Fara í efni

Fjölskylduráð

114. fundur 21. mars 2022 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Birna Ásgeirsdóttir formaður
 • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Eiður Pétursson aðalmaður
 • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Trausti Aðalsteinsson varamaður
Starfsmenn
 • Hróðný Lund félagsmálastjóri
 • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5-11.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 9 og 11-12.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 9.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir liðum 11-12.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202203097Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráð Norðurþings liggur trúnaðarmál til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarmálabók.

2.Listamaður Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203002Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að reglum um listamann Norðurþings. Málið er aftur á dagskrá ráðins vegna uppfærslna á drögum sem lágu fyrir á síðasta fundi.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum sem fela í sér að eingöngu verður hægt að skila inn umsóknum um listamann Norðurþings en ekki tilnefningum. Reglunum er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202203088Vakta málsnúmer

Steinunn Halldórsdóttir sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna fyrirhugaðra píanótónleika
Fjölskylduráð samþykkir að veita Steinunni 50.000 króna styrk úr lista- og menningarsjóði vegna fyrirhugaðra píanótónleika.

4.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202203090Vakta málsnúmer

Einar Óli Ólafsson sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna útgáfutónleika nýútkominnar plötu hans. Tónleikarnir hafa þegar farið fram á Húsavík og Akureyri og eru nú fyrirhugaðir í Reykjavík.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð samþykkir að veita Einari Óla 100.000 króna styrk úr lista- og menningarsjóði vegna fyrirhugaðra tónleika.

5.Afreks og viðurkenningarsjóður 2021

Málsnúmer 202203006Vakta málsnúmer

Kristján Arnarson skotíþróttamaður sækir um 200.000 króna styrk í afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Kristjáni styrk að upphæð 150.000 krónur.

6.Afreks og viðurkenningarsjóður 2021

Málsnúmer 202203006Vakta málsnúmer

Rosa Maria Milián Roldán skotíþróttamaður sækir um 200.000 króna styrk í afreks og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Rosu styrk að upphæð 150.000 krónur.

7.Afreks og viðurkenningarsjóður 2021

Málsnúmer 202203006Vakta málsnúmer

Hreinn Kári Ólafsson blakmaður sækir um 90.000 króna styrk í afreks og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Hreini styrk að upphæð 70.000 krónur.

8.Afreks og viðurkenningarsjóður 2021

Málsnúmer 202203006Vakta málsnúmer

Sigurður Helgi Brynjúlfsson blakmaður sækir um 90.000 króna styrk í afreks og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Sigurði styrk að upphæð 70.000 krónur.

9.Starfsreglur Frístundar

Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer

Starfsreglur Frístundar á Húsavík eru lagðar fram til samþykktar. í starfsreglunum er gert ráð fyrir að Frístund verði rekið sem heilsársúrræði. Einnig er lagt fram minnisblað þar sem farið er yfir helstu breytingar sem þessu fylgja, markmið og útfærslu starfsemi heilsárs Frístundar.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Frístundar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

10.vinnuskóli Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203091Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal um skipulag og fyrirkomulag vinnuskóla Norðurþings 2022.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsemi vinnuskóla Norðurþings fyrir komandi sumar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi laun vinnuskóla:

Ungmenni fædd 2007 - 1.098 kr. klst, vinnutími samtals 5 vikur
Ungmenni fædd 2008 - 833 kr. klst, vinnutími samtals 4 vikur
Ungmenni fædd 2009 - 610 kr. klst, vinnutími samtals 3 vikur

Launataxtar eru reiknaðir út í hlutfalli út frá launaflokki 117 í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - endurbætur á skólalóð

Málsnúmer 202203092Vakta málsnúmer

Nemendur í Öxarfjarðarskóla óska eftir framkvæmdum við skólalóð Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra að kanna möguleika á uppbyggingu skólalóðarinnar.

12.Starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar 2022-2023

Málsnúmer 202203085Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð

Málsnúmer 202112041Vakta málsnúmer

Á 391. fundi byggðarráðs var erindi frá Hraðinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.