Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

68. fundur 26. maí 2020 kl. 13:00 - 16:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Silja Jóhannesdóttir formaður
 • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
 • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 4.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 1-9 og 17.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 3-9 og 17.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 10-17.

1.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019

Málsnúmer 202005083Vakta málsnúmer

Fyrir fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2019 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Þetta mál var tekið fyrir á 103. sveitarstjórnarfundi 19. maí s.l. með eftirfarandi niðurstöðu:

Til máls tóku: Kristján, Bergur, Kolbrún Ada og Helena. Kristján Þór leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að skipulags- og framkvæmdaráð endurskoði afstöðu sína til frestunar á bryggju- og lestargjöldum smærri báta og skipa. Horft verði til þess að fyrirtæki sem hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda hafi sömuleiðis tækifæri til að sækja um vaxtalausan frest á greiðslum þessara gjalda á meðan fyrirtækin glíma við forsendubrest í rekstri sínum, til samræmis við tillögu aðgerðarhóps sveitarfélagsins vegna covid-19. Tillagan er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirtæki og einstaklingar geti sótt um að fresta greiðslu á bryggju- og lestargjöldum báta undir 1000 bt. í samræmi við tillögu aðgerðahóps varðandi Covid-19 enda hafi umsækjandi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda.

3.Endurnýjun húsaleigusamninga atvinnuhúsnæðis á Hafnarstétt 17(verbúðir)

Málsnúmer 201805106Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggja breytingatillögur af húsaleigusamningsformi fyrir Hafnarstétt 17, verbúðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra samningsformið og leggja fyrir ráðið að nýju. Uppfæra þarf samningsformið með tilliti til eldvarna, umgengni og fleira.

4.Skólahús Lundi - framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 202002111Vakta málsnúmer

Borist hefur fyrirspurn um stækkun útisvæðis og ósk um bætta aðstöðu í forstofu við leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við starfsmenn í Lundi og koma með tillögur að úrbótum og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.

5.Ósk um leyfi til að mála regnbogagangbraut á milli veitingarstaðarins Naustsins og Árbóls

Málsnúmer 202005101Vakta málsnúmer

Forsvarsfólk Naustsins og Árbóls óska eftir leyfi til að mála regnbogagangbraut á milli staðanna. Beðið er um lengri lokun á götunni en í fyrra svo að málningin fái að þorna vel áður en keyrt er yfir hana.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

6.Viðhald gangstétta og gatna á Raufarhöfn

Málsnúmer 202005102Vakta málsnúmer

Beiðni um malbikun á snúningsplani við Ásgötu á Raufarhöfn. Einnig er beiðni um að hefla veg upp að kirkjugarðinum á Raufarhöfn, kostnaður er metinn um 500 þús.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að lagfæra og hefla Höfðabraut en ekki verður farið í malbikun á snúningsplani við Ásgötu að svo stöddu.

7.Ísland ljóstengt 2019

Málsnúmer 201811084Vakta málsnúmer

Breytingar á áður samþykktum forsendum á lagningu ljósleiðara frá Raufarhöfn í Höskuldarnes.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir kostnaðarauka uppá 700.000,- vegna lagningu ljósleiðara frá Raufarhöfn í Höskuldarnes.

8.Íþróttamannvirki Raufarhafnar - Viðhald

Málsnúmer 202001074Vakta málsnúmer

Ástand norðurveggjar á Íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn er slæmt. Nýbúið er að setja í húsið glugga og leggja nokkurn pening í þá framkvæmd. Ef að veggskemmdir verða ekki lagaðar er hætta á að umgjörð gluggana skemmist og sú framkvæmd þá illa varinn. Ræða þarf í ráðinu hvort laga eigi vegginn og kostnað vegna þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að einangra og klæða austur- og norðurvegg á íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn eftir að ljóst er að framkvæmdin við ísetningu glugga liggur fyrir skemmdum verði ekkert að gert. Fyrirhuguðum framkvæmdum við Aðalbraut 23, ráðhúsinu á Raufarhöfn er frestað þess í stað. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fylgja málinu eftir.

9.Ósk um aðkomu að endurbótum hússins Breiðabliks á Raufarhöfn

Málsnúmer 202002063Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur þríhliða samningur milli Norðurþings, Félags eldri borgara á Raufarhöfn og Hólmsteins Helgasonar ehf. um eignarhald, viðhald og framtíðarafnot hússins Breiðabliks á Raufarhöfn til kynningar.
Á 325. fundi Byggðaráðs 30. apríl sl. var samþykkt að sveitarstjóri myndi undirrita samning við Félag eldri Borgara á Raufarhöfn þess efnis að félaginu yrði afhent fasteignin Breiðablik til eignar, ásamt því að greiða allan rekstrarkostnað við húsið næstu sex árin. Einnig myndi sveitarfélagið greiða fjórar milljónir króna sem framlag í viðhaldsframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á húsinu. Þessi ákvörðun Byggðaráðs var tekin þrátt fyrir að Skipulags-og framkvæmdaráð sem hefur yfirumsjón með ákvörðunartöku er varðar fasteignir Norðurþings hafi ekki verið búið að veita söluheimild fyrir eignina. Undirritaðir lýsa miklum vonbrigðum með þá staðreynd að tekið sé fram fyrir hendurnar á þeim aðilum sem eiga sannarlega að bera ábyrgð á framvindu ákveðinna mála fyrir hönd sveitarfélagsins. Það er með öllu óásættanlegt að nefndarfólk sé lítillækkað með þeim hætti að það fái bara að segja sitt um sum mál en önnur ekki. Benda má á það að Sveitarstjórn Norðurþings hefur alltaf heimild til þess að taka upp mál úr fundargerðum og leggja fram breytingatillögur ef aðilum þar finnst fastanefndirnar vera á villigötum. Með afgreiðslu á málum eins og raunin var í þessu tilfelli mætti allt eins færa rök fyrir því að kostnaður við fagráð verði sparaður og Byggðaráði rétt keflið.
Guðmundur Halldórsson,
Heiðar Hrafn Halldórsson,
Kristinn Jóhann Lund og
Kristján Friðrik Sigurðsson.

10.Val ehf. f.h. Ríkiseignir óskar eftir leyfi fyrir breytingum á Framhaldsskólanum á Húsavík

Málsnúmer 202005070Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til breytinga á ritara- og bókasafnsherbergi sem m.a. fela í sér stækkun glugga á austurhlið. Fyrir liggja teikningar unnar af Faglausn.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni.

11.Ósk um leyfi fyrir skjólvegg við Ásgarðsveg 15

Málsnúmer 202005050Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að byggja skjólvegg á lóðarmörkum Ásgarðsvegar 15 við götu skv. meðfylgjandi rissmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á uppbyggingu skjólveggjarins með fyrirvara um samráð lóðarhafa við RARIK vegna rafmagnskassa á lóðarmörkum.

12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskýli við Laugarbrekku 21

Málsnúmer 202005072Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir óeinangraðri 12,4 m² útigeymslu og bílskýli við Laugarbrekku 21. Teikning er unnin af Knúti E. Jónassyni hjá Faglausn.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á uppbyggingu geymslu úr brennanlegu efni á þessum stað. Leyfi fyrir framkvæmdinni er háð því að geymslan verði eldvarin á fullnægjandi hátt. Einnig er hún háð samþykki nágranna að Laugarbrekku 19 vegna nálægðar við lóðarmörk.

13.Ósk um leyfi fyrir breytingum utanhúss á Vallholtsvegi 9

Málsnúmer 202005073Vakta málsnúmer

Elke Wald óskar eftir leyfi til að rífa gamlar steyptar útitröppur við vesturstafn Vallholtsvegar 9 og stækka þeirra í stað svalir vestur fyrir hús þannig að þær nái að útgangi skv. meðfylgjandi rissmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

14.Rarik ohf. óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Garðarsbraut

Málsnúmer 202005075Vakta málsnúmer

Rarik ohf. óskar eftir 24,9 m² lóð undir dreifistöð við neðsta hluta Uppsalavegar skv. framlögðu hnitsettu lóðarblaði. Ætlunin er að leggja af spennistöð innan lóðar Garðarsbrautar 44 og setja þess í stað upp spennistöðvarhús 8,8 m² á nýrri lóð.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum að Garðarsbraut 42, 44 og 48, Mararbraut 23 og Túngötu 19 og 22 áður en afstaða er tekin til erindisins.

15.Lemon á Húsavík óskar eftir leyfi fyrir skilti.

Málsnúmer 202005107Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja upp skilti á ljósastaur við brú yfir Búðarárgil til að merkja staðsetningu veitingasölu Lemon við Héðinsbraut.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

16.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Höfðabrekku 29a.

Málsnúmer 202005109Vakta málsnúmer

Örlygur Hnefill Örlygsson og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir óska eftir leyfi til að byggja við íbúðareign sína að Höfðabrekku 29a. Fyrirhuguð stækkun húss er 71,9 m². Fyrir liggur rissmynd af fyrirhugaðri viðbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur framlögð gögn ófullnægjandi og getur því ekki tekið endanlega afstöðu til erindisins. Á hinn bóginn telur ráðið að fyrirhuguð uppbygging komi til greina ef nágrannar geri ekki athugasemdir í grenndarkynningu.

17.CrowdThermal og samfélagsgróðurhús

Málsnúmer 201909081Vakta málsnúmer

Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Eims og Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóri Landsvirkjunar mæta á fund ráðsins til að kynna verkefnið CrowdThermal sem er samfélagsgróðurhús. Lagt er til nýta kornvöruskemmuna undir verkefnið komist það á framkvæmdastig.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sunnu og Sigurði fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið.

Fundi slitið - kl. 16:20.