Fara í efni

Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020

Málsnúmer 202002110

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 318. fundur - 27.02.2020

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 1. til 7. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses., fundargerðirnar eru frá tímabilinu 28. júní 2019 til 29. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 8. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. frá 29. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 333. fundur - 09.07.2020

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 9. og 10. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga frá 10. júní og 1. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 11. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 18. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 340. fundur - 01.10.2020

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 12. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 14. september sl. ásamt tillögu stjórnar um framtíðarfyrirkomulag félagsins. Tillaga stjórnar er að Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ses. verði aftur breytt í hlutafélag, það félag verði svo sameinað Fjárfestingafélagi Norðurþings, Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar, Seljalax ehf og ef til vill fleiri hlutafélögum í eigu sveitarfélaganna. Þannig renni hin síðarnefndu inní efnahag AÞ og mun eignahald á því breytast sem því nemur skv endanlegri samrunaáætlun. Þeir í eigendahópi AÞ sem ekki vilja leggja inn sín félög eða taka þátt í þessu félagi af öðrum ástæðum býðst að vera keyptir út úr því.
Byggðarráð telur rétt að stjórn AÞ kanni frekar þá tillögu sem fram er komin og fulltrúar Norðurþings munu taka afstöðu til endanlegrar tillögu á fulltrúaráðsfundi í nóvember.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Á 340. fundi byggðarráðs lá fundargerð 12. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 14. september sl. ásamt tillögu stjórnar um framtíðarfyrirkomulag félagsins. Tillaga stjórnar er að Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga ses. verði aftur breytt í hlutafélag, það félag verði svo sameinað Fjárfestingafélagi Norðurþings, Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar, Seljalax ehf og ef til vill fleiri hlutafélögum í eigu sveitarfélaganna. Þannig renni hin síðarnefndu inní efnahag AÞ og mun eignahald á því breytast sem því nemur skv endanlegri samrunaáætlun. Þeir í eigendahópi AÞ sem ekki vilja leggja inn sín félög eða taka þátt í þessu félagi af öðrum ástæðum býðst að vera keyptir út úr því.

Byggðarráð bókað eftirfarandi um málið:

Byggðarráð telur rétt að stjórn AÞ kanni frekar þá tillögu sem fram er komin og fulltrúar Norðurþings munu taka afstöðu til endanlegrar tillögu á fulltrúaráðsfundi í nóvember.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Kristján, Bergur og Hafrún.

Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókun byggðarráðs um að stjórn AÞ kanni frekar þá tillögu sem fram er komin og fulltrúar Norðurþings munu taka afstöðu til endanlegrar tillögu á fulltrúaráðsfundi í nóvember.

Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 13. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 27. október sl.
Lagt fram til kynningar.