Fara í efni

10-Umf.- og Samgöngumál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010166

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 81. fundur - 27.10.2020

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "10-Umferðar- og Samgöngumál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun málaflokks 10 fyrir árið 2021 er á pari við úthlutaðan ramma. Stærstu og mest íþyngjandi liðir málaflokksins eru snjómokstur og hálkuvarnir. Stór tækifæri til kostnaðarlegrar hagræðingar innan sveitarfélagsins liggja innan málaflokks 10 og æskilegt að lagðar verði línur í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi slíkt sem mögulegt er að vinna eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.

Guðmundur, Kristinn og Silja óska bókað: Horfa þarf til þess í ljósi aðstæðna að lækka þurfi þjónustustig snjómoksturs í sveitafélaginu á komandi misserum.

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "10-Umferðar- og Samgöngumál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun málaflokks 10 fyrir árið 2021 er á pari við úthlutaðan ramma. Stærstu og mest íþyngjandi liðir málaflokksins eru snjómokstur og hálkuvarnir. Stór tækifæri til kostnaðarlegrar hagræðingar innan sveitarfélagsins liggja innan málaflokks 10 og æskilegt að lagðar verði línur í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi slíkt sem mögulegt er að vinna eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.

Guðmundur, Kristinn og Silja óska bókað: Horfa þarf til þess í ljósi aðstæðna að lækka þurfi þjónustustig snjómoksturs í sveitafélaginu á komandi misserum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætlun umferðar- og samgöngumála til heildaráætlunar sveitarfélagsins.