Fara í efni

Fjölskylduráð

126. fundur 06. september 2022 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1 - 3 & 5.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 2 & 6-9.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir sat fundinn undir liðum 3 - 4.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1 - 5.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 5.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri sat fundinn undir liðum 6 - 9.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdarstjóri Völsungs sat fundinn undir lið 2.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir lið 2.
Huld Hafliðadóttir verkefnastjóri Húsavíkurstofu sat fundinn undir lið 4.
Hjálmur Hjálmsson fulltrúi KPMG sat fundinn undir lið 2.
Lára Björg Friðriksdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir liðum 11 & 14 - 15.
Helga Björg Pálmadóttir ráðgjafi sat fundinn undir lið 13.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Ósk um viðræður vegna uppbyggingar og rekstur tjaldsvæðis við Ásgarðsveg

Málsnúmer 202208094Vakta málsnúmer

Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð þakkar Agli Bjarnasyni fyrir erindið og vísar málinu til fjölskylduráðs sem sér um rekstur tjaldsvæða Norðurþings.
Fjölskylduráð áformar ekki að hefja rekstur á tjaldsvæði við Ásgarðsveg, í það minnsta ekki fyrr en vinnu við nýtt aðalskipulag hefur verið lokið.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að eiga samtal við Egil um rekstur tjaldsvæða Norðurþings.

2.Samþætting skóla- og tómstundastarfs KPMG viðauki

Málsnúmer 202106115Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá KPMG og fulltrúar samráðshóps um samþættingu skóla og frístundastarfs lögðu fram kynningarefni verkefnið og framkvæmd þess.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúa KPMG og samráðshópi um samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa falið að kynna verkefnið fyrir foreldrum.

3.Lista og menningarsjóður 2022

Málsnúmer 202209005Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur lista- og menningarsjóðs Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að uppfæra reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Bæjarhátíðir í Norðurþingi

Málsnúmer 202208081Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð boðar á fund sinn fulltrúa frá Húsavíkurstofu til að ræða Mærudaga.
Fjölskylduráð þakkar Huld Hafliðadóttur, verkefnastjóra, fyrir komuna á fundinn.

Fjölskylduráð áformar að halda opinn íbúafund um mærudaga á haustdögum.

5.Fjárhagsáætlun sviða Norðurþings 2022

Málsnúmer 202209008Vakta málsnúmer

Bergþór Bjarnason fjármálastjóri Norðurþings kemur á fund ráðsins og fer yfir fjárhagsáætlanir sviðanna.
Lagt fram til kynningar.

6.Öxarfjarðarskóli - Skýrsla um innra mat 2021-2022

Málsnúmer 202208089Vakta málsnúmer

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla leggur fram til kynningar skýrslu um innra mat 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Öxarfjarðarskóli - Starfsáætlun 2022-2023

Málsnúmer 202208088Vakta málsnúmer

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla leggur fram til kynningar starfsáætlun Öxarfjarðarskóla 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Grunnskóli Raufarhafnar - Skýrsla um innra mat 2021-2022

Málsnúmer 202208087Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar kynnir stöðu innra mats í Grunnskóla Raufarhafnar.
Skólastjóri gerði grein fyrir vinnu við innra mat.

9.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsáætlun 2022-2023

Málsnúmer 202208086Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar leggur fram til kynningar starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202208096Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði Norðurþings liggur umsókn um undanþágu frá reglum félagsþjónustu Norðurþings um félagslegt húsnæði.
Fært í trúnaðarmálabók.

11.Móttaka flóttafólks í Norðurþingi

Málsnúmer 202203055Vakta málsnúmer

Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Lagt fram til kynningar og málinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

12.Reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu.

Málsnúmer 202209012Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja reglur um Miðjuna hæfingu og dagþjónustu til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

13.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

14.Reglur um sérstakan hússnæðisstuðning

Málsnúmer 202209013Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og felur félagsmálastjóra að uppfæra reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:00.