Fara í efni

Samtal við fulltrúa Byggðastofnunar um ýmis mál

Málsnúmer 202010081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Fulltrúar frá Byggðastofnun koma á fund byggðarráðs og ræða ýmis mál s.s. byggðaþróunarverkefnin í Öxarfirði og á Raufarhöfn, sem og byggðakvótamál.
Byggðarráð þakkar Aðalsteini Þorsteinssyni og Sigríði Elínu Þorgrímsdóttur fulltrúum Byggðastofnunar fyrir samtalið.
Nú þegar hefur verkefninu Raufarhöfn og framtíðin verið lokið og hyllir undir lok verkefnisins Öxarfjörður í sókn. Þó nokkur árangur hefur náðst í verkefnunum báðum. Með sértækum byggðakvóta á Raufarhöfn eru stoðir sjávarútvegs á staðnum traustari en áður og í Öxarfirði hafa heimamenn nýtt ýmis tækifæri til atvinnusköpunar og með stuðningi verkefnastjóra tekist að afla fjármagns til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. En betur má ef duga skal.
Byggðarráð skorar á ráðherra sveitarstjórnarmála og Byggðastofnun að þróa enn öflugri viðbrögð og stjórntæki til stuðnings við dreifbýlar byggðir og til að tryggja að markmið byggðaáætlunar nái fram að ganga. Jafnframt að aðgerðum byggðaáætlunar sem eru hvort tveggja í senn hvatar fyrir fólk til að setjast að í dreifðari byggðum og tækifæri til að auka búsetugæði þeirra sem þegar búa í dreifðum byggðum verði hrint í framkvæmd.