Fara í efni

Gönguleiðir á Húsavík 2020

Málsnúmer 202006042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Eitt af helstu einkennum Húsavíkur sem spennandi áfangastað fyrir ferðamenn er mikið úrval af gönguleiðum í fjölbreyttu og fallegu landslagi. Í gegnum árin hafa verið gerðar margir stígar víðsvegar kringum bæinn sem hafa notið mikilla vinsælda. Mikilvægt er að uppi sé heildstæð áætlun um hvaða leiðir sé markvisst unnið að því að viðhalda þannig að hægt sé að vísa á þær með tilteknu öryggi. Fulltrúar úr skipulags- og framkvæmdaráði hafa farið yfir gönguleiðir kringum bæinn og leggja fram tillögur á fundinum um leiðir sem skuli njóta forgangs í viðhaldi til framtíðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hanna verkáætlun út sumarið 2020 sem tekur tillit til opnunar, viðhalds, merkinga og endurbóta á þeim göngustígum sem til umræðu eru á fundinum. Sérstaklega verði horft til þess að gönguleiðum í kringum Botnsvatn, niður með Búðará og frá melnum upp fyrir Skálatjörn verði gert hátt undir höfði sem kostur er. Í framhaldinu verði gönguleiðakort Húsavíkur endurnýjað og birt á heimasíðu Norðurþings ásamt upplýsingum um færð tiltekinna gönguleiða. Verkáætlun skuli vera tilbúin fyrir næsta fund ráðsins að tveimur vikum liðnum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Á 70. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hanna verkáætlun út sumarið 2020 sem tekur tillit til opnunar, viðhalds, merkinga og endurbóta á þeim göngustígum sem til umræðu eru á fundinum. Sérstaklega verði horft til þess að gönguleiðum í kringum Botnsvatn, niður með Búðará og frá melnum upp fyrir Skálatjörn verði gert hátt undir höfði sem kostur er. Í framhaldinu verði gönguleiðakort Húsavíkur endurnýjað og birt á heimasíðu Norðurþings ásamt upplýsingum um færð tiltekinna gönguleiða. Verkáætlun skuli vera tilbúin fyrir næsta fund ráðsins að tveimur vikum liðnum.
Lagt fram til kynningar.