Fara í efni

Fundargerðir Stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks

Málsnúmer 201912005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Á 49. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs setti ráðið saman stýrihóp vegna framtíðar Kvíabekks. Stýrihópnum var ætlað að koma með hugmyndir varðandi notkun á húsinu og áætlun varðandi uppbyggingu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fyrir ráðinu liggja fundargerðir og fylgiskjöl stýrihópsins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fundargerð stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks og kostnaðaráætlun í uppgerð á þaki framhússins. Taka þarf ákvörðun hvort sækja eigi um styrk fyrir framkvæmdinni úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sækja um styrkinn til Húsafriðunarsjóðs og mun veita mótframlag á móti styrkupphæð ef komi til styrkja.