Fara í efni

Norðlenska óskar heimildar til dreifingar á gori og blóði í nágrenni Húsavíkur til uppgræðslu

Málsnúmer 202002064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 59. fundur - 25.02.2020

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur. Á undanförnum árum hefur gori og blóði frá Norðlenska verið dreift á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. Nú sér fyrir endann á því verkefni. Í sláturtíð falla til um 500 tonn af blóði og gori sem reiknað er með að verði dreift á um 15 ha af landi. Landið þarf að vera afgirt og beit ekki heimiluð á landinu í 20 ár eftir síðustu dreifingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera úttekt á mögulegum stöðum í nágrenni Húsavíkur til uppgræðslunnar. Í því samhengi er einkum horft til mögulegrar samlegðar með fyrirhugaðri skógrækt Kolviðar í landi Norðurþings á Ærvíkurhöfða, en aðrir möguleikar verði einnig skoðaðir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 66. fundur - 05.05.2020

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur. Á undanförnum árum hefur gori og blóði frá Norðlenska verið dreift á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. Nú sér fyrir endann á því verkefni. Í sláturtíð falla til um 500 tonn af blóði og gori sem reiknað er með að verði dreift á um 15 ha af landi. Landið þarf að vera afgirt og beit ekki heimiluð á landinu í 20 ár eftir síðustu dreifingu. Því hefur verið velt upp hvort mögulegt sé að dreifa þessum úrgangi innan fyrirhugaðs skógræktarlands á Ærvíkurhöfða. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðhorf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sem ekki leggst gegn hugmyndinni. HNE minnir hinsvegar á að förgunin sé háð samþykki MAST. Ennfremur hefur verið rætt við hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð er sammála um að taka svæðið á Ærvíkurhöfða til skoðunar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda MAST erindi þess efnis.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 5. maí og þá ákveðið að skoða nánar landsvæði á Ærvíkurhöfða. Nú liggur fyrir umsögn MAST vegna mögulegrar förgunar gors og blóðvatns á Ærvíkurhöfða. Í bréfi MAST kemur fram að stofnunin telji Ærvíkurhöfða ekki heppilegan til dreifingar á blóðvatni vegna nálægðar við sauðfjárbúskap. Hinsvegar megi nota innihald meltingarvegar á land án vinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 105. fundur - 25.08.2020

Norðlenska hefur átt í viðræðum við sveitarfélagið um að leitað verði leiða til þess að nýta megi gor og blóð til uppgræðslu í landi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur leitað eftir áliti Heilbrigðiseftirlits og Matvælastofnunar (MAST) á mögulegri dreifingi þessara efna á Ærvíkurhöfða, innan girðingar sem girðir nú af land sem leigt hefur verið Koviði til uppgræðslu skógar. Um dreifingu gors, sem innihald meltingarvegar eru settar sömu kröfur og fyrir hjúsdýraáburð og má sem slíkt nota innihald meltingarvegar á land án vinnslu. Öðru máli gegnir um blóðið þar sem taka þarf tillit til smitáhættu af því og dreifingu þess þar sem slátrað er í umræddu sláturhúsi frá riðusvæðum og þar sem Ærvíkurhöfði er í nálægð við sauðfjárbúskap, byggð og árvegi er umrætt hólf á höfðanum því ekki talið heppilegt til dreifingar á blóði.

Norðlenska óskar því eftir að fá heimild til að bera innihald meltingarvega sauðfjár (gor) til uppgræðslu innan girðingarinnar í samráði við Kolvið, en að blóðvatn fari í fráveitukerfi Norðurþings á Húsavík.
Til máls tóku: Silja, Kristján Þór og Hjálmar.

Kristján leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Norðurþings heimilar Norðlenska að losa gor á land innan þess afgirta svæðis á Ærvíkurhöfða sem leigt hefur verið til uppgræðslu skógar á vegum Kolviðs, enda sé átt við gor skv. skilgreiningu þess hugtaks sem ,,innihald meltingarvegar" og nota má á land án vinnslu skv. f-lið 13. greinar (EB) 1069/2009. Við heimildina eru þó settir þrír fyrirvarar a) að framkvæmd losunar fari ekki fram nema í samráði við forsvarsmenn Kolviðs og starfsmenn sveitarfélagsins, b) að heimildin á þessu stigi sé tímabundin til eins árs frá samþykkt þessari og c) að ef reynsla þess að bera efnið á landsvæðið veldur umtalsverðu ónæði vegna aukins ágangs fugla á svæðinu þá verði þessi heimild tekin til endurskoðunar í skipulags- og framkvæmdaráði eins skjótt og verða má. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tryggja að óháður aðili hafi eftirlit með framkvæmdinni og áhrifum hennar á nánasta umhverfi. Niðurstöður verði lagðar fram á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs eftir því sem framkvæmd tilraunarinnar vindur fram.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Dreifingu gors á Ærvíkurhöfða þetta haustið lauk 30.október s.l. Náttúrustofa Norðausturlands hefur skilað af sér minnisblaði um ásókn fugla í gorinn skv. þeirra athugunum nú í haust. Náttúrustofan framkvæmdi 28 heildartalningar á fuglum á losunarsvæðinu á tímabilinu frá 8. september til 5. október s.l. og komu einnig upp myndavélum til tímabundins eftirlits. Niðurstaða athugana er sú að fuglar, einkum stórir máfar, sóttu nokkuð í úrganginn. Viðvera máfanna á losunarstað var þó óregluleg og oft leið langur tími án þess að nokkur máfur sæist. Benti viðvera þeirra til þess að gorinn innihaldi ekki eftirsóknarverða fæðu heldur hafi máfar einkum sótt í gorlosunarsvæðið þegar lítið var að hafa annarsstaðar. Einnig sáust hrafnar í litlum mæli sækja í gorlosunarsvæðið.

Jón Helgi Björnsson á Laxamýri lýsir yfir andstöðu sinni við áframhaldandi losun gors á Ærvíkurhöfða í tölvupósti frá 23. nóvember. Í því samhengi nefnir hann nálægð við tún bújarðarinnar Laxamýrar og mögulega smithættu en jafnframt að gorinn laði "vargfugla" að svæðinu sem sé óheppilegt í ljósi lífríkis við Laxá.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar greinargóðar upplýsingar Náttúrustofu Norðausturlands um ásókn fugla í gorinn og sjónarmið Jóns Helga sem nágranna. Ráðið stefnir að ákvörðun um framhald losunar gors á Ærvíkurhöfða í upphafi árs 2021.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Á 84. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 24. nóvember s.l. fjallaði ráðið um minnisblað Náttúrustofu Norðausturlands um ásókn fugla á gordreifingarsvæði Norðlenska innan skógræktarsvæðis Kolviðar á Ærvíkurhöfða. Ennfremur var á fundinum fjallað um tölvupóst sem ráðinu barst frá Jóni Helga Björnssyni á Laxamýri þann 23. nóvember s.l. Við ákvörðun um að gera tilraun með losun gors á Ærvíkurhöfða var horft til umsagnar Matvælastofnunar dags. 9. júlí 2020. Þar kemur fram að um gor séu settar sömu kröfur og fyrir húsdýraáburð og því megi nota innihald meltingarvegar á land án frekari vinnslu. Ráðið ákvað að bíða með ákvörðun um framhald gorlosunar á Ærvíkurhöfða til upphafs nýhafins árs.

Sigurgeir vék af fundi undir þessum lið.

Ljóst er af athugunum Náttúrustofu Norðausturlands að máfar sækja nokkuð í gorinn skömmu eftir dreifingu. Hrafnar virðast minna sækja í gorinn en máfar, þó eitthvað sé. Jafnframt er það ljóst að áhugi máfanna á gornum er til þess að gera lítill og varir ekki lengi eftir dreifingu. Ekki hefur borið á fuglum á gorlosunarsvæðinu eftir að losun var hætt í lok október. Ásókn fugla virðist því ekki frágangssök við dreifingu gors. Ekki virðist heldur að lyktarmengun vegna losunar gors á höfðann hafi verið veruleg. Það er kunnara en frá þurfi að segja að máfar og hrafnar sækja umtalsvert að neðsta hluta Laxár og varla tilefni til að ætla að sú ásókn vaxi vegna losunar gors á Ærvíkurhöfða, með vísan til athugana Náttúrustofu Norðausturlands. Við akstur með gor um tún Ærvíkurhöfðans sukku ökutæki talsvert ofan í svörðinn og skyldu eftir djúp hjólför. Losun gors á lítt gróið land innan vandaðrar girðingar skammt frá sláturhúsi virðist umhverfisvæn leið til förgunar/nýtingar úrgangsins og ekki augljós álitlegri losunarstaður. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna að lagfæringu girðinga á landamerkjum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að losun gors innan skógræktarsvæðis á Ærvíkurhöfða verði áfram heimiluð. Losun verði eingöngu á þeim svæðum höfðans sem hafa afrennsli úrkomu og leysingavatns fram af höfðanum til að draga úr líkum á smithættu yfir í beitilönd við Saltvík. Eftir hvert losunartímabil þarf að lagfæra skemmdir í akstursleið. Áfram verði fylgst með ásókn fugla í gorlosunarsvæðið. Ákvörðun um heimild til losunar gors á svæðinu verði endurskoðuð ef aðstæður gefa tilefni til.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 87. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;


Ljóst er af athugunum Náttúrustofu Norðausturlands að máfar sækja nokkuð í gorinn skömmu eftir dreifingu. Hrafnar virðast minna sækja í gorinn en máfar, þó eitthvað sé. Jafnframt er það ljóst að áhugi máfanna á gornum er til þess að gera lítill og varir ekki lengi eftir dreifingu. Ekki hefur borið á fuglum á gorlosunarsvæðinu eftir að losun var hætt í lok október. Ásókn fugla virðist því ekki frágangssök við dreifingu gors. Ekki virðist heldur að lyktarmengun vegna losunar gors á höfðann hafi verið veruleg. Það er kunnara en frá þurfi að segja að máfar og hrafnar sækja umtalsvert að neðsta hluta Laxár og varla tilefni til að ætla að sú ásókn vaxi vegna losunar gors á Ærvíkurhöfða, með vísan til athugana Náttúrustofu Norðausturlands. Við akstur með gor um tún Ærvíkurhöfðans sukku ökutæki talsvert ofan í svörðinn og skyldu eftir djúp hjólför. Losun gors á lítt gróið land innan vandaðrar girðingar skammt frá sláturhúsi virðist umhverfisvæn leið til förgunar/nýtingar úrgangsins og ekki augljós álitlegri losunarstaður. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna að lagfæringu girðinga á landamerkjum.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að losun gors innan skógræktarsvæðis á Ærvíkurhöfða verði áfram heimiluð. Losun verði eingöngu á þeim svæðum höfðans sem hafa afrennsli úrkomu og leysingavatns fram af höfðanum til að draga úr líkum á smithættu yfir í beitilönd við Saltvík. Eftir hvert losunartímabil þarf að lagfæra skemmdir í akstursleið. Áfram verði fylgst með ásókn fugla í gorlosunarsvæðið. Ákvörðun um heimild til losunar gors á svæðinu verði endurskoðuð ef aðstæður gefa tilefni til.
Til máls tók; Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.