Fara í efni

CrowdThermal og samfélagsgróðurhús.

Málsnúmer 201909081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Eimur hlaut nýverið styrk í Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins vegna þátttöku í verkefninu Crowdthermal. Verkefnið gengur út á auka hlut jarðvarma í Evrópu og að nýta ný fjármögnunarmódel til að fjármagna verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku og draga úr áhættu við slík verkefni. CrowdThermal byggir á samstarfi 10 aðila, stofnanir, háskóla og einkafyrirtæki frá 9 mismunandi löndum í Evrópu.
Hlutverk EIMS í verkefninu er að keyra tilraunaverkefni (Case study) þar sem sett verður upp verkefni þar sem horft verður til þess að stuðla að aukinni beinni nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu. Vinnuhugmyndin sem unnið verður með byggir á því að gera tilraun til að fjármagna svokallað Samfélagsgróðurhús sem staðsett væri á Húsavík. Markmið með gróðurhúsinu er að efla innviði á sviði matvælaframleiðslu á svæðinu og byggja upp aðstöðu fyrir nýsköpunarfyrirtæki, skóla og aðra aðila til að auka staðbundna matvælaframleiðslu og stuðla þannig að aukinni sjálfbærni svæðisins og efla nýsköpun.
Unnið verður að mótun og útfærslu á verkefninu á næstkomandi mánuðum í samstarfi við hagsmunaaðila á svæðinu.
Lagt fram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020

Sunna Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Eims og Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóri Landsvirkjunar mæta á fund ráðsins til að kynna verkefnið CrowdThermal sem er samfélagsgróðurhús. Lagt er til nýta kornvöruskemmuna undir verkefnið komist það á framkvæmdastig.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sunnu og Sigurði fyrir kynninguna og tekur jákvætt í erindið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022

Óskað er eftir heimild til að byggja upp samfélagsgróðurhúsabyggð við Ásgarðsveg á Húsavík. Horft er til að svæði undir gróðurhúsabyggðina yrði annaðhvort þar sem sveitarfélagið var með gróðurhús gegnt Ásgarði eða á túnbletti austan við Túnsberg. Einnig er óskað þátttöku sveitarfélagsins í innviðum og rekstri mannvirkja.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í afnot af svæðinu gegnt Ásgarði. Ráðið getur ekki tekið afstöðu til þátttöku sveitarfélagsins í innviðum og rekstri mannvirkja að svo stöddu og vísar erindinu til byggðarráðs og Orkuveitu Húsavíkur.

Fjölskylduráð - 112. fundur - 07.03.2022

Fjölmenningarfulltrúi gerir grein fyrir verkefni Eims og Crowdthermal um Samfélagsgróðurhús á Húsavík. Þau munu þjóna samfélagslegu hlutverki með því að m.a skapa vettvang til að læra um matvæli og framleiðslu þeirra, vera sýnidæmi um hvernig má nýta jarðhita, auka sjálfbærni og verðmætasköpun sem og að auka lífsgæði íbúa.
Fjölskylduráð fagnar erindinu og tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu samfélagsgróðurhúss.

Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1.3.2022. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í afnot af svæðinu gegnt Ásgarði. Ráðið getur ekki tekið afstöðu til þátttöku sveitarfélagsins í innviðum og rekstri mannvirkja að svo stöddu og vísar erindinu til byggðarráðs og Orkuveitu Húsavíkur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblað um umfang og kostnað verkefnisins.

Byggðarráð Norðurþings - 391. fundur - 17.03.2022

Sveitarstjóri fer yfir málið og kynnir minnisblað fyrir byggðarráði.
Byggðarráð samþykkkir að taka við gróðurhúsi og sjá um rekstur þess. Málinu vísað til nánari úrfærslu í samræmi við fyrirliggjandi minnnisblað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 122. fundur - 22.03.2022

Á 391. fundi byggðarráðs 17. mars, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkkir að taka við gróðurhúsi og sjá um rekstur þess. Málinu vísað til nánari úrfærslu í samræmi við fyrirliggjandi minnnisblað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari upplýsinga frá Eimi varðandi skipulag, kostnað og útfærslu.