Fara í efni

Ósk um afnot af efsta hluta Skrúðgarðsins til samkomu/tónleikahalds

Málsnúmer 202006149

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Unnsteinn Ingi Júlíusson, f.h. undirbúningshóps, óskar eftir leyfi Norðurþings til að boða til opinnar samkomu í efsta hluta Skrúðgarðsins á Húsavík, sjá mynd. Hugmyndin er að búa til viðburð fyrir bæjarbúa með tónlistarflutningi ýmissa aðila úr samfélaginu, nokkuð í anda garðtónleika, nema með ögn stærra sniði. Dagsetning yrði valin með stuttum fyrirvara, þar sem gott veður er alger forsenda, en stefnt á Mærudagavikuna, þ.e. 20.-24. júlí. Tímasetning yrði frá 18-21.30 eða svo.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í samráði við undirbúningshópinn.