Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

84. fundur 24. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bjarni Páll Vilhjálmsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri, sat fundinn undir liðum 1-8.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 4-5.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri, sat fundinn undir liðum 4-5.

1.Söluheimild eigna: Félagsleg íbúð

Málsnúmer 202011046Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði og umsjónarmaður fasteigna Norðurþings óskar eftir söluheimild vegna fyrirhugaðrar sölu á félagslegri íbúð.

Á fundi fjölskylduráðs 23.11.2020 var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að viðkomandi íbúð fari í söluferli.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja íbúðina í söluferli með auglýsingu.

2.Fundargerðir Stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks

Málsnúmer 201912005Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fundargerð stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks og kostnaðaráætlun í uppgerð á þaki framhússins. Taka þarf ákvörðun hvort sækja eigi um styrk fyrir framkvæmdinni úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sækja um styrkinn til Húsafriðunarsjóðs og mun veita mótframlag á móti styrkupphæð ef komi til styrkja.

3.Víðilundur Öxarfirði - Sala

Málsnúmer 202011084Vakta málsnúmer

Innan skamms mun fasteignin Víðilundur í Öxarfirði verða auglýst til sölu. Eignarhlutur Norðurþings í umræddri fasteign er 25% á móti 75% sem er í eigu Ríkisins.
Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggja gögn er varða stöðu eignarinnar, en söluheimild liggur þegar fyrir m.v. fyrri bókanir í tengslum við málið.
Lagt fram til kynningar.

4.Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Á 83. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lá fyrir tillaga frá formanni ráðsins varðandi framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs Norðurþings og þær framkvæmdir sem mögulega væri skynsamlegt að ráðast í á árinu 2021. Ekki fékkst niðurstaða varðandi málið á þeim fundi og er það því tekið upp að nýju. Kallað er eftir afstöðu fulltrúa ráðsins til málsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdir, fjárfestingar og gjaldfært viðhald 2021

Málsnúmer 202011064Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri mæta á fund ráðsins og fara yfir rekstur og gjaldfært viðhald Eignasjóðs og það svigrúm sem verður í fjárhagsáætlun 2021 til eignfærðra framkvæmda og fjárfestinga.
Lagt fram til kynningar.

6.Víðimóar 3

Málsnúmer 202011074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra verktakasviðs Íslenska Gámfélagsins þar sem kallað er eftir aðgerðum Norðurþings varðandi uppsetningu girðingar umhverfis lóð sorpmóttöku ÍG að Víðimóum 3 eins og gert er ráð fyrir í starfsleyfi.
Kallað er eftir afstöðu ráðsins til erindisins og þeirrar afmörkunar lóðar að Víðimóum 3 sem óskað er eftir til samræmis við útgefið starfsleyfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða í að girða af Víðimóa 3.

7.Norðlenska óskar heimildar til dreifingar á gori og blóði til uppgræðslu

Málsnúmer 202002064Vakta málsnúmer

Dreifingu gors á Ærvíkurhöfða þetta haustið lauk 30.október s.l. Náttúrustofa Norðausturlands hefur skilað af sér minnisblaði um ásókn fugla í gorinn skv. þeirra athugunum nú í haust. Náttúrustofan framkvæmdi 28 heildartalningar á fuglum á losunarsvæðinu á tímabilinu frá 8. september til 5. október s.l. og komu einnig upp myndavélum til tímabundins eftirlits. Niðurstaða athugana er sú að fuglar, einkum stórir máfar, sóttu nokkuð í úrganginn. Viðvera máfanna á losunarstað var þó óregluleg og oft leið langur tími án þess að nokkur máfur sæist. Benti viðvera þeirra til þess að gorinn innihaldi ekki eftirsóknarverða fæðu heldur hafi máfar einkum sótt í gorlosunarsvæðið þegar lítið var að hafa annarsstaðar. Einnig sáust hrafnar í litlum mæli sækja í gorlosunarsvæðið.

Jón Helgi Björnsson á Laxamýri lýsir yfir andstöðu sinni við áframhaldandi losun gors á Ærvíkurhöfða í tölvupósti frá 23. nóvember. Í því samhengi nefnir hann nálægð við tún bújarðarinnar Laxamýrar og mögulega smithættu en jafnframt að gorinn laði "vargfugla" að svæðinu sem sé óheppilegt í ljósi lífríkis við Laxá.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar greinargóðar upplýsingar Náttúrustofu Norðausturlands um ásókn fugla í gorinn og sjónarmið Jóns Helga sem nágranna. Ráðið stefnir að ákvörðun um framhald losunar gors á Ærvíkurhöfða í upphafi árs 2021.

8.Breyting aðalskipulags vegna uppbyggingar í Auðbrekku

Málsnúmer 202011018Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á drögum að aðalskipulagsbreytingu í Auðbrekku til samræmis við bókun ráðsins 10. nóvember s.l. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust vegna skipulagsbreytingarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu skipulagsbreytingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráðs telur fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags svo óverulega að ekki sé tilefni til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt sem óveruleg breyting með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Breytingin felur í sér nokkra stækkun á landnotkunarreit Þ1 til norðausturs inn á óbyggt svæði og lítillega inn í reit Í3. Markmið breytingarinnar er að færa fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis nokkru lengra frá gróinni íbúðarbyggð í Auðbrekku en upphaflega var kynnt og stækka jafnframt dvalarsvæði lóðar upp í brekkuna þar sem það tengist aðliggjandi útivistarsvæði. Sá hluti Í3 sem skerðist vegna stækkunar Þ1 er óbyggður og ekki áætlanir um uppbyggingu innan hans. Fyrirhuguð uppbygging er eftir sem áður í samræmi við það umfang sem skilgreint var í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili.

9.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík

Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga á drögum að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík til samræmis við bókun ráðsins 10. nóvember s.l. Athugasemd barst frá nágrönnum að Auðbrekku 6, en þau velta fyrir sér deilihönnun bílastæða og aðkomu við Auðbrekku og hvenær hún verður tilbúin. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lítillega uppfærða tillögu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða kynningu breytinga skipulagsmarka deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku.

10.Breyting deiliskipulags í Auðbrekku

Málsnúmer 202011019Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á drögum að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku til samræmis við bókun ráðsins 10. nóvember s.l. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust vegna skipulagsbreytingarinnar. Breytingartillagan felur í sér lítilsháttar breytingu á deiliskipulagsmörkum í ljósi tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu skipulagsmarka íbúðarsvæðis í Auðbrekku verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga samhliða kynningu deiliskipulags svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál.

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd kynnir nú frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 (275. mál, þingskjal 307). Óskað er umsagna fyrir 2. desember n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til þess að veita umsögn á þessu stigi.

12.Breyting á deiliskipulagi Rifóss

Málsnúmer 202009019Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags fyrir fiskeldi Rifóss við Lón í Kelduhverfi. Minjastofnun og Vegagerðin skiluðu umsögnum um skipulagsbreytinguna en hvorug stofnananna gerir athugasemd við hana. Skipulagsstofnun minnir á að það sé ekki lögbundið hlutverk stofnunarinnar að yfirfara deiliskipulagstillögur áður en þær eru afgreiddar endanlega heima í héraði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis Rifóss verði samþykkt eins og hún var kynnt.

13.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri í Öxarfirði

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Samherji fiskeldi ehf óskar umfjöllunar um hugmyndir að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri. Skipulagslýsing var kynnt vorið 2018 og bárust allmargar umsagnir eins og nánar er bókað í fundargerð ráðsins 26. júní 2018. Rekstraraðili stefnir að áframhaldandi uppbyggingu landeldis í Öxarfirði, en bæði starfsleyfi frá 1. febrúar 2019 og rekstrarleyfi frá 25. júní 2020 miða við hámarkslífmassa upp á 3.000 tonna framleiðslu af laxi og/eða bleikju. Fyrir liggja drög að deiliskipulagi sem samanstendur af greinargerð og uppdrætti. Deiliskipulagið nær til lóðar um fiskeldið en flatarmál hennar er 8,39 ha. Fiskeldinu er ætlað að rúmast innan þess 5,6 ha svæðis innan lóðarinnar sem skilgreint er sem iðnaðarsvæði i3 skv. aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið, í samráði við framkvæmdaaðila, að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir skv. ákvæðum 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

14.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001107Vakta málsnúmer

428. fundargerð Hafnasambands Íslands lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

15.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2021

Málsnúmer 202011091Vakta málsnúmer

Fyrir ráðið liggur tillaga að framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2020-2026
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2021 sem gerir ráð fyrir framkvæmdum uppá 50 milljónum.

Bergur Elías óskar bókað. Rétt er að komi fram að framkvæmdirnar verði fjármagnaðar með lánsfé að mestu leyti og þarf samþykki sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:05.