Fara í efni

Tjaldsvæðið í Lundi

Málsnúmer 202006105

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020

Norðurþing hefur rekið tjaldsvæði í Lundi til langs tíma. Tjaldsvæðið er staðsett á jörð sem tilheyrir kirkjunni. Lítið þjónustuhús sem komið er til ára sinna er á jörðinni.
Tjaldsvæðið hefur verið rekið með sundlauginni í Lundi en nú er rekstaraðili með laugina undir sínum höndum.
Fjölskylduráð samþykkir að hætta rekstri tjaldsvæðis í Lundi sem verið hefur í rekstri sveitarfélagsins á jörð Skinnastaðar. Sveitarfélagið mun því ekki sjá um að slá og hirða svæðið hér eftir.

Ráðið vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráð og leggur til að svæðið verði afhent landeiganda að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Fjölskylduráð samþykkti á 67 fundi sínum 22. júní 2020 að hætta rekstri tjaldsvæðis í Lundi sem verið hefur í rekstri sveitarfélagsins á jörð Skinnastaðar. Sveitarfélagið mun því ekki sjá um að slá og hirða svæðið hér eftir.

Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráð og leggur til að svæðið verði afhent landeiganda að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fjarlægja skúr í eigu Norðurþings sem er á svæðinu og upplýsa Prestsetrasjóð um skil sveitarfélagsins á afnotarétti á landinu.