Fara í efni

Bókun byggðarráðs Skagafjarðar vegna opinberra starfa á landsbyggðinni

Málsnúmer 202007012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 333. fundur - 09.07.2020

Borist hefur erindi frá byggðarráði Skagafjarðar þar sem skorað er á önnur sveitarfélög að taka undir bókun ráðsins frá 16. júní sl. varðandi opinber störf á landsbyggðinni.
Byggðarráð tekur heilshugar undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar er varðar opinber störf á landsbyggðinni.
Í bókuninni kom eftirfarandi fram;

Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.