Fara í efni

Fjölskylduráð

113. fundur 14. mars 2022 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Gunnarsdóttir þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 3 og 5-6.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 2-4 og 7.

1.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202104042Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri Grænuvalla óskar eftir að leikskólinn fái starfsdag 29. apríl í stað starfsdags 24. febrúar sem féll niður vegna covid.
Fjölskylduráð samþykkir starfsdag 29. apríl hjá leikskólanum Grænuvöllum.

2.Listamaður Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203002Vakta málsnúmer

Nýjar reglur um listamann Norðurþings lagðar fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um listamann Norðurþings. Reglunum er vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

3.Móttaka flóttafólks í Norðurþingi

Málsnúmer 202203055Vakta málsnúmer

Ráðuneytið er að óska eftir okkar þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.

Á 390. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og vísar því til úrvinnslu í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.

4.Nýting frístundastyrkja í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202203059Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu tölur tengdar nýtingu frístundastyrkja í Norðurþingi árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202203054Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráð Norðurþings liggur trúnaðarmál til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202203053Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráð Norðurþings liggur trúnaðarmál til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Ungmennaráð Norðurþings - 11

Málsnúmer 2203005FVakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur 11. fundargerð Ungmennaráðs Norðurþings, til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.