Fara í efni

Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 202010092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Borist hefur erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækjum í hótel- og gistiþjónustu þar sem þess er farið á leit að sveitarfélög krefjist lagasetningar til þess að annað hvort geta fellt niður fasteignagjöld á fyrirtæki í ferðaþjónustu fyrir árið 2020 og/eða 2021, eða að þeim verði veitt heimild til að fresta greiðslu fasteignaskatts til langs tíma.
Byggðarráð Norðurþings sýnir stöðu ferðaþjónustunnar sem og annarra fyrirtækja sem verða fyrir tekjuskerðingu vegna faraldursins skilning.
Sveitarfélagið beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill byggðarráð árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.
Byggðarráð tekur því undir framkomnar bókanir annarra sveitarfélaga á starfsvæði SSNE vegna málsins.