Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

72. fundur 30. júní 2020 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna uppbyggingar fiskeldis á Röndin á Kópaskeri

Málsnúmer 202006115Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar umsagnar um hvort Norðurþing telji að framkvæmd Fiskeldis Austfjarða við fyrirhugaða uppbyggingu fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri skv. framlagðri fyrirspurn skuli háð mati á umhverfisáhrifum og þá á hvaða forsendum.
Meðfylgjandi erindi er greinargerð framkvæmdaaðila sem send var Skipulagsstofnun sem fyrirspurn um matsskyldu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð uppbygging fiskeldis Fiskeldis Austfjarða á Röndinni sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og þar með væntingar sveitarfélagsins um landnýtingu. Ráðið telur greinargerð fyrirspurnar um matsskyldu lýsa framkvæmdinni og líklegum umhverfisáhrifum hennar vel. Eins og fram kemur í greinargerðinni er fuglalíf innan framkvæmdasvæðis fremur fábreytt og þess að vænta að áhrif framkvæmdar á fuglalíf verði ekki veruleg. Helst verða áhrif á lítið hettumáfsvarp sem er innan lóðarinnar og reikna má með að það víki í tengslum við framkvæmdirnar. Einnig verpir nokkuð af kríum innan framkvæmdasvæðis. Ekki er að vænta sjaldgæfra plöntutegunda á framkvæmdasvæðinu. Afla þarf samþykkis Minjastofnunar áður en til röskunar skráðra fornminja á framkvæmdasvæðinu kemur en reiknað er með að fulltrúi stofnunarinnar skoði minjarnar nú á næstu vikum.
Vegna uppbyggingar fiskeldisins þarf framkvæmdaaðili að tryggja sér lóðarréttindi, afla sér framkvæmdaleyfis hjá sveitarfélaginu vegna lagningar vega og fráveitulagna og svo fá samþykki fyrir byggingarleyfi mannvirkja innan lóðar. Sveitarfélagið er landeigandi á svæðinu og er því samningsaðili vegna lóðarréttinda.

2.Ósk um stöðuleyfi fyrir flugskýli og afnot skeiðvallar sem fisflugbrautar

Málsnúmer 202006121Vakta málsnúmer

Sigmundur Þorgrímsson, f.h. óstofnaðs Fisflugsfélags Húsavíkur, óska eftir heimild til að nýta aflagðan skeiðvöll við Skjólbrekku sem fisflugbraut og jafnframt heimild til að reisa á svæðinu flugskýli sem nánar er lýst í erindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir um aðstöðu fyrir hið óstofnaða félag við Skjólbrekku fyrir sitt leyti. Á hinn bóginn telur ráðið að afla þurfi umsagna Samgöngustofu og Vegagerðarinnar áður en leyfi er veitt fyrir notkun skeiðvallarins sem fisflugbrautar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla umsagna stofnana áður en endanleg afstaða er tekin. Afstaða til stöðuleyfis fyrir flugskýli verður tekin þegar afstaða til notkunar brautarinnar hefur verið afgreidd.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Höfðabrekku 29a.

Málsnúmer 202005109Vakta málsnúmer

Örlygur Hnefill Örlygsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 14,8 m² setustofu við Höfðabrekku 29a og jafnframt innrétta svefnherbergi í hluta bílgeymslu. Framlögð teikning er unnin af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

4.Uppsetning timburgirðingar á Grjóthálsi til að minnka skafrenning inn á veg um Reykjaheiði

Málsnúmer 202006129Vakta málsnúmer

Landsvirkjun hefur áhuga á því gera tilraun með snjógirðingar (1,5-2 m háar úr timbri ) efst á Grjóthálsi til að kanna hvort hægt er að minnka skafrenning inn á veginn þar. Eins er til athugunar að breikka gatnamótin inn á útsýnisstaðinn efst á Grjóthálsi þessu samfara. Meðfylgjandi er rissmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu skjólveggja. Óskað er eftir samþykki Norðurþings fyrir framkvæmdinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu skjólveggja og lagfæringu gatnamóta eins og nánar kemur fram í erindinu.

5.Fundargerðir Stýrihóps v. uppbyggingar og framtíðarnotkunar Kvíabekks

Málsnúmer 201912005Vakta málsnúmer

Á 49. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs setti ráðið saman stýrihóp vegna framtíðar Kvíabekks. Stýrihópnum var ætlað að koma með hugmyndir varðandi notkun á húsinu og áætlun varðandi uppbyggingu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fyrir ráðinu liggja fundargerðir og fylgiskjöl stýrihópsins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

6.Gönguleiðir á Húsavík 2020

Málsnúmer 202006042Vakta málsnúmer

Á 70. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hanna verkáætlun út sumarið 2020 sem tekur tillit til opnunar, viðhalds, merkinga og endurbóta á þeim göngustígum sem til umræðu eru á fundinum. Sérstaklega verði horft til þess að gönguleiðum í kringum Botnsvatn, niður með Búðará og frá melnum upp fyrir Skálatjörn verði gert hátt undir höfði sem kostur er. Í framhaldinu verði gönguleiðakort Húsavíkur endurnýjað og birt á heimasíðu Norðurþings ásamt upplýsingum um færð tiltekinna gönguleiða. Verkáætlun skuli vera tilbúin fyrir næsta fund ráðsins að tveimur vikum liðnum.
Lagt fram til kynningar.

7.Fyrirspurn um förgun á plasti á Melrakkasléttu.

Málsnúmer 202006108Vakta málsnúmer

Þorsteinn Sigmarsson f.h. Blikalóns biður um að settur verði upp gámur á landareigninni til að safna plasti í og hann yrði svo fjarlægður í lok sumars.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur jákvætt að íbúar sýni frumkvæði í hreinsun svæðisins en telur sér ekki fært að komast til móts við hvern og einn um gámaaðstöðu.

Ráðið bendir á að verið er að undirbúa hreinsun á strandlengjunni frá Raufarhöfn í enda vikunnar og fram í næstu og bendir á verkefnastjóra Norðurþings á Raufarhöfn, Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, til upplýsingagjafar og útfærslu á að komast til móts við förgun rusls á svæðinu.

8.Tjaldsvæðið í Lundi

Málsnúmer 202006105Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkti á 67 fundi sínum 22. júní 2020 að hætta rekstri tjaldsvæðis í Lundi sem verið hefur í rekstri sveitarfélagsins á jörð Skinnastaðar. Sveitarfélagið mun því ekki sjá um að slá og hirða svæðið hér eftir.

Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráð og leggur til að svæðið verði afhent landeiganda að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fjarlægja skúr í eigu Norðurþings sem er á svæðinu og upplýsa Prestsetrasjóð um skil sveitarfélagsins á afnotarétti á landinu.

9.Ósk um afnot af efsta hluta Skrúðgarðsins til samkomu/tónleikahalds

Málsnúmer 202006149Vakta málsnúmer

Unnsteinn Ingi Júlíusson, f.h. undirbúningshóps, óskar eftir leyfi Norðurþings til að boða til opinnar samkomu í efsta hluta Skrúðgarðsins á Húsavík, sjá mynd. Hugmyndin er að búa til viðburð fyrir bæjarbúa með tónlistarflutningi ýmissa aðila úr samfélaginu, nokkuð í anda garðtónleika, nema með ögn stærra sniði. Dagsetning yrði valin með stuttum fyrirvara, þar sem gott veður er alger forsenda, en stefnt á Mærudagavikuna, þ.e. 20.-24. júlí. Tímasetning yrði frá 18-21.30 eða svo.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í samráði við undirbúningshópinn.

10.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins. Ræða þarf það sem komið er og framhaldið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.