Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í fundinum I gegnum Teams fjarfundabúnað.
1.Framkvæmdaáætlun Norðurþings 2020
202006173
Hafrún Olgeirsdóttir óskar eftir umræðu um framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Lokun fangelsisins á Akureyri
202007041
Til umræðu er lokun fangelsisins á Akureyri og aukið álag á löggæslu á svæðinu sem því mun mögulega fylgja.
Byggðarráð mun afla sér frekari upplýsinga og taka málið aftur fyrir að viku liðinni.
3.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
202004048
Borist hefur bréf frá Húnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um samþykkt umsóknar Norðurþings um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir. Samþykkt er 27% framlag ríkis að fjárhæð 49.372.740 krónur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá stofnun félagsins Vík hses. og felur skipulags- og framkvæmdaráði framgang verkefnisins.
4.Rekstur Norðurþings 2020
202002108
Fyrir byggðarráði liggur rekstaryfirlit fyrir tímabilið janúar til maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
5.Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024
202007004
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Bæjarapp - samstarfsaðilar
202007003
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Stefnu ehf. um samstarf við þróun á Bæjarappi. Markmið verkefnisins er að gera sveitarfélögum kleift að auka íbúasamráð án mikil tilkostnaðar og fyrirhafnar og bæta þjónustu við íbúa.
Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að vera með í verkefninu að svo stöddu.
7.Aðalfundur Veiðifélags Litluárvatna 2020
202007010
Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Litluárvatna þann 16. júlí nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi.
Byggðarráð felur Gauki Hjartarsyni að fara með umboð Norðurþings á fundinum.
8.Bókun byggðarráðs Skagafjarðar vegna opinberra starfa á landsbyggðinni
202007012
Borist hefur erindi frá byggðarráði Skagafjarðar þar sem skorað er á önnur sveitarfélög að taka undir bókun ráðsins frá 16. júní sl. varðandi opinber störf á landsbyggðinni.
Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar er varðar opinber störf á landsbyggðinni.
Í bókuninni kom eftirfarandi fram;
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Í bókuninni kom eftirfarandi fram;
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
9.Fasteignamat 2021
202007001
Borist hefur bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem tilkynnt er um nýtt fasteignamat fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020
202002110
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 9. og 10. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga frá 10. júní og 1. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:20.