Fara í efni

Listamaður Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203002

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 112. fundur - 07.03.2022

Fjölmenningarfulltrúi óskar því eftir að reglur um listamann Norðurþings verði endurskoðaðar
Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir yfirferðina. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að yfirfara reglur um listamann Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 113. fundur - 14.03.2022

Nýjar reglur um listamann Norðurþings lagðar fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um listamann Norðurþings. Reglunum er vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

Fjölskylduráð - 114. fundur - 21.03.2022

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að reglum um listamann Norðurþings. Málið er aftur á dagskrá ráðins vegna uppfærslna á drögum sem lágu fyrir á síðasta fundi.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum sem fela í sér að eingöngu verður hægt að skila inn umsóknum um listamann Norðurþings en ekki tilnefningum. Reglunum er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022

Á 114. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum sem fela í sér að eingöngu verður hægt að skila inn umsóknum um listamann Norðurþings en ekki tilnefningum. Reglunum er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Birna og Aldey.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

Fjölskylduráð - 118. fundur - 09.05.2022

Umsóknarfrestur til listamanns Norðurþings rann út 1.maí síðastliðinn.
Samkvæmt reglum um listamann Norðurþings mun fjölskylduráð velja úr innsendum umsóknum og útnefna listamann Norðurþings 17.júní 2022.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2022 úr þeim umsóknum sem bárust í ár.
Listamaður Norðurþings 2022 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.