Fara í efni

Fjölskylduráð

112. fundur 07. mars 2022 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Gunnarsdóttir Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 4-5.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 6.

1.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Málsnúmer 202109014Vakta málsnúmer

Á 98. fundi fjölskylduráðs 13. september 2021, var óskað eftir að fá kynningu frá félagsmálaráðuneytinu á Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fyrir fjölskylduráði liggur umbeðin kynning.
Lagt fram til kynningar.

2.CrowdThermal og samfélagsgróðurhús

Málsnúmer 201909081Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi gerir grein fyrir verkefni Eims og Crowdthermal um Samfélagsgróðurhús á Húsavík. Þau munu þjóna samfélagslegu hlutverki með því að m.a skapa vettvang til að læra um matvæli og framleiðslu þeirra, vera sýnidæmi um hvernig má nýta jarðhita, auka sjálfbærni og verðmætasköpun sem og að auka lífsgæði íbúa.
Fjölskylduráð fagnar erindinu og tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu samfélagsgróðurhúss.

3.Listamaður Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203002Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi óskar því eftir að reglur um listamann Norðurþings verði endurskoðaðar
Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir yfirferðina. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að yfirfara reglur um listamann Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Völsungur óskar eftir því að sjá um rekstur PCC vallarins á Húsavík sumarið 2022

Málsnúmer 202203010Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir formlegum viðræðum við Norðurþing um að félagið sjái um rekstur PCC vallarins á Húsavík sumarið 2022.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna kostnaðargreiningu og drög að útfærslu og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík 2022

Málsnúmer 202203009Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir því að sjá um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík sumarið 2022. Félagið sá um rekstur svæðisins sumarið 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að ganga til samningsviðræðna við Völsung um rekstur á tjaldsvæðinu á Húsavík.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að samningsdrögum og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir fjölskylduráði umræður af fundi hans og skólastjóra Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar með foreldrum leikskólabarna á Kópaskeri og nágrenni.
Fjallað var um leikskóladeildina á Kópaskeri. Fjölskylduráð hvetur foreldra til að sækja um vistun á leikskóladeildinni á Kópaskeri svo að lágmarks fjöldi barna náist.
Fjölskylduráð vinnur málið áfram í samráði við fræðslufulltrúa sem boða mun til fundar um stöðu leikskóladeildar á Kópaskeri.

7.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Vinnuhópur fjölskylduráðs kynnir fyrir ráðinu vinnuskjal um fjölnota húsnæði fjölskyldusviðs.
Lagt fram til kynningar.

8.Erindi til sveitarstjórnarmanna vegna funda um stefnumótun 2022

Málsnúmer 202202110Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.