Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

343. fundur 29. október 2020 kl. 08:00 - 13:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Fulltrúar frá Byggðastofnun sátu fundinn í fjarfundi undir lið 1.

Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn í fjarfundi.

Byggðarráð frestar fundi frá 11:20.

Fundur aftur hafinn kl 13:00.

Benóný vék af fundi kl 11:20.
Bergur sat fundinn í fjarfundi frá 13:00 til 13:45.

1.Samtal við fulltrúa Byggðastofnunar um ýmis mál

Málsnúmer 202010081Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Byggðastofnun koma á fund byggðarráðs og ræða ýmis mál s.s. byggðaþróunarverkefnin í Öxarfirði og á Raufarhöfn, sem og byggðakvótamál.
Byggðarráð þakkar Aðalsteini Þorsteinssyni og Sigríði Elínu Þorgrímsdóttur fulltrúum Byggðastofnunar fyrir samtalið.
Nú þegar hefur verkefninu Raufarhöfn og framtíðin verið lokið og hyllir undir lok verkefnisins Öxarfjörður í sókn. Þó nokkur árangur hefur náðst í verkefnunum báðum. Með sértækum byggðakvóta á Raufarhöfn eru stoðir sjávarútvegs á staðnum traustari en áður og í Öxarfirði hafa heimamenn nýtt ýmis tækifæri til atvinnusköpunar og með stuðningi verkefnastjóra tekist að afla fjármagns til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. En betur má ef duga skal.
Byggðarráð skorar á ráðherra sveitarstjórnarmála og Byggðastofnun að þróa enn öflugri viðbrögð og stjórntæki til stuðnings við dreifbýlar byggðir og til að tryggja að markmið byggðaáætlunar nái fram að ganga. Jafnframt að aðgerðum byggðaáætlunar sem eru hvort tveggja í senn hvatar fyrir fólk til að setjast að í dreifðari byggðum og tækifæri til að auka búsetugæði þeirra sem þegar búa í dreifðum byggðum verði hrint í framkvæmd.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun.

3.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu

Málsnúmer 202010030Vakta málsnúmer

Á 76. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustusviðs Norðurþings 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun félagsþjónustu Norðurþings 2021 þar til gjaldskrár sviðsins liggja fyrir.

4.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið

Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer

Á 76. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð ræddi fjárhagsáætlun fræðslusviðs og þær aðgerðir sem grípa þarf til. Ráðið vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til byggðarráðs til hækkunar. Ráðið óskar eftir því að fræðslufulltrúi fylgi málinu eftir á fundi byggðarráðs.

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum liði.
Byggðarráð vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs til frekari útfærslu á áætlun skólamötuneytis og til frekari afgreiðslu í ráðinu.

5.Fjárhagsáætlun menningarmála 2021

Málsnúmer 202010071Vakta málsnúmer

Á 76. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun menningarmála 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.

6.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021

Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer

Á 76. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að endurskoða til hækkunar fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs 2021. Ráðið óskar eftir því við byggarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgi málinu eftir á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.


7.Fjárhagsáætlun skipulags-og byggingarmála 2021

Málsnúmer 202010075Vakta málsnúmer

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2021. Skipulags- og byggingarfulltrúi telur að í ljósi fjárhagslegra aðstæðna sveitarfélagsins sé rétt að skera niður útgjöld málaflokksins frá því rammi gerir ráð fyrir og því er rammi ekki fullnýttur í þeirri tillögu sem lögð er fram. Rammi lykils 09 er 52.892.000 kr. en áætlun hljóðar uppá 43.952.365 kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

8.08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010165Vakta málsnúmer

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "08-Hreinsunarmál" fyrir árið 2021. Stærsti liður málaflokksins er rekstur sorpmála en rekstraráætlun málaflokks 08 fyrir árið 2021 gerir ekki ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun 2021. Mikilvægt er að tekin verði afstaða í ráðinu til þess hvernig mæta skuli fyrirliggjandi kostnaðarauka í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu.
Sorphirðukostnaður hækkaði umtalsvert eftir síðasta útboð og þjónustugjöld sem þau eiga skv. lögum að standa straum af slíkri þjónustu og því mikilvægt að reyna að minnka þann halla sem fyrirséður er á málaflokknum. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að hækkun á sorphirðugjaldi verði 20% að því gefnu að komið verði til móts við þá hækkun með lækkun annara álagningarliða þannig að álögum á íbúa verði stillt í hóf. Ráðið vísar málinu til byggðarráðs
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.

9.10-Umf.- og Samgöngumál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010166Vakta málsnúmer

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "10-Umferðar- og Samgöngumál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun málaflokks 10 fyrir árið 2021 er á pari við úthlutaðan ramma. Stærstu og mest íþyngjandi liðir málaflokksins eru snjómokstur og hálkuvarnir. Stór tækifæri til kostnaðarlegrar hagræðingar innan sveitarfélagsins liggja innan málaflokks 10 og æskilegt að lagðar verði línur í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi slíkt sem mögulegt er að vinna eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.

Guðmundur, Kristinn og Silja óska bókað: Horfa þarf til þess í ljósi aðstæðna að lækka þurfi þjónustustig snjómoksturs í sveitafélaginu á komandi misserum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.

10.31-Eignasjóður - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010168Vakta málsnúmer

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráð var eftirfarandi bókað:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "31-Eignasjóður" fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að rekstur eignasjóðs verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs. Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 109.875 kr.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um hækkun á ramma sem nemur 109.875 kr. og vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

11.33-Þjónustumiðstöð - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010169Vakta málsnúmer

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "33-Þjónustumiðstöð" fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur þjónustumiðstöðvar árið 2021 verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.

12.Frestir vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202010105Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um framlengdan frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana með vísan til þeirrar óvissu sem sveitarfélög standa frammi fyrir vegna COVID-19. Ráðuneytið mun í samræmi við 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sé þess óskað, veita eftirfarandi fresti:
1. Byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Atvinnuleysistölur - Vinnumálastofnun

Málsnúmer 202010120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tvö excel skjöl frá Vinnumálastofnun, annars vegar skjal um þróun og spá atvinnuleysis eftir sveitarfélögum og hins vegar um atvinnuleysi eftir atvinnugreinum.
Lagt fram til kynningar.

14.Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 202010092Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu þar sem þess er farið á leit að sveitarfélög krefjist lagasetningar til þess að annað hvort geta fellt niður fasteignagjöld á fyrirtæki í ferðaþjónustu fyrir árið 2020 og/eða 2021, eða að þeim verði veitt heimild til að fresta greiðslu fasteignaskatts til langs tíma.
Byggðarráð Norðurþings sýnir stöðu ferðaþjónustunnar sem og annarra fyrirtækja sem verða fyrir tekjuskerðingu vegna faraldursins skilning.
Sveitarfélagið beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill byggðarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.
Byggðarráð tekur því undir framkomnar bókanir annarra sveitarfélaga á starfsvæði SSNE vegna málsins.

15.Carbon Iceland ehf óskar eftir samstarfi við Norðurþing um uppbyggingu atvinnustarfsemi á Bakka

Málsnúmer 202009089Vakta málsnúmer

Á síðustu vikum hefur byggðarráð Norðurþings verið upplýst um áhuga félagsins Carbon Iceland ehf. til uppbyggingar svokallaðs lofthreinsivers innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Er verinu ætlað að hreinsa koltvísýring beint úr andrúmsloftinu, til áframframleiðslu. Norðurþing hefur til umráða 90-100 hektara lands innan skipulags iðnaðarsvæðis á Bakka, ætlað til frekari uppbyggingar vistvæns iðnaðar.

Með yfirlýsingunni lýsir Norðurþing vilja til þess að heimila fyrirtækinu að framkvæma áreiðanleikakönnun á að staðsetja verkefnið innan iðnaðarsvæðisin á Bakka, að því gefnu að verkefnið eins og því hefur verið lýst, sé í samræmi við og falli að markmiðum sveitarfélagsins um nýtingu grænnar orku og þróun vistvæns iðngarðs á Bakka. CI hefur í huga að gera fýsileikakönnun á verkefninu m.t.t. mats á sértæki og stærð iðnaðarsvæðisins sem til umráða yrði, innviðum eins og vegum og samgöngumannvirkjum, hafnaraðstöðu og þjónustu, aðstöðu til efnismeðhöndlunar, rafmagns- og vatnsnotkunar, auk umhverfisleyfa og annara leyfa sem krafist yrði vegna starfseminnar.

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þess að gefa út viljayfirlýsingu þar sem áhuga sveitarfélagsins til frekari athugunar á úthlutun lóða til uppbyggingarinnar er staðfest, að undangenginni frekari fýsileika- og áreiðanleikakönnunum á áformum fyrirtækisins.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og jafnframt að fela sveitarstjóra undirrita hana.

16.Endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. um brunavarnir á Bakka

Málsnúmer 202010193Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu á samtali aðila um endurnýjun samstarfssamningsins um brunavarnir.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram lokadrög að samstarfssamningi eins fljótt og verða má. Upplegg nýs samnings byggir á grunni þess eldri.

17.Samstarf um uppbyggingu Maríu Júlíu BA36 - verkefnishópur

Málsnúmer 202010178Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu þeirrar hugmyndar um samstarf að uppbyggingu björgunarskipsins, sem kynnt var á 339. fundi byggðarráðs í september.
Lagt fram til kynningar.

18.Staða Garðarsstofu ehf.

Málsnúmer 202010141Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað Ragnars Jóhanns Jónssonar endurskoðanda vegna félagsins Garðarsstofu ehf. sem sveitarfélagið á 28% eignarhlut í. Félagið er í raun gjaldþrota þar sem engar eignir eru í félaginu en skuldir nema um 7,7 milljónum króna.
Lagt fram til kynningar.

19.Staða minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi

Málsnúmer 202010196Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að sett verði á dagskrá byggðarráðs umræða um stöðu minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi.

Seinni umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings verður innan tíða sem m.a. felur í sér ákvörðun um gjaldskrár. Óskað er eftir umræðu um stöðu þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna Covid-19 faraldursins og aðgerða sem sveitarfélagið getur gripið til er varðar gjaldskrár og innheimtu gjalda.
Umræðu um málið frestað til næsta fundar.

20.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2020

Málsnúmer 202010127Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf framkvæmdastjóra EBÍ þar sem fram kemur að hlutdeild Norðurþings í Sameignarsjóði EBÍ er 2,335% og að ágóðahlutagreiðsla ársins 2020 verði 1.634.500 krónur.
Lagt fram til kynningar.

21.XXXV Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202001101Vakta málsnúmer

Boðað er til XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember nk. frá kl. 10:00 til 13:00. Landsþingið verður rafrænt að þessu sinni og er óskað eftir að breytingar sem orðið hafa á kjörbréfum verði send skrifstofu sambandsins í síðasta lagi 30. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020

Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 14. og 15. fundar stjórnar SSNE frá 30. september og 14. október.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir Húsavíkurstofu 2020-2021

Málsnúmer 202010094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 14. stjórnarfundar Húsavíkurstofu frá 29. september sl.
Lagt fram til kynningar.

24.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október sl.
Lagt fram til kynningar.

25.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.

Málsnúmer 202010101Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14.mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k
Lagt fram til kynningar.

26.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.

Málsnúmer 202010103Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breyttkynskráning), 21. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k
Lagt fram til kynningar.

27.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.

Málsnúmer 202010102Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

28.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr.24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.

Málsnúmer 202010128Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis,nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

29.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um almannatrygginar (hækkun lífeyris), 25. mál.

Málsnúmer 202010140Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris),25. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

30.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.

Málsnúmer 202010146Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyrivegna búsetu), 28. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

31.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

Málsnúmer 202010150Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.