Fara í efni

Móttaka flóttafólks í Norðurþingi

Málsnúmer 202203055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022

Ráðuneytið er að óska eftir okkar þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og vísar því til úrvinnslu í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 113. fundur - 14.03.2022

Ráðuneytið er að óska eftir okkar þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.

Á 390. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og vísar því til úrvinnslu í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram.

Byggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Lagt fram til kynningar og málinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 126. fundur - 06.09.2022

Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Lagt fram til kynningar og málinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.