Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.
1.Staða atvinnulífs í Norðurþingi
202011015
Ágúst Torfi Hauksson mætir til fundarins og ræðir stöðu Norðlenska og landbúnaðarins á svæðinu, m.a. í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem covid-faraldurinn hefur leitt til.
Byggðarráð þakkar Ágústi Torfa fyrir komuna á fundinn og fyrir gagnlegar umræður. Byggðarráð mun halda áfram á komandi mánuðum að funda með fulltrúum úr atvinnulífinu.
2.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga
202003071
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vekur athygli á að með auglýsingu dagsettri 3. nóvember 2020 er heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags framlengd til 10. mars 2021.
Lagt fram til kynningar.
3.Bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík 2019-2023
201911068
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá stjórnarformanni DA um fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Fyrir liggur uppreiknuð kostnaðaráætlun vegna verkefnisins frá því í byrjun nóvember.
Lagt fram til kynningar.
4.Vík hses. - Bygging íbúðakjarna fyrir fatlaða
202010040
Farið yfir stöðu verkefnisins og næstu skref. Stjórn Vík hses mun funda á næstu dögum og taka formlega afstöðu til tilboðs Trésmiðjunnar Reinar um byggingu íbúðakjarnans, sem fyrirhugað er að rísi við Stóragarð 12.
Lagt fram til kynningar.
5.Verkferlar við innkaup hjá Norðurþingi
202009090
Fyrir byggðarráði liggur til umfjöllunar innkaupastefna Norðurþings ásamt drögum að innkaupareglum.
Byggðarráð mun fjalla um innkaupastefnuna og innkaupareglur á næsta fundi sínum.
6.Reglur um notkun innkaupakorta hjá Norðurþingi
202010064
Fyrir byggðarráði lggja til umfjöllunar drög að reglum um notkun innkaupakorta hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð vísar reglum um notkun innkaupakorta til afgreiðslu í sveitarstjórn.
7.Innheimtumál Norðurþings 2020
202006174
Fjármálastjóri fer yfir stöðu innheimtumála Norðurþings m.a. áhrif frestunar á greiðslu fasteignagjalda, samanber bókun á 323. fundi byggðarráðs þann 8. apríl sl., á greiðsluflæði sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
8.Kauptilboð í Lindarholt 4, Raufarhöfn
202011031
Borist hefur tilboð frá Philippe Garcia í fasteignina Lindarholt 4 á Raufarhöfn að fjárhæð 5 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði í eignina og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.
9.Heimildir Orkuveitu Húsavíkur ohf. til úthlutunar arðs
202011032
Á 213. fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. þann 11. nóvember sl. var bókað;
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.
Byggðarráð vísar frekari umræðum um arðgreiðslur til næsta fundar ráðsins og felur sveitarstjóra að vinna fjárhagsáætlun sveitarfélagsins miðað við það að til arðgreiðslu upp á 60 milljónir króna komi. Samþykkt með atkvæðum Helenu og Kolbrúnar Ödu. Hafrún situr hjá.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður kýs að styðja ekki málið og telur það ekki tækt á borði byggðarráðs. Stjórnarfundur stjórnar OH ohf. var aðeins í gær þar sem meirihluti stjórnar samþykkti arðgreiðslur.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður kýs að styðja ekki málið og telur það ekki tækt á borði byggðarráðs. Stjórnarfundur stjórnar OH ohf. var aðeins í gær þar sem meirihluti stjórnar samþykkti arðgreiðslur.
10.Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds 2021
202010014
Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulag- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu byggðaráðs og hvetur hunda- og kattaeigendur til að skrá dýrin sín og bendir á að innifalið í skráningargjaldi er ormahreinsun. Ráðið vísar endurskoðaðri gjaldskrá til byggðarráðs.
Skipulag- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu byggðaráðs og hvetur hunda- og kattaeigendur til að skrá dýrin sín og bendir á að innifalið í skráningargjaldi er ormahreinsun. Ráðið vísar endurskoðaðri gjaldskrá til byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.
11.Gjaldskrár hafnasjóð 2021
202010019
Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til byggðarráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.
12.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2021
202010030
Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustu til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustu til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
13.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið 2021
202010061
Á 78. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og visar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og visar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
14.Fjárhagsáætlun menningarmála 2021
202010071
Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun menningarmála til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun menningarmála til frekari umræðu og afgreiðslu á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun menningarmála til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
15.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021
202010072
Á 78. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð er búið að skoða þær hagræðingartillögur sem eru mögulegar en telur þær ófærar í ljósi þess að mikilvægi lýðheilsu, heilsueflingar og forvarna hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú. Sérstaklega verður að huga að högum barna og ungmenna. Við teljum ekki hægt að mæta þeim hagræðingarkröfum sem gerðar eru til málaflokksins og teljum að forgangsraða eigi með hagsmuni barna og ungmenna og lýðheilsu íbúa að leiðarljósi.
Fjölskylduráð vísar til byggðarráðs fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til hækkunar.
Fjölskylduráð er búið að skoða þær hagræðingartillögur sem eru mögulegar en telur þær ófærar í ljósi þess að mikilvægi lýðheilsu, heilsueflingar og forvarna hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú. Sérstaklega verður að huga að högum barna og ungmenna. Við teljum ekki hægt að mæta þeim hagræðingarkröfum sem gerðar eru til málaflokksins og teljum að forgangsraða eigi með hagsmuni barna og ungmenna og lýðheilsu íbúa að leiðarljósi.
Fjölskylduráð vísar til byggðarráðs fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir þá hækkun á ramma æskulýðs- og íþróttamála sem fjölskylduráð óskar eftir eða um 21.997.691 krónu.
Hafrún og Hjálmar Bogi leggja fram eftirfarandi bókun;
Undirrituð taka undir með fjölskylduráði Norðurþings. Það er ánægjulegt að ráðið er einhuga í málinu enda hafa málefni barna og ungmenna sem og lýðheilsu og forvarna aldrei verið eins mikilvæg og nú eins og segir í bókun ráðsins. Leita verður leiða til að bæta rekstur sveitarfélagsins svo mæta megi skynsömum kröfum ráðsins og tryggja rekstur málaflokksins. Við getum hinvegar ekki samþykkt að lækka alla starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021.
Kolbrún Ada óskar bókað;
Ég samþykki hækkun á ramma og fagna einhug í fjölskylduráði. Ég treysti fjölskylduráði til þess að útfæra verkefni ráðsins eins og þau telja best innan ramma og ætla ekki að leggja mat á hvar sé best að hagræða að þessu sinni.
Helena tekur undir bókun Kolbrúnar Ödu.
Hafrún og Hjálmar Bogi leggja fram eftirfarandi bókun;
Undirrituð taka undir með fjölskylduráði Norðurþings. Það er ánægjulegt að ráðið er einhuga í málinu enda hafa málefni barna og ungmenna sem og lýðheilsu og forvarna aldrei verið eins mikilvæg og nú eins og segir í bókun ráðsins. Leita verður leiða til að bæta rekstur sveitarfélagsins svo mæta megi skynsömum kröfum ráðsins og tryggja rekstur málaflokksins. Við getum hinvegar ekki samþykkt að lækka alla starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021.
Kolbrún Ada óskar bókað;
Ég samþykki hækkun á ramma og fagna einhug í fjölskylduráði. Ég treysti fjölskylduráði til þess að útfæra verkefni ráðsins eins og þau telja best innan ramma og ætla ekki að leggja mat á hvar sé best að hagræða að þessu sinni.
Helena tekur undir bókun Kolbrúnar Ödu.
16.08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021
202010165
Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Sveitarstjóra er falið að fylgja eftir umræðum á fundinum inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi sorphirðugjald.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Sveitarstjóra er falið að fylgja eftir umræðum á fundinum inn á fund skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi sorphirðugjald.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma hreinlætismála um 12.899.000 krónur og vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu.
Hjálmar Bogi tekur ekki undir afstöðu byggðarráðs.
Hjálmar Bogi tekur ekki undir afstöðu byggðarráðs.
17.Fjárhagsáætlun skipulags-og byggingarmála 2021
202010075
Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
18.11-Umhverfismál - Rekstraráætlun 2021
202010167
Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.
Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 3.379.894 kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.
Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 3.379.894 kr.
Byggðarráð hafnar ósk skipulags- og framkvæmdaráðs um hækkun á ramma umhverfismála og vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu innan ramma.
19.31-Eignasjóður - Rekstraráætlun 2021
202010168
Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Eignasjóðs til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
20.33-Þjónustumiðstöð - Rekstraráætlun 2021
202010169
Á 344. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Þjónustumiðstöðvar til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
21.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2021
202008134
Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
22.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
202006044
Fyrir byggðarráði liggur tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun yfir skatttekjur og vísar henni til heildaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 13-atvinnumál um 13.097.798 krónur og vísar áætluninni til heildaráætlunar.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun málaflokks 21-sameiginlegur kostnaður til heildaráætlunar.
Byggðarráð hafnar beiðni um hækkun á ramma málaflokks 07-brunamál og almannavarnir og felur sveitarstjóra frekari útfærslu á áætluninni til samræmis við ramma og vísar henni til heildaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 13-atvinnumál um 13.097.798 krónur og vísar áætluninni til heildaráætlunar.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun málaflokks 21-sameiginlegur kostnaður til heildaráætlunar.
Byggðarráð hafnar beiðni um hækkun á ramma málaflokks 07-brunamál og almannavarnir og felur sveitarstjóra frekari útfærslu á áætluninni til samræmis við ramma og vísar henni til heildaráætlunar.
23.Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir 2020
202001119
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 3. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
24.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020
202002110
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 13. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 27. október sl.
Lagt fram til kynningar.
25.Fundargerðir framkvæmdastjórnar HNÞ bs 2020
202005121
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 21. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 26. október sl.
Lagt fram til kynningar.
26.Umverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
202011017
Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. nóvember nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:00.