Fara í efni

08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010165

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 81. fundur - 27.10.2020

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "08-Hreinsunarmál" fyrir árið 2021. Stærsti liður málaflokksins er rekstur sorpmála en rekstraráætlun málaflokks 08 fyrir árið 2021 gerir ekki ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun 2021. Mikilvægt er að tekin verði afstaða í ráðinu til þess hvernig mæta skuli fyrirliggjandi kostnaðarauka í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu.
Sorphirðukostnaður hækkaði umtalsvert eftir síðasta útboð og þjónustugjöld sem þau eiga skv. lögum að standa straum af slíkri þjónustu og því mikilvægt að reyna að minnka þann halla sem fyrirséður er á málaflokknum. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að hækkun á sorphirðugjaldi verði 20% að því gefnu að komið verði til móts við þá hækkun með lækkun annara álagningarliða þannig að álögum á íbúa verði stillt í hóf. Ráðið vísar málinu til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "08-Hreinsunarmál" fyrir árið 2021. Stærsti liður málaflokksins er rekstur sorpmála en rekstraráætlun málaflokks 08 fyrir árið 2021 gerir ekki ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun 2021. Mikilvægt er að tekin verði afstaða í ráðinu til þess hvernig mæta skuli fyrirliggjandi kostnaðarauka í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu.
Sorphirðukostnaður hækkaði umtalsvert eftir síðasta útboð og þjónustugjöld sem þau eiga skv. lögum að standa straum af slíkri þjónustu og því mikilvægt að reyna að minnka þann halla sem fyrirséður er á málaflokknum. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að hækkun á sorphirðugjaldi verði 20% að því gefnu að komið verði til móts við þá hækkun með lækkun annara álagningarliða þannig að álögum á íbúa verði stillt í hóf. Ráðið vísar málinu til byggðarráðs
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Sveitarstjóra er falið að fylgja eftir umræðum á fundinum inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi sorphirðugjald.

Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020

Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Sveitarstjóra er falið að fylgja eftir umræðum á fundinum inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi sorphirðugjald.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma hreinlætismála um 12.899.000 krónur og vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu.
Hjálmar Bogi tekur ekki undir afstöðu byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Á 343. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Á 83. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar til byggðarráðs.
Byggðarráð vísar áætlun málaflokks hreinlætismála til heildaráætlunar sveitarfélagsins.