Fara í efni

Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Málsnúmer 202004048

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020

Á 323. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir að send verði inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) um stofnframlög til byggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján, Bergur, Hjálmar, Hafrún, Kolbrún Ada og Silja.


Undirrituð leggja fram eftirfarandi tillögu:
Að verkefninu verði frestað um ár og umsókn um stofnframlag verði dregin til baka. Sveitarfélagið hefur þegar ákveðið að ráðast í stórar framkvæmdir á árinu, s.s. Reykjarheiðarvegur á Húsavík og nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Fjárhagsstaðan er viðkvæm og rekstur sveitarfélagsins sömuleiðis og því rúmast þetta mikilvæga verkefni ekki innan þeirrar óvissu sem næstu mánuðir bjóða upp á.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Tillagan er felld með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði með tillögunni.

Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir tillögu byggðarráðs með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sitja hjá.

Byggðarráð Norðurþings - 333. fundur - 09.07.2020

Borist hefur bréf frá Húnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um samþykkt umsóknar Norðurþings um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir. Samþykkt er 27% framlag ríkis að fjárhæð 49.372.740 krónur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá stofnun félagsins Vík hses. og felur skipulags- og framkvæmdaráði framgang verkefnisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Borist hefur bréf frá Húnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um samþykkt umsóknar Norðurþings um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir. Samþykkt er 27% framlag ríkis að fjárhæð 49.372.740 krónur.
Skipulags- og framkvæmdráð felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að bjóða verkið út þegar búið er að stofna félagið Vík hses sem samþykkt var að forma á 323. fundi Byggðaráðs og öll gögn eru komin sem málið varðar.