Fara í efni

Fjölskylduráð

118. fundur 09. maí 2022 kl. 13:00 - 16:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir liðum 1. og 3-8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2 og 9-13.

Jóna Björg Arnardóttir vék af fundi kl. 15:40.

Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístundar sat fundinn undir lið 1.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 1, 4 og 8.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 3.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir liðum 5-6.
Adrienne D. Davis og Guðni Bragason frá Tónlistarskóla Húsavíkur sátu fundinn undir lið 7.

1.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 125. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fjölskylduráðs til ákvörðunar um staðsetningu frístundarhúss.
Helst eru þrír staðir taldir koma til greina varðandi staðsetningu hússins.
1.
Á suðurlóð Borgarhólsskóla.
2.
Á lóð Túns við Miðgarð 4, miðað við að núverandi mannvirki yrðu rifin.
3.
Á lóð suðaustur af framhaldsskóla.
Eiður og Bylgja óska bókað:
Í dag er innan við vika til kosninga og teljum við eðlilegt að nýtt fjölskylduráð muni taka við verkefninu haldi áfram með málið og finni nýju húsnæði undir frístund og félagsmiðstöð staðsetningu í samráði við hagaðila.

Birna og Arna Ýr óska bókað:
Fjölskylduráð hefur verið með húsnæðismál frístundar til umfjöllunar síðan 27. september 2021. Frá upphafi hefur legið fyrir hversu brýn þörfin er á stærra húsnæði fyrir öll börn í 1-4. bekk.
Niðurstaða starfshóps sem hefur fjallað um málið með aðkomu fagaðila taldi að félagsmiðstöð fyrir nemendur í 5.-10. bekk ætti samlegð með starfsemi frístundar og gæti nýtt húsnæðið eftir kl: 16:00 á daginn og um helgar.
Fjölskylduráð hefur haft til skoðunar mögulega staðsetningu nýrrar byggingar fyrir frístund og félagsmiðstöð. Meðal þess sem hefur verið skoðað er lóð við Framhaldsskólann á Húsavík, lóð við Miðgarð 4 (Tún) og suðurlóð við Borgarhólsskóla.
Á 122. fundi sveitarfstjórnar var lögð fram tillaga um að kanna kostnað við rífa og fjarlægja Tún, Miðgarð 4 til að byggja þar nýtt frístundarhús og félagasmiðstöð undir einu þaki. Tillagan var samþykkt samhljóða. Nú liggja fyrir upplýsingar um mögulegan kostnað við niðurrif á Túni.
Meirihluti fjölskylduráðs telur þá lóð vera ákjósalegasta fyrir staðsetningu nýs frístundarhúss, þar sem lóðin er í næsta nágrenni við skóla og íþróttahús og möguleikar til stækkunar eru fyrir hendi til lengri tíma litið. Með þessu er ekki verið að þrengja á neinn hátt að lóð Borgarhólsskóla, til stækkunar, leiks og náms, né stækkunarmöguleikum á íþróttahöll í takt við væntingar um jákvæða íbúaþróun á komandi árum.

Aldey óskar bókað:
Undanfarið hefur farið fram endurtekin umræða um stöðu frístundamála fyrir 1. - 4. bekk Borgarhólsskóla. Það hafa komið upp ýmsar hugmyndir og málið ekki þokast áfram eins hratt og undirrituð sá fyrir sér. Undirrituð telur mikilvægt að halda vinnunni áfram og ekki láta hana fara inn í sumarið þar sem hlutir gerast hægar og þá hætta á að ekki verði komist að niðurstöðu fyrr en eftir hálft ár. Vandi frístundar má ekki bíða. Undirrituð telur það ekki síðri kost að koma húsnæði frístundar á skólalóðina austan megin við Borgarhólsskóla með möguleika á tengibyggingu við Borgarhólsskóla. Hinsvegar ef við hugsum til framtíðar og veltum upp stækkunar möguleikum á starfseminni þá er Túns lóðin vel ásættanlegur kostur.

Aldey, Birna og Jóna Björg greiða atkvæði með Miðgarði 4, niðurrif á Túni.
Eiður og Bylgja greiða atkvæði á móti.

2.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar fyrstu drög frá SE Group varðandi hönnun skíðasvæðisins við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð fór yfir tillögur frá SE Group varðandi hönnun á heilsársútivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna málið fyrir skipulags- og framkvæmdaráði. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til fundar með samráðshópi sem áður hefur fjallað um möguleika útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Samráðshópurinn mun skila af sér athugasemdum og tillögum við fyrstu drög SE Group. Að þeim fundum loknum mun málið verða tekið fyrir hjá fjölskylduráði að nýju.

3.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2022-2023 - Skýrsla leikskólastjóra

Málsnúmer 202204037Vakta málsnúmer

Skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2022-2023 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið mun birtast á vefsíðu skólans.

4.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2022-2023

Málsnúmer 202204122Vakta málsnúmer

Skóladagatal Borgarhólsskóla og Frístundar fyrir skólaárið 2022-2023 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Borgarhólsskóla og Frístundar fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatölin munu birtast á vefsíðu skólans.

5.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2022-2023

Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer

Skóladagatal Grunskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2022-2023 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið mun birtast á vefsíðu skólans.

6.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2022-2023

Málsnúmer 202204124Vakta málsnúmer

Skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2022-2023 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið mun birtast á vefsíðu skólans.

7.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2022-2023

Málsnúmer 202204125Vakta málsnúmer

Skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2022-2023 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Tónlistarskólans á Húsavík fyrir skólaárið 2022-2023. Skóladagatalið mun birtast á vefsíðu skólans.

8.Ósk um sameiginlegan starfsdag skólastofnana í Norðurþingi

Málsnúmer 202204126Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk Kolbrúnar Ödu Gunnarsdóttur fyrir hönd skólastjórnenda í Norðurþingi um sameiginlegan starfsdag allra skóla í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir sameiginlegan starfsdag allra skóla í Norðurþingi.

9.17. júní hátíðarhöld 2022

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar minnisblað um fyrirhuguð hátíðarhöld 17. júní næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

10.Samstarfssamningur Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur

Málsnúmer 202204133Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja lokadrög að samningi Norðurþings og GH.
Birna Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir lokadrög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

11.sumarfrístund 2022

Málsnúmer 202205030Vakta málsnúmer

Til kynningar er fyrirkomulag á Sumarfrístund á Húsavík sumarið 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Sumarfrístund 2022 - gjaldskrá

Málsnúmer 202205031Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að gjaldskrá sumarfrístundar.
Heilt yfir er lagt upp með hækkun um 2,5% frá fyrra ári.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

Stök vika = 7.380

Afsláttarkjör:
-Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
-25% afsláttur fyrir einstæða foreldra - þeir sem ætla að nýta sér þennan afslátt verða fyrst að hafa samband við forstöðumann frístundar.
Ef keypt er allt sumarið í einni skráningu er 10.250 kr. króna afsláttur af heildarverði.
Ef frídagur er í viku lækkar gjald viku hlutfallslega (t.d. 17.júní og frídag verslunarmanna)

-Frístundastyrk er hægt að nýta í sumarfrístund.

Gjaldskrá frístundar fyrir hádegi:
Greitt er fyrir hverja viku 3.588
Ekki er boðið upp á afslátt með þessu úrræði.
Frístundastyrk er ekki hægt að nýta í frístund fyrir hádegi.

13.Listamaður Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203002Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur til listamanns Norðurþings rann út 1.maí síðastliðinn.
Samkvæmt reglum um listamann Norðurþings mun fjölskylduráð velja úr innsendum umsóknum og útnefna listamann Norðurþings 17.júní 2022.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2022 úr þeim umsóknum sem bárust í ár.
Listamaður Norðurþings 2022 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.

14.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Félag eldri borgara á Raufarhöfn 2022

Málsnúmer 202205018Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur starfsskýrsla og ársreikningar Félags eldri borgara á Raufarhöfn, til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

16.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022, var eftirfarandi bókað: Framtíðarsýn um opinberar byggingar á Raufarhöfn
202110160

Til kynningar eru teikningar af breyttri notkun af skólahúsinu á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð vísar teikningum af breyttu skipulagi skólahússins á Raufarhöfn til umræðu í Hverfisráði Raufarhafnar.
Nú hefur hverfisráð Raufarhafnar bókað um erindið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.