Fara í efni

Umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1.

Málsnúmer 202010180

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Fyrir byggðarráði liggur að leggja til við SSNE hugmyndir að verkefnum til að sækja um styrk til framkvæmda.
Áður hefur byggðarráð óskað eftir því við SSNE að sótt verði um vegna verkefnisins "Hraðið".
Byggðarráð óskar eftir því við SSNE að sótt verði um vegna verkefnisins Gróðurhús í Öxarfirði í C-1.
Áður hefur byggðarráð óskað eftir því að sótt verði um vegna verkefnisins Hraðið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Byggðarráð Norðurþings - 385. fundur - 27.01.2022

Borist hefur erindi frá Óla Halldórssyni fyrir hönd Hraðsins-nýsköpunarmiðstöðvar þar sem óskað er eftir stuðningi Norðurþings til verkefnisins á sviði sértækra aðgerða byggðaáætlunar (C1) til að dekka stofnkostnað við verkefnið árin 2022-2023.
Byggðarráð mælir með við SSNE að sótt verði um styrk í C1 vegna sértækra aðgerða byggðaáætlunar til tveggja ára fyrir Hraðið-nýsköpunarmiðstöð.

Byggðarráð Norðurþings - 386. fundur - 03.02.2022

Fyrir byggðarráði liggur vinnuskjal um C1- sértækar aðgerðir byggðaáætlunar.

Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð þakkar fyrir greinargott vinnuskjal og samþykkir að mæla með við SSNE að sótt verði um styrk vegna Óskarsstöðvar og Gróðurhúss í Öxarfirði í aðgerð C1.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Undirritaður gæti mælt með öllum verkefnunum enda ekki forsendur fyrir kjörinn fulltrúa að gera upp á milli áhugaverðra verkefna.