Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

73. fundur 14. júlí 2020 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson og Hjálmar Bogi Hafliðason
Dagskrá

1.Ósk um meðmæli vegna umsóknar um hafnsöguréttindi.

Málsnúmer 202007037Vakta málsnúmer

Sigurjón Sigurbjörnsson ókar eftir meðmælum vegna umsóknar um hafnsöguréttindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Sigurjóni meðmæli og felur hafnastjóra að útbúa meðmælabréf.

2.Greiðslusamkomulag - hliðrun á greiðslum

Málsnúmer 202007007Vakta málsnúmer

Eyrarhóll ehf óskar eftir greiðslufresti á greiðslum fyrir júlí og ágúst til 25. september 2020, sem eru til greiðslu samkvæmt fyrirliggjandi greiðslusamkomulagi á milli fyrirtækisins og Hafnasjóðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því að skuldir sem til urðu fyrir 1. mars 2020 verði hliðrað.

3.Styrkvegir 2020

Málsnúmer 202003117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úthlutun úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar vegna umsókna Norðurþings til viðhalds þar til bærra samgönguleiða fyrir árið 2020. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til hvaða verkefna styrkvegafé skuli varið í ár með hliðsjón af fyrirliggjandi umsóknum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verja einni milljón króna, 1.000.000 kr, í veginn að Núpskötlu og tveimur og hálfri milljón, 2.500.000 kr. í veginn frá Þeistareykjavegi að útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.

4.Ósk um að sveitarfélagið heimili og komi að verki er viðkemur uppsetningu minningarreits í gamla kirkjugarðinum.

Málsnúmer 202007036Vakta málsnúmer

Helga Kristinsdóttir f.h. Kirkjugarða Húsavíkur óskar eftir heimild og aðkomu Norðurþings að verki er viðkemur uppsetningu minningarreits í Gamla kirkjugarðinum á Húsavík, sem varðveita mun gamlan legstein sem hefur verið á vergangi í langan tíma. Aðkoma bæjarins að verkinu væri eftirfarandi, fá endurgjaldslaust fyllingarefni sem til þarf, komið á staðinn, frágengið og þjappað ásamt hleðslugrjóti sem einnig er komið á hleðslustað.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu þangað til nauðsynleg gögn frá Sóknarnefnd liggja fyrir, s.s. kostnaðarhlutur Norðurþings og efnisgerð.

5.Beiðni frá Húsavíkurstofu varðandi staðsetningu á biðskýli við höfnina og varðandi tjaldstæði við Grundargarð.

Málsnúmer 202007040Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa leggur formlega fram beiðni þess efnis að biðskýli sem var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verði sett upp á sama stað við höfnina og það var í myndinni.
Húsavíkurstofa óskar einnig eftir að það verði formlega kannaður sá möguleiki að opna tjaldsvæði við Grundargarð yfir háannatíma í sumar, hugsanlega frá miðjum júlí og fyrstu vikuna í ágúst, eins og hefur verið gert yfir Mærudaga.
Erindi er varðar niðursetningu á biðskýli undir Beinabakka með vísan í Eurovison song contest - story of fire saga er vísað til byggðaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því að byggja upp tímabundið tjaldsvæði við Grundargarð. Svæðið er ekki skipulagt sem slíkt enda í námunda við mikla íbúðabyggð auk þess sem salernisaðstaða sem notast var við á Mærudögum er ekki lengur fyrir hendi í Skíðaskúrnum. Fyrirhugað er að bæta rafmagnsaðstöðu á núverandi tjaldsvæði við Íþróttasvæðið á Húsavík.

6.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða - Umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Málsnúmer 202004048Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Húnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er um samþykkt umsóknar Norðurþings um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir. Samþykkt er 27% framlag ríkis að fjárhæð 49.372.740 krónur.
Skipulags- og framkvæmdráð felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að bjóða verkið út þegar búið er að stofna félagið Vík hses sem samþykkt var að forma á 323. fundi Byggðaráðs og öll gögn eru komin sem málið varðar.

7.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík

Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir tillaga Alta að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Meginmarkmið deiliskipulags verður að skilgreina byggingarskilmála fyrir nýtt hjúkrunarheimili ofan við dvalarheimilið Hvamm og Heilbrigðisstofnun og verður tillaga unnin með hliðsjón af vinningstillögu í hönnunarsamkeppni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

8.Rarik ohf. óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Uppsalaveg

Málsnúmer 202005075Vakta málsnúmer

Nú er lokið grenndarkynningu vegna lóðarstofnunar og uppbyggingar spennistöðvarhúss við Uppsalaveg milli Mararbrautar og Garðarsbrautar. Nokkrar athugasemdir bárust frá nágrönnum. Helgi Kristjánsson f.h. Gríms ehf leggst gegn lóðarúthlutuninni í ljósi þess að fyrirhuguð uppbygging muni hindra aðkomu og afnot af lóð fyrirtækisins og telur að Grímur hafi unnið sér hefðarrétt fyrir afnotum svæðisins. Eigendur Garðarsbrautar 44, þ.e. Félag eldri borgara, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir og Birgir Steingrímsson telja að lóðarmörk nýrrar lóðar skv. framlagðri teikningu gangi að nokkru inn á þinglýsta lóð Garðarsbrautar 44. Þau telja að fyrirhuguð uppbygging spennistöðvar sé of nærri íbúðum í húsinu og að spennistöðin spilli útsýni af útipalli til sjávar og Kinnarfjalla. Loks gera lóðarhafar Garðarsbrautar 44 athugasemd við að ekki sé lagður meiri metnaður í útlitshönnun fyrirhugaðrar byggingar ef til þess kemur að leyfi verði veitt fyrir henni þrátt fyrir athugasemdir.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hagsmunaaðila.

9.Norðlenska óskar heimildar til dreifingar á gori og blóði til uppgræðslu

Málsnúmer 202002064Vakta málsnúmer

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 5. maí og þá ákveðið að skoða nánar landsvæði á Ærvíkurhöfða. Nú liggur fyrir umsögn MAST vegna mögulegrar förgunar gors og blóðvatns á Ærvíkurhöfða. Í bréfi MAST kemur fram að stofnunin telji Ærvíkurhöfða ekki heppilegan til dreifingar á blóðvatni vegna nálægðar við sauðfjárbúskap. Hinsvegar megi nota innihald meltingarvegar á land án vinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins.

10.Bæjargirðing - Húsavík

Málsnúmer 202007043Vakta málsnúmer

Almennt um girðingarmál í kringum Húsavík.
Rætt um bæjargirðinguna kringum Húsavík.

Fundi slitið - kl. 15:45.