Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

344. fundur 05. nóvember 2020 kl. 08:30 - 11:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Gjaldskrá vegna landleigu í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá vegna landleigu í Norðurþingi fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Gjaldskrá vegna gámaleigusvæðis í Haukamýri 2021

Málsnúmer 202010011Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá vegna gámaleigusvæðis í Haukamýri fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds 2021

Málsnúmer 202010014Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds á árinu 2021.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að það endurskoði gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds með tilliti til raunkostnaðar við þjónustuna, sem felur í sér ormahreinsun, tryggingar, eftirlit og umsýslu.

4.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010084Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá Þjónustumiðstöðvar Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrá ferðaþjónustu innan félagsþjónustu Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010157Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá ferðaþjónustu félagsþjónustu Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá Miðjan - Hæfing 2021

Málsnúmer 202010160Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá fyrir Miðjuna - Hæfingu fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldskrá Skammtímadvöl 2021

Málsnúmer 202010162Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá fyrir Skammtímadvöl fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna 2021

Málsnúmer 202010161Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Gjaldskrá Frístund barna og ungmenna 10 - 18 ára 2021

Málsnúmer 202010159Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá fyrir Frístund barna og ungmenna 10-18 ára fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Gjaldskrá félagsþjónustu - heimsendur matur 2021

Málsnúmer 202010158Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá félagsþjónustu fyrir heimsendan mat fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrá Þjónustan heim í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202010003Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá fyrir "Þjónustan heim" í Norðurþingi fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Skólamötuneyti í Norðurþingi - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010108Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Gjaldskrá leikskóla 2021

Málsnúmer 202010104Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá leikskóla Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Frístund - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010107Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá Frístundar fyrir árið 2021.
Byggðarráð vísar gjaldskránni til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

15.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2021

Málsnúmer 202010100Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010155Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá íþróttamannvirkja Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

17.Gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings 2021

Málsnúmer 202010154Vakta málsnúmer

Til kynningar er gjaldskrá tjaldsvæða Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

18.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2021

Málsnúmer 202010030Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun félagsþjónustu Norðurþings 2021 þar til gjaldskrár sviðsins liggja fyrir.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustu til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.

19.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið 2021

Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs til frekari útfærslu á áætlun skólamötuneytis og til frekari afgreiðslu í ráðinu.
Á 77. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021 til byggðarráðs til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 04-fræðslu- og uppeldismála um 10.824.737 krónur.

20.Fjárhagsáætlun menningarmála 2021

Málsnúmer 202010071Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun menningarmála til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.

21.08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010165Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Sveitarstjóra er falið að fylgja eftir umræðum á fundinum inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi sorphirðugjald.

22.Fjárhagsáætlun skipulags-og byggingarmála 2021

Málsnúmer 202010075Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

23.10-Umf.- og Samgöngumál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010166Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

24.31-Eignasjóður - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010168Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um hækkun á ramma sem nemur 109.875 kr. og vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

25.33-Þjónustumiðstöð - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010169Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

26.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Byggðarráð beinir því til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. að meta áhrif af lækkun vatnsgjalds á A húsnæði úr 0,1% í 0,05% á rekstur vatnsveitunnar.

Umræðu um fjárhagsáætlun verður haldið áfram á næstu fundum byggðarráðs.

27.Starfsmannamál Norðurþings

Málsnúmer 202009081Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir stöðu starfsmannamála hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri og fræðslufulltrúi hafa setið fund með fulltrúum stéttarfélaga starfsmanna Grænuvalla og fulltrúum starfsmanna og farið yfir stöðu mála.
Sveitarstjóri fór yfir framvindu málsins sem og annarra starfsmannamála sem eru í vinnslu til samræmis við minnisblað sem liggur fyrir fundinum.
Lagt fram til kynningar.

28.Slökkviliðið óskar eftir fjárveitingu fyrir dælubíl.

Málsnúmer 201910138Vakta málsnúmer

Á árinu 2019 óskaði slökkviliðsstjóri eftir fjárframlagi til endurnýjunar á dælubíl. Áætlaður kostnaður við endunýjun á þeim tíma var rúmar 53 milljónir. Var erindið tekið fyrir hjá skipulags- og framkvæmdaráði sem vísað því til fjárhagsáætlunargerðar á árinu 2020, vegna ársins 2021.
Byggðarráð hafnar erindinu með atkvæðum Ödu og Helenu. Hafrún situr hjá.

29.COVID-19, Sóttvarnaraðgerðir í Norðurþingi

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir stöðuna á sóttvörnum hjá sveitarfélaginu og öðru sem snýr að yfirstandandi faraldri.
Lagt fram til kynningar.

30.Staða Leigufélags Hvamms - sala eigna o.fl.

Málsnúmer 202010192Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað fjármálastjóra vegna stöðu Leigufélags Hvamms ehf.
Lagt fram til kynningar.

31.Umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C-1.

Málsnúmer 202010180Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Fyrir byggðarráði liggur að leggja til við SSNE hugmyndir að verkefnum til að sækja um styrk til framkvæmda.
Áður hefur byggðarráð óskað eftir því við SSNE að sótt verði um vegna verkefnisins "Hraðið".
Byggðarráð óskar eftir því við SSNE að sótt verði um vegna verkefnisins Gróðurhús í Öxarfirði í C-1.
Áður hefur byggðarráð óskað eftir því að sótt verði um vegna verkefnisins Hraðið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

32.Uppbygging golfskála á Katlavelli

Málsnúmer 202011007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Gunnlaugi Stefánssyni fyrir hönd Golfklúbbs Húsavíkur vegna byggingar á klúbbhúsi. Lögð er fram greinargerð um kostnaðaráætlun sem gerð var um verkefnið árið 2019 ásamt fundargerðum 8. og 9. fundar framkvæmdaráðs golfskálabyggingar.
Hjálmar vék af fundi undir þessum lið.
Kristján Þór vék af fundi kl. 11:01.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða stjórn Golklúbbs Húsavíkur á fund ráðsins.
Byggðarráð óskar eftir að þá liggi fyrir afstaða klúbbsins til þeirra þriggja sviðsmynda sem framkvæmdaráð byggingarinnar hefur fjallað um.

33.Staða minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi

Málsnúmer 202010196Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir umræðu um stöðu minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi.

Greinargerð:
Seinni umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings verður innan tíða sem m.a. felur í sér ákvörðun um gjaldskrár. Óskað er eftir umræðu um stöðu þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna Covid-19 faraldursins og aðgerða sem sveitarfélagið getur gripið til er varðar gjaldskrár og innheimtu gjalda.

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Umræðu um málið frestað til næsta fundar.
Byggðarráð mun á næstu vikum eiga samtal við fulltrúa fyrirtækja í sveitarfélaginu um stöðu atvinnulífsins.

34.Yfirlýsing, krafa og tillögur frá Baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu.

Málsnúmer 202010210Vakta málsnúmer

Borist hefur yfirlýsing fá Jónu Fanneyju Svavarsdóttur fyrir hönd smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu þar sem listaðar eru 17. kröfur og tillögur varðandi aðgerðir stjórnvalda til að mæta tekjufalli þessara aðila.
Yfirlýsingunni fylgja undirskriftir 211 aðila í rekstri smærri fyrirtækja og einyrkja.
Lagt fram til kynningar.

35.Fréttabréf SSNE 2020

Málsnúmer 202004036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 8. tbl. fréttabréfs SSNE frá október 2020.
Lagt fram til kynningar.

36.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október sl.
Lagt fram til kynningar.

37.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

Málsnúmer 202010170Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfallsnær ekki til, 206. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.