíkur þann 28.01.2022. Þar kemur fram að Orkuveita Húsavíkur sé með hitaveituholu á óskiptu landi Bakkajarða og hefur varið fjármunum í að rannsaka hana. Orkuveitan telur mikilvægt að nýtingarréttur verði tryggður komi til þess að holan verði nýtt í þágu samfélagsins.
Byggðarráð er sammála afstöðu Orkuveitu Húsavíkur og felur sveitarstjóra að hefja viðræður um nýtingu eða kaup á óskiptu landi Bakkajarða.

4.Samstarf Bríetar leigufélags og Norðurþings um uppbyggingu fjögurra íbúða

Málsnúmer 202106011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um leiguvernd á milli Leigufélagsins Bríetar ehf og Norðurþings.
Málið var á dagskrá byggðaráðs á fundi nr.384 þann 13.01.2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Leigufélagið Bríet ehf., vegna tveggja íbúða á Kópaskeri.

5.Úrsögn úr hverfisráði Raufarhafnar

Málsnúmer 202201097Vakta málsnúmer

Byggðarráði hefur borist úrsögn úr hverfisráði Raufarhafnar frá Guðnýju Hrund Karlsdóttur. Fyrir liggur að skipa einstakling í ráðið í hennar stað. Lagt er til að byggðarráð skipi Kolbrúnu Valbergsdóttur í ráðið.
Byggðarráð samþykkir að skipa Kolbrúnu Valbergsdóttur í ráðið og þakkar Guðnýju Hrund fyrir hennar störf í hverfisráðinu.

6.Umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1.

Málsnúmer 202010180Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur vinnuskjal um C1- sértækar aðgerðir byggðaáætlunar.

Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð þakkar fyrir greinargott vinnuskjal og samþykkir að mæla með við SSNE að sótt verði um styrk vegna Óskarsstöðvar og Gróðurhúss í Öxarfirði í aðgerð C1.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Undirritaður gæti mælt með öllum verkefnunum enda ekki forsendur fyrir kjörinn fulltrúa að gera upp á milli áhugaverðra verkefna.

7.Málefni Skúlagarðs - rekstur fram á sumar 2022

Málsnúmer 202104058Vakta málsnúmer

Byggðarráði hefur borist erindi frá Skúlagarður-fasteignafélag ehf, óskað er eftir skammtíma fyrirgreiðslu vegna rekstrarkostnaðar fram á sumarið. Málið var til umræðu á fundi byggðarráðs nr. 385 þann 27.01.2022.
Byggðarráð samþykkir að veita félaginu skammtíma fyrirgreiðslu um allt að 2 m.kr fram á haust 2022.

8.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202201101Vakta málsnúmer

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12 mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.