Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Höfðabrekku 29a.

Málsnúmer 202005109

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020

Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir óska eftir leyfi til að byggja við íbúðareign sína að Höfðabrekku 29a. Fyrirhuguð stækkun húss er 71,9 m². Fyrir liggur rissmynd af fyrirhugaðri viðbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur framlögð gögn ófullnægjandi og getur því ekki tekið endanlega afstöðu til erindisins. Á hinn bóginn telur ráðið að fyrirhuguð uppbygging komi til greina ef nágrannar geri ekki athugasemdir í grenndarkynningu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Örlygur Hnefill Örlygsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 14,8 m² setustofu við Höfðabrekku 29a og jafnframt innrétta svefnherbergi í hluta bílgeymslu. Framlögð teikning er unnin af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.